Vikan - 23.12.1970, Qupperneq 39
FRÁ RAFHA
BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og
2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill).
Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322
kenndi mér að búa til ljúffengt
salat úr þeim. Og leðurblöku-
vínberin. Skyldi krukkan með
þeim standa ennþá niðri í svölu
lindinni, þar sem við settum
hana, eða skyldi hún hafa oltið
um koll og brotnað í grjótinu?
Og á kvöldum sátum við öll þrjú
fyrir framan húsið og steiktum
pylsur yfir eldi og horfðum á
gneistandi ljósormana.
En stundum bar skugga á alla
þessa grósku, þegar skröltormar
og aðrar skaðsemdarskepnur óðu
yfir þessa fegurð. Þannig bar
skugga á hina tæruskelhamingju
og rósemi er umlukti mig, daginn
sem ég sá son Wills, „strákinn"
í fyrsta sinn í þorpsbúðinni. Það
var ekki nokkrum vafa bundið
að hann var sonur Wills, en þeir
voru líkir á einhvern öfugsnú-
inn hátt. Hárið á Will var eins
og glansandi hjálmur, en á
„stráknum“ var þetta eins og
úfinn, ógreiddur sópur. Varirn-
ar, sem á Will voru fagurlega
mótaðar, voru bólgnar og út-
túttnar á syninum og þessi mikli
skrokkur var linjulegur og
slappur. En það versta voru þó
augun. Augu föðurins voru blik-
andi og skær og full trúnaðar-
trausts, en augu sonarins voru
vond og undirförul. Hann var nú
reyndar ekki beinlínis strákur,
hann var þrítugur maður,
kvæntur og átti mörg börn, og
hann var nýkominn frá Detroit,
með fjárhagslegri aðstoð Wills,
eftir að hann hafði lent í „vand-
ræðum“ þar.
Fréttirnar um þessi „vand-
ræði“ höfðu borizt til Kentucky
gegnum ættingja „konunnar"
(konan er í ætt við helminginn
af héraðsbúum og hinn helming-
urinn eru mínir ættingjar, sagði
Will), og hún var komin heim
aftur.
— Hún er svo hrædd um að
ég láti hann hafa peninga, sagði
Will. — En nú hefur hún fulla
ástæðu til þess. É'g hef þegar
gert það og á ábyggilega eftir
að gera það oft ennþá. É’g segi
alltaf að þetta skuli vera í síð-
asta sinn, en hvernig á það
nokkurn tíma að vera í síðasta
sinn, svo lengi sem við lifum?
(já, svo lengi sem við lifum,
elsku Will... .)
— Það er alltaf eitthvað nýtt
með hann, sagði Will, — hann
keyrir bíla í klessu eða þá að
hann lendir í fangelsi fyrir
fyllirí og slagsmál. É'g veit ekki
hve oft hann hefur vakið mig
upp á miðjum nóttum og sagt.
— Pabbi, geturðu ekki látið mig
hafa tvöhundruð dollara? Get-
urðu látið mig hafa peninga
strax? Að lokum seldi ég allar
byssurnar mínar. Eg átti margar
góðar byssur, en „konan“ japl-
aði alltaf á því sama, að ég yrði
að fela byssurnar, svo að lokum
fannst mér bezt að losna við
þær. Það er auðvitað deginum
ljósara að ég get ekki hindrað
hann í því að vaða um sveitina,
veifandi byssu, en það er eins
gott að það sé ekki mín byssa.
Ég fann til með Will, — ég
átti ekki svo gott með að skilja
þetta, því að Ellen hafði aldrei
valdið okkur áhyggjum, en ég
man hve hrædd við urðum einu
sinni, þegar hún fór út að aka
með einhverjum pilti, sem við
þekktum ekki, eða þegar hún
varð veik. Allir sem hafa alið
upp barn þekkja þann ótta.
i i ri trákurinn“ fékk vinnu í
\ sögunarmyllu í nágrenn-
^ inu, en það leið ekki á
löngu þangað til hann komst í
kast við verkstjórann. í þetta
sinn var það verulega slæmt og
allt útlit fyrir að hann lenti í
fangelsi. Ég komst aldrei að því
hvað það raunverulega var, sem
hann var sekur um, en það var
einhver stúlka í spilinu og Will
varð að selja eitthvað til að
greiða tryggingarfé. „Strákur-
inn“ komst undan í þetta sinn,
en þó átti hann eftir að koma
fyrri rétt.
— Já, nú hefur hann koll-
varpað öllu, sagði Will.
— Var hann líka svona erfið-
ur, þegar hann var barn? spurði
ég.
— Nei, það var hann alls ekki.
Hann var einhver elskulegasti
unglingur sem hægt var að
hugsa sér. Hann fylgdi mér um
allt, hvert sem ég fór. Hann lét
þá klippa á sér hárið, á sama
hátt og ég gerði. Ég hef aldrei
verið hrifinn af síðhærðum
strákum. Þegar hann fór til að
gegna herþjónustu, fylgdu níu
stúlkur honum á stöðina. En það
hefði verið heppilegra að hann
hefði aldrei talað við þær, að
minnsta kosti helminginn af
þeim. Ég sagði það við hann, en
þá svaraði hann mér: — Hvern-
ig stendur á því að þú veizt
svona mikið um ungar stúlkur,
pabbi? Ég minnist þess að ég
fékk eitthvert óbragð í munn-
inn, þegar hann sagði þetta, ég
hef aldrei haft afskipti af smá-
stúlkum og það vissi hann vel.
Það var eingöngu að ég hafði
ekki álit á fjölskyldum þessara
stúlkna, og það hefur enginn
hér í sveitinni heldur.
— Mér þykir leiðinlegt að
heyra að þetta skyldi koma fyr-
ir, ég á við þetta síðasta uppá-
tæki hans.
— Ég veit ekki hvað gengur
að honum. Hann getur alls stað-
ar fengið ágætis vinnu ef hann
vill. En þess í stað vill hann
alltaf ná í þá vinnu sem ég hef,
eða gera það sem ég geri. Þegar
ég hafði viðgerðarverkstæði, þá
vildi hann endilega verða bif-
vélavirki og þegar ég hef snúið
52. tbi. VIKAN 39