Vikan - 23.12.1970, Page 43
sig ekki með frekari kærumál-
um.
Steingrímur Thorsteinsson
þýddi.
FRÖKEN ELLY FILL
Framhald af bls. 16.
sjúkrahúsi eins og stendur, en
ef honum batnar fáið þér afslátt
ef þér takið þá báða.
— Takk fyrir, einn nægir!
Verið þér sælir á meðan.
Fíllinn hét Elly og hún var
bæði róleg og vingjarnleg. Hún
var rétt um tvítugt og það var
einhver hvolpasvipur yfir henni.
Með sameiginlegu átaki gátum
við komið þessu risavaxna fíla-
barni upp í flutningavagn.
— Magazin City! sagði ég við
bílstjórann.
— Ætlið þér að fara með þetta
flykki í jólainnkaup? spurði
hann með ákafa.
— Já, það er að segja, nei.
Þetta á að vera leyndarmál.
Leyndarmál sem er tengt jólun-
um.
— Þá held ég að þér verðið
að pakka honum betur inn, svo
fólk gruni ekki hvað er í pakk-
anum, sagði bílstjórinn, og
fannst víst siálfum að hann væri
fyndinn. Ég þóttist ekki heyra til
hans.
Við komumst erfiðislaust gegn-
um vöruinnkeyrslu verzlunar-
hússins. Næsta vandamálið var
að koma fílnum út og upp. Elly
hafði sem sé lagzt til hvíldar og
það var ekki hægt að mjaka
henni á fætur. Bílstjórinn á
flutningabílnum þurfti að flýta
sér og heimtaði að við losuðum
bílinn strax. Það var farið að
snjóa.
- Hafið þér ekki brauðbita
handa henni, það gæti kannske
komið henni á fætur, sagði hann.
Áeætis hugmvnd! Bíðið
hérng meðan ég næ í brauð eða
kex.
Ég kom aftur eftir tvær mín-
útur með fangið fullt af kex-
pökkum. Elly stóð í miðju port-
inu og bíllinn var farinn.
Lyftan var, því miður, ekki
byggð fyrir fíla og hvorki bruna-
stiginn né rennistiginn hefðu
þolað þunga Ellyar.
Ég bað húsvörðinn að hringja
til einhvers fyrirtækis sem hefði
kranabíla og lyftubíla. Það hlaut
að vera hægt að lyfta Elly upp
á fjórðu hæð og troða henni þar
inn um glugga.
Þetta heppnaðist, við gátum
lyft henni frá jörðu með varúð
og brauðlyktin angaði frá henni
í tæru frostloftinu. Henni þótti
greinilega gaman að þessu, en
ekki var hún létt á sér. Það var
ekkert smáræði sem hún tramp-
aði niður af bárujárni og gleri!
Byggingameistarinn hefur
ábyggilega ekki gert ráð fyrir að
flytja fíla inn um glugga bak-
hliðarinnar á verzlunarhúsnæð-
inu, því að enginn glugginn var
nógu stór til að koma Elly inn
um hann.
Það var hræðileg sjón að sjá
Elly dingla þarna í loftinu, með-
an múrarar voru að berja sund-
ur steinsteypta gluggakarma.
Það var kominn hópur af fólki
inn í portið og ekki stóð á ráð-
leggingum. Það var ekki orðið
neitt leyndarmál hvað Magasin
City ætlaði að koma viðskipta-
vinum sínum á óvart með, en
við vörum líka búnir að fá heil-
mikla auglýsingu.
Jæja, inn komst hún; að vísu
dálítið slöpp en annars ómeidd.
ið fyrir? Ef þér hefðuð nennt
að kynna yður starf yðar, þá
hefðuð þér átt að lesa eitthvað
um hætti fíla, það hefði bjarg-
að miklu, ef þér hefðuð vitað að
fílar ganga alltaf í hringi, áður
en þeir leggjast til svefns. Þetta
horn, sem þér fenguð henni til
íbúðar, var allt of lítið. Og svo
hafið þér ekki látið hana hafa
eitt einasta hálmstrá. Hún öskr-
aði af óánægju alla nóttina og
braut allt hringingarkerfið, svo
lögreglan umkringdi strax verzl-
unina.
Ég greip fyrir andlitið, meðan
hann hélt áfram að telja upp
allt sem Elly hafði afkastað um
nóttina.
Opið á annan í jólum. Ennfremur viljum
við mina á að áramótafagnaður verður
haldinn á gamlárskvöld eins og undan-
farin ár. ASgangseyrir rúllugjald. Tekið
verður á móti borðpöntunum alla daga
nema miðvikudaga í skrifstofu hússins
frá kl. 5-7.
Ennfremur verður opið nýársdagskvöld
og annan í nýári.
Við óskum öllum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla og góðs nýárs.
VEITINGAHÚSNÐ
Mmu*
Ég gaf henni þrjár fötur af vatni
og mörg franskbrauð og svo kom
ég henni fyrir í þægilegum krók,
þar sem hún gat hvílt sig, þang-
að til hún færi að spranga um
verzlunardeildirnar, leyfa jóla-
glöðum börnum að taka í ran-
ann og stinga óskaseðlum í þar
til gerðan poka.
Morguninn eftir voru nokkur
útstillingarborð og heilmikið af
húsgögnum brotið. Elly hafði
ekki látið sér nægja hornið, sem
ég fékk henni til dvalar. Brown
kom til móts við mig og eftir
svip hans að dæma, þá gat hann
hafa setið í einum stólnum, sem
Elly braut um nóttina.
— Hefur eitthvað komið fyr-
ir? spurði ég, skelfingu lostinn.
Hann hló, stuttan kuldahlát-
ur. — Hvort eitthvað hafi kom-
— Munið svo að þetta var yð-
ar hugmynd! sagði hann að lok-
um. — Þér berið ábyrgð á því
að skepnan fái nóg að éta, hálm
og nægilegt rými. Fílar eru mjög
tilfinninganæm dýr. Mjög kvef-
sæknir. Ábyrgðin hvílir sem
sagt á yður!
Ég settist því að hjá Elly,
passaði að allt væri í lagi; mál-
tíðir, svefn og meltingu. Hún
hámaði í sig einhver ósköp og
það sem við gáfum henni ekki,
'fékk hún frá börnum, sem voru
alveg ær af ánægju og flykktust
í kringum hana. Hún varð svo
feit að við þurftum að löðra
hana í sápu, til að hún kæmist
með góðu móti gegnum dyrnar.
Ég var dauðhræddur um að
hún fengi í magann af öllu þessu
sælgætisáti, — þar sem tveir fílar
sem ég vissi um í borginni voru
veikir, annaðist ég Elly eins
og hún væri ungbarn í vöggu.
Það kom að því að Jane varð
afbrýðisöm út í Elly og spurði
mig hvort ég tæki fílinn fram
yfir sig.
— Láttu ekki svona heimsku-
lega, sagði ég, — auðvitað elska
ég þig jafn heitt og áður.
•—- Þá kemurðu í Litlu jólin
hennar mömmu annað kvöld, er
það ekki?
— Ef ég get fengið fílafóstru!
Elly hefur lagt ofurást á mig
og....
— Þú tekur hana þá fram yf-
ir mig, já, ég á við fílinn! Þessi
fjandans fíll hefur eyðilagt okk-
ar samband.
— Heldurðu að þú getir ekki
beðið mín fram yfir jól? spurði
ég.
Jane reigði sig og rigsaði í
burtu. Ég varð mjög óhamingju-
samur og sneri mér að Elly. Það
var eins og hún hefði skilið það
sem milli okkar Jane fór, ég
hafði orðið að velja á milli
þeirra, stúlkunnar og dýrsins.
Hún lagði innilega ranann um
axlir mér og renndi til mín mild-
um augiim.
Næstu daga töluðu allir um
Elly. Enginn tók eftir jóla-
skreytingunni, sem búið var að
leggja svo mikla vinnu í, Ven-
usarflauginni, en jólaútstilling-
in gerði það að verkum að við-
skiptin margfölduðust, það hafði
aldrei verið önnur eins jólasala.
Ég hafði tryggt framtíð mína í
fyrirtækinu, en að öllum líkind-
um misst unnustuna, að minnsta
kosti varð ég að láta mér lynda
að sjá ekki Jane þessa daga. Ég
var ekki allskostar ánægður með
þennan gang málanna, ég vildi
láta hrósa mér fyrir eitthvað
mikilvægara en að ég væri góð-
ur fílafóstri.
En sögunni er nú ekki hér með
lokið. É'g hef gleymt að segja frá
Jockum, sem er ástsjúkur fíll og
vegur tvö og hálft tonn. Hann
hafði orðið ástfanginn af Elly
fyrir nokkrum mánuðum og gat
ekki gleymt henni meðan hann
dvaldi á dýrasjúkrahúsinu.
Nú höguðu örlögin því þann-
ig að ástarþráin hvolfdist yfir
Jockum, nákvæmlega þrem dög-
um fyrir jól, þegar verið var að
flytja hann frá sjúkrahúsinu.
Honum var ekið á vörubíl, sem
lagði leið sína fram hjá verzl-
unarhúsinu í mestu annatíð dags-
ins.
Þegar bíllinn ók fyrir hornið
heyrði Jockum geysilegt öskur
frá Elly. Hann lét ekki á sér
standa, hann óð út af bílnum,
yfir götuna, án þess að hirða
nokkuð um mannþvöguna, og
gegnum einn af stóru gluggun-
um, sem var sérstaklega vel
skreyttur. Nokkru síðar stóð
hann í hinu stóra anddyri bak
við aðalsalinn og blakaði eyrum
sínum, til að vita hvort hann
52. tbi. VIKAN 43