Vikan - 23.12.1970, Qupperneq 45
Góðu fólki með ómetanlega
reynslu. Fólki morgundagsins,
sem vinnur að SHALOM.
ó.vald.
PAPILLON
Framhald af bls. 19.
hef drukkið kaffið mitt. É'g át
helminginn af brauðinu mínu,
sem ég annars aldrei geri.
Venjulega skipti ég því í fernt
og borða það klukkan sex,
klukkan tólf, klukkan sex síð-
degis og svo einhvern tíma um
nóttina. „Hvers vegna gerirðu
þetta?“ Eg rífst við sjálfan mig.
„Þú verður þó fyrst alvarlega
veikburða undir lokin.“ — „Ég
er soltinn og magnlaus.“ —
„Vertu ekki svona merkilegur
með þig. Hvernig ættirðu að
geta verið þróttmikill? Á þess-
um skammti? Það sem skiptir
máli — og á þeim vettvangi hef-
ur þú sigrað — er að þótt þú
sért vissulega veikburða, þá ertu
ekki veikur. Sértu svolítið þolin-
móður tapar Mannætan leiknum
óhjákvæmilega." Eftir að hafa
gengið um í tvær klukkustund-
ir sezt ég á steypuhraukinn.
Þrjátíu dagar eftir enn. Það er
að segja sjö hundruð og tuttugu
klukkustundir. Að þeim liðnum
opna þeir dyrnar og segja:
„Klefafangi Charriére. komið út.
Þér hafið setið af yður árin tvö
í einangruninni." Og hverju ætli
ég svari? „Já, loksins er þá lok-
ið þessari tveggja ára Golgata-
pín.“ Nei, ekki dugar það, ef sá
sem opnar fyrir mér verður
fangelsisstjórinn, sem ég þóttist
vera minnislaus gagnvart. Ég
segi: „Hvað þá, hef ég verið náð-
aður? Á ég að fara heim til
Frakklands? Hef ég afplánað
refsingu mína?“ Bara til að sjá
svipinn á honum og sanna hon-
um að fastan sem hann dæmdi
mér hefði verið óréttlát refsing.
En til hvers verður það? Órétt-
látt eða ekki, heldurðu að hon-
um sé ekki sama? Hverju skipt-
ir það fyrir mann eins og hann?
Þú ert þó varla svo tilætlunar-
samur að gera ráð fyrir að hann
iðrist þess að hafa dæmt þér
rangláta refsingu? Ég fyrirbýð
þér að gera nokkru sinni ráð fyr-
ir að þrælahaldari sé mannvera
í venjulegum skilningi orðsins.
Enginn verðugur nafnsins mann-
eskja getur verið í bland við
þetta hyski. Maður getur öllu
vanizt í lífinu, meira að segja
því að vera óþverri ævina út.
Fyrst þegar dauðinn nálgast
kennir hann kannski ótta við
Guð, ef hann e'r þá trúaður.
Hann finnur þó í raun og veru
ekki til iðrunar vegna fúl-
mennsku sem hann iðkaði, held-
ur hræðslu við dóm Guðs. Svo
þegar þú kemst héðan út, þá
hafðu hugfast að viðra þig aldr-
ei upp við svoleiðis mannskap.
Á milli þeirra og þin og þinna
líka er óbrúanlegt djúp. Öðrum
megin eru andlegir letingjar,
sálarlausir hræsnarar, fæddir
sadistar, hinum megin menn eins
og ég, vissulega sekir um alvar-
leg brot en hafandi þó þróað
með sér ólíkt meiri mannkosti í
þjáningunni: meðaumkun, mann-
gæzku, sáttfýsi, heiðarleik og
hugrekki.
f fullri alvöru vil ég heldur
vera refsifangi en þrælahaldari.
Granni geggjast.
Tuttugu dagar eftir. Eg er
mjög veikburða. Ég tek eftir að
brauðbitinn minn er alltaf í
minnsta lagi. Hver getur lagzt
svo lágt að leggja á sig að velja
handa mér minnsta bitann? Dög-
um saman er súpan ekki annað
en volgt vatn og kjötbitinn ekki
annað en bein með varla nokk-
urri kjöttægju á. Ég er hrædd-
ur um að veikjast. Sú hræðsla
vill ekki víkja frá. Eg er svo
veikburða að ekki þýðir fyrir
mig að reyna að leita á náðir
dagdraumanna. Þessu magnleysi
fylgir alvarlegt þunglyndi, sem
ég ber verulegan kvíðboga út af.
Ég reyni að berjast gegn þessu
og tekst með erfiðismunum að
láta sólarhringana líða. Einhver
krafsar í hurðina. Fljótlega er
ýtt undir hana pappírsmiða með
skilaboðum. Þau eru skrifuð með
fosfórbleki og frá Dega og Gal-
gani.
Skrifaðu nokkrar línur. F.rum
nijög áhyggjufullir út af heils-
unni hjá þér. Bara nítján dagar
eftir. Vertu hughraustur. Louis,
Ignace.
Lítill pappírsmiði og blýants-
stubbur fylgir með.
Ég lield það út. Er mjög veik-
burða. Þakkir. Papi.
Þegar sóparinn krafsar aftur
í hurðina sting ég svarmiðanum
undir hana. Nú þegar ég hef
hvorki sígarettur eða kókoshnet-
ur eru þessar línur mér meira
virði en allt annað til samans.
Þessi sönnun fyrir órjúfanlegri
tryggð vina verður mér sú hug-
hreysting sem ég þarf. Þeir
þarna úti vita hvar ég er, og ef
ég veikist fara þeir efalaust til
læknis og neyða hann til að
veita mér hjálp. Þeir hafa rétt
fyrir sér. Auðvitað eru ekki
nema nítján dagar eftir. Mér
liggur við að farast og brjálast
þegar líður að lokum þessa písl-
arvegar. En ég skal ekki veikj-
ast. Ég skal hreyfa mig eins lít-
ið og mögulegt er til að eyða
ekki kaloríum. Ég skal stytta
hreyfingartímana um morgun-
inn og síðdegis. Annars held ég
þetta ekki út. Ég ligg sem sagt
fyrir tólf tíma og sit aðra tólf á
steypuhrauknum. öðru hvoru
rétti ég úr mér og geri nokkrar
handleggjaæfingar, sezt svo aft-
ur. Yfir tíu dagar eftir. í hug-
anum spranga ég um á Trínidad.
Einstrengja fiðlur Jövumann-
anna fróa mér með dapurlegum
tónum sínum þegar hræðilegt
org vekur mig. Orgið kemur úr
klefanum á bakvið, eða ein-
hverjum mjög nærri.
— Skíturinn þinn, komdu
hér(na niður í gryfjuna! Ertu
ekki þreyttur á að glápa á mig
að ofan? Finnst þér ekki leiðin-
legt að sjá mig ekki almenni-
lega vegna myrkursins hér niðri?
— Þegiðu! Annars skaltu fá
fyrir ferðina, öskrar varðmaður-
inn.
— Ha ha! Fyrirgefðu þótt ég
hlægi, hórugríslingur. Hvernig
ættirðu að geta fundið upp á
verri refsingu en þögninni hér?
Refsaðu mér eins og þú vilt,
lemdu mig ef þú vilt, skítugi
böðullinn þinn, en þú hefur ekki
hugmyndaflug til að finna upp
á neinu, sem er verra en þögn-
in sem þú neyðir mig til að þola.
Nei, nei, nei! Ég þoli þetta ekki,
ég get ekki lifað lengur án þess
að tala. É'g hefði átt að öskra
fyrir þremur árum og kalla þig
drullusokk og skítablesa! En ég
hef verið nógu mikill hálfviti til
að bíða í þrjátíu og sex mán-
uði með að öskra út andstyggð
mína af ótta við refsingu. And-
styggð mína á þér og þínum lík-
um, rotnu þrælahaldarar.
Nokkrum mínútum síðar eru
dyrnar opnaðar og ég heyri:
— Nei, ekki svona. Aftur og
fram, það heldur miklu betur.
Og aumingja maðurinn öskr-
ar:
— Já, klemmið þið eins og þið
hafið getuna til, djöfuls hund-
ar. Það kemur ekki í veg fyrir
að ég kalli mæður ykkar gyltur
og að þess vegna getið þið ekki
verið annað en skítahaugar.
Þeir hljóta að hafa keflað
hann, því að ég heyri ekkert
frekar. Dyrunum er lokað. Þessi
fyrirgangur hlýtur að hafa
snortið unga varðmanninn, því
að eftir nokkrar mínútur nemur
hann staðar fyrir ofan klefann
hjá mér og segir:
— Hann hlýtur að hafa geggj-
ast.
— Haldið þér það? Það sem
hann sagði var þó mjög yfirveg-
að.
Varðmanninum bregður og
hann hvæsir um leið og hann
gengur sína leið:
— Segið þetta aftur ef þér
þorið!
Þetta atvik dró mig frá eynni
með öllu fallega fólkinu, frá
fiðlunum og kofum Hindúanna
í Port of Spain og enn á ný var
ég í ömuilegum veruleikanum.
Síðasta. nóttin.
Tíu dagar, sem sagt tvö
hundruð og fjörutíu tímar að
hjara af.
Aðferðin að hreyfa sig ekki
gefur góða raun, burtséð frá því
að dagarnir eru mjög lengi að
líða. Nema kannski ég megi
þakka þetta línunum frá vinum
mínum. Ég er veikburða, en enn-
þá með réttu ráði. Eg þarf bara
dálítið af líkamlegum kröftum í
viðbót til að verða eins og ég á
að mér. En aumingja nágranni
Til jólanna
Veitið athygli islenzkri
gull og silfursmíð
Jens Guðjónsson
gullsmiður
Laugarvegi 60 og Suðurveri
52. tbi. VIKAN 45