Vikan - 23.12.1970, Page 40
mér að búskap, þá hefur hann
viljað verða bóndi.
Will var þögull um stund. —
Já, ég verð líklega að fara núna,
sagði hann. — Ég verð að fá
konuna til að skrifa upp á bréf
til þess að geta selt stykki af
jörðinni, en hún á ábyggilega
eftir að þrefa um það. En ég
verð á fá þessa peninga handa
stráknum. Fjandinn hafi það,
þetta er allt svo vonlaust! Ég
veit ekki hvernig færi fyrir mér,
ef ég gæti ekki talað um þetta
allt við þig. þetta og svo margt
annað.
Hann sá að ég var með tár í
augunum. — Þú mátt ekki hafa
áhyggjur af þessu, sagði hann.
— Þetta lagast allt saman, þú
mátt treysta því. Hann gekk
fram að dyrunum og tautaði með
sjálfum sér. — Þetta lagast allt
saman, það hlýtur að gera það.
g hugsa oft hve það gæti létt
andrúmsloftið ef ég, þótt
ekki væri nema einu sinni,
gæti gengið inn í dagstofuna,
þar sem þeir Roger og Mark
sitja eftir miðdegisverðinn, um-
vafðir í þessa venjulegu hátt-
vísi, og segja eitthvað hressandi,
eins og: „Fjandinn hafi það,
þetta er allt svo vonlaust!" En
hér myndi það ekki létta and-
rúmsloftið. Þeir yrðu aðeins
hneykslaðir. Ef nokkrir óskyldir
menn eru líkir hvor öðrum, þá
eru það Roger og Mark. Ekki í
útliti, en í eðli sínu. Sérstaklega
í því hve erfitt þeir eiga með að
tjá sig og þola ekki að annað
fólk láti í ljós tilfinningar sín-
ar.
Nei, það er tilgangslaust að
fleygja slíkri sprengju inn í dag-
stofuna til þeirra, dagstofu Ell-
enar. Ég verð að koma Bucky í
rúmið, taka matarbakkann frá
hjúkrunarkonu Ellenar og þvo
upp. Svo sezt ég inn í dagstof-
una til þeirra og þar sitjum við
öll þrjú, þangað til við getum
verið þekkt fyrir að fara að
hátta, grúfa okkur ofan í kodd-
ana í myrkrinu og hlusta á vegg-
ina hrópa: „Ellen! Ellen! — bíða
eftir dauða hennar. Roger er
ekki búinn að sætta sig við það
ennþá. Hann situr, klukkustund-
um saman, inni í herberginu
hennar og reynir ekki einu sinni
að láta eins og hann sé að lesa
eða skrifa. Ég þrái að þetta ár
taki enda, svo hann geti farið
að kenna aftur. Nú les hann allt
sem hann nær í um krabbamein,
hann kann utanað hvert einasta
orð, sem hefur verið skrifað um
það. En einu hef ég þó áorkað,
ég hef fengið hann til að hætta
við að senda Ellen frá einu
sjúkrahúsi til annars, í stöðugt
nýjar aðgerðir. Nú fær þessi
vesalings líkami hennar þó svo-
litla hvíld. (Ó, elsku barnið mitt,
hvílíkan hrylling ertu búin að
ganga í gegnum!)
Robinson læknir fékk loksins
Roger til að taka svefnlyf, og ég
varð fegin því. Ég veit ekki
hvort Mark getur sofið, hann
sefur í hinum enda hússins. Ég
sef inni hjá Bucky, svo ég geti
alltaf verið við hendina, ef hann
þarfnast einhvers. Þess vegna
tek ég ekki svefnlyf. Það getur
líka verið að ég geri það ekki
vegna þess að í kyrrð næturinn-
ar finn ég nærveru Wills, án
þess að verða fyrir truflunum.
Ég fer oft út í garðinn á nótt-
unni, en aldrei lengra en svo að
ég heyri ef Bucky kallar, og þá
þrái ég oft Will svo ákaft, að
mér finnst sem hann muni birt-
ast þá og þegar. Hann hltýur að
koma gangandi á móti mér á
næsta augnabliki, ganga yfir
grasflötina löngum skrefum,
taka mig í faðminn, án þess að
segja nokkurt orð, leyfa mér að
njóta friðar við breiðan og ör-
uggan barm sinn.
Framhald í næsta blaði.
VONIN
Framhald af bls. 11.
svæfði það með töfrandi mjúk-
mælum í fastasvefninn svarta.
Allt í einu fann hún að ísköld
hönd var lögð á axlir henni.
Hún leit upp. Örvæntingin stóð
frammi fyrir henni, þreif um
hana óþyrmilega og fleygði
henni í fang Skynseminni, með
storkandi hlátri.
„Þarna hefurðu hana“, orgaði
hún framan í Skynsemina,
„dragðu hana fyrir dómstól
drottins. Nú er ég laus við hana,
nú ræð ég öllu“.
Og Skynsemin fór burt með
Vonina eins og bandingja — og
Örvæntingin ríkti nú alein í
víðri veröld.
Vonin stóð nú frammi fyrir
dómstóli Guðs, og í hvert skipti,
sem Skynsemin bar á hana nýtt
kæruatriði, þá drap hún höfðinu
litla niður í bringu, eins og hún
vissi sig seka. Að hún væri mál-
skapsdúfa mikil, að hún væri
ýkin og stórorð mærðardrós og
að mörg óhöpp hefðu af henni
hlotizt, — því gat hún ekki neit-
að. Og þegar Guð faðir spurði,
hvort hún kannaðist við syndir
sínar, þá stundi hún við og
sagði: „Já“.
En jafnharðan hóf hún upp
höfuð sitt og leit á reiði-reittan
Guð með töfrandi augnaráði.
„Ég get ómögulega gert að
því, Guð minn“, sagði hún. „Þú
hefur áskapað hjarta mínu þörf
til þess að farsæla mennina, en
synjaðir mér kraftanna til þess.
Ég get ekki þolað að sjá menn-
ina svo ófarsæla, og af því að ég
get ekki gert neitt annað til að
sjá þá farsæla, þá segi ég þeim
ævintýri".
Meðan Guð faðir var enn að
igrunda, hvernig hann ætti að
ráða bót á getuleysi Vonarinnar,
þá hittist einmitt svo á, að fram-
liðins manns sála kom til himna.
„Það er bezt við látum hann
segja okkur hvernig ástandið er
á jörðinni", mælti Guð.
Það var ljóta sagan. Allt var í
ólagi á jörðinni. Helmingur alls
mannkyns hafði stytt sér aldur
út úr lífsleiðindum; helvíti var,
eins og gefur að skilja, orðið
troðfullt af sjálfsmorðingjum, og
þeir sem eftir lifðu, sátu sálar-
sljóir og kærulausir, og höfðu
hvorki krafta né löngun til að
taka sér neitt fyrir hendur.
Menn voru hættir við allt, bæði
byrjuð byggingarstörf og önnur
fyrirtæki, og kirkjurnar stóðu
tómar. Alls staðar var það við-
kvæðið, að Vonin væri horfin af
jarðríki, og þess vegna gengi allt
til grunna. Reyndar hafði það
komið fyrir áður, að hún hefði
horfið af jarðríki, en það hafði
aldrei verið að staðaldri, heldur
aðeins um stundar sakir, og í
hvert sinn hafði hún komið aft-
ur til að halda árinu nýja undir
skírn. Nú skimuðu menn í allar
áttir eftir Voninni, en það var
árangurslaust; hún birtist ekki
framar.
Þegar Vonin heyrði öll þessi
ótíðindi, þá beið hún þess ekki
einu sinni að hún yrði látin laus,
heldur sprengdi hún af sér fjötr-
ana og skundaði af stað á þjót-
andi vængjum til að halda árinu
nýja undir skírn og mýkja hörm-
ungar mannanna með þvi að
seeja þeim ævintýri.
Himnafaðirinn leyfði henni að
fara eins og hún var, með öllum
hennar breyzkleika og með allri
hennar ómótstæðilegu hjarta-
eæzku. Úr því svo var að menn-
irnir máttu ekki án hennar vera,
bá var ekki að sinni neinn timi
til að bæta úr uppeldisbrestum
hennar. Hann geymdi það til
seinni tímanna.
En Skynseminni skipaði hann
að hafa sig til vegar og ónáða
40 VIKAN 52- tbL