Vikan - 21.01.1971, Side 4
pósturinn
Rætur meinsins
Kæri Póstur!
Ég óska þér gleðilegs nýs árs
og þakka ykkur Vikunni fyrir árið
sem er að líða. Mig langar til að
leggja nokkur orð í belg vegna
bréfs frá E.G., sem kom í síðasta
Pósti.
Þar var fjallað um eiturlyfjamál-
in alræmdu. Auðvitað er óskaplegt
til þess að vita að það andvara-
leysi skuli hafa átt sér stað að ekki
tókst að halda þessu drasli utan
landsteinanna, eins og maður
skyldi ætla að hefði verið hægt.
Og alltaf hefur það verið talið
hæpið að byrgja þá fyrst brunninn,
þegar barnið er dottið ofan í hann.
Ég get tekið undir flest það, sem
E.G. segir, en í einu atriði verður
honum á í messunni, og er hann
að vísu ekki einn um það. Hann
talar um „vaxandi útbreiðslu eitur-
lyfja, sérstaklega þessara nýju
lyfja, hass og LSD og hvað þau
heita nú öll." Þetta er það sem
maður margrekur sig á þegar um
þetta er fjallað, tiltölulega mein-
laust efni eins og hass, sem að
minnsta kosti er áreiðanlega ekki
skaðlegra en áfengi, er talið upp í
sömu andrá og stórhættulegt eitur
eins og heróín, sem nokkurnveg-
inn öruggt er að á stuttum tíma
gerir að algerum aumingja hvern
þann, sem neitir þess, eða LSD,
sem gerir menn að brjálæðingum,
stórháskalegum sjálfum sér og
öðrum. Þesskonar áróður er ekki
einungis villandi, heldur hefur
hann í mörgum tilfellum þveröfug
áhrif við það sem ætlað er. Hann
verður til þess, að fjölmargir, sem
neytt hafa hass kannski einu sinni
eða tvisvar án þess að það hafi
breytt þeim neitt til verri vegar,
fara ef til vill að hugsa sem svo:
allt þetta raus um að þetta sé skað-
legt er bara kerlingabækur, og
fyrst LSD er alltaf talið upp um
leið, ætli það sé þá nokkuð
hættulegra?
Og er ekki nokkuð mikil mót-
sögn í því að hamast þetta gean
hassinu meðan áfengið, sem áreið-
anlega er að minnsta kosti eins
skaðlegt og trúlegast miklu skað-
legra, flæðir yfir þjóðir heims án
þess að nokkuð að gagni sé gert
til að hindra það. Eða þá tóbaks-
reykingarnar, sem eyðileggja líf
og heilsu fólks í milljónatali ár-
lega? Nefnd vísindamanna í Bret-
landi, sem það mál rannsakar,
komst nýlega að þeirri niðurstöðu
að þar í landi myndu um hundrað
þúsund manns deyja beinlínis af
völdum sígarettureykinga á þessu
ári (1970). Og þar sem íslendingar
reykja varla minna en Bretar, væri
ekki út í hött að áætla, að tiltölu
við fólksfjölda, að mannfallið af
völdum sígarettunnar hér á landi
kæmist upp í fjögur hundruð á
árinu.
Enn á ég þó ógetið þess, sem
mestu máli skiptir viðvíkjandi
þessu máli. Það er engin hending
eða tilviljun, að stórhættulegt eit-
ur stendur nú börnunum okkar til
boða, svo að við stöndum bókstaf-
lega varnarlaus uppi við að verja
þau fyrir því. Eitur- og fíknilyfja-
verzlunin er skipulögð og rekin af
auðhringum, sem teygja klær sínar
um allan heim, og er grein ítölsku
Mafíunnar í Bandaríkjunum þar
fremst í flokki. Mafían er svo auð-
ug og voldug að enginn annar
bandarískur auðhringur kemst þar
í samjöfnuð, enda hafa allar til-
raunir til að útrýma henni til þessa
að öllum líkindum verið kák eitt
og látalæti. Svo er að heyra að allir
viti hverjir séu leiðtogar Mafíunn-
ar og hvað þeir hafa á samvizk-
unni, en engu að síður sitja þeir
óáreittir og eru taldir meðal virðu-
legustu fjármálamanna heims.
Þeim stendur nokk á sama þótt
þeir eyðileggi líf milljóna æsku-
fólks ef þeir græða sjálfir. Þetta er
auðvitað í fullu samræmi við lög-
mál hinnar frjálsu samkeppni. Og
yfirvöldum Bandaríkjanna og ann-
arra ríkja virðist standa á sama,
því að þau reyna ekki að skera
fyrir rætur meinsins, heldur láta
duga málamyndakák eins og að
dæma einn og annan smáfisk í
nokkurra mánaða tukthús endrum
og eins. Meðan svo stendur, er
ekki von á góðu.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
ingu.
Einn sem engin eiturlyf
notar (ekki einusinni kaffi).
Hætt er við að það sé rétt hjá
þér að okkur Islendingum veitist
það erfitt eins og öðrum, að bægja
frá okkur eiturbylgjunni, meðan
er meira gert til þess á alþjóða-
vettvangi en nú að stemma á að
ósi. En ástæða er til að hvetja alla
til að gera sitt bezta, og líflegar
umræður á opinberum vettvangi
spilla allavega ekki neinu.
Svar til G.K.
Hætt er við að þær breytingar,
sem þú vilt gera láta á vexti þín-
um, séu full róttækar til að ráð
fáist til þeirra. En ertu viss um að
hlutföllin í Irkamsvextinum séu
eins óhagstæð og þú álítur? Hef-
urðu lagt á þig málband? Getur
ekki hugsast að þú miklir þetta ó-
hóflega fyrir þér? ( svona tilfell-
um hættir fólki mjög til að mála
skrattann á vegginn. Auk þess
gæti vel verið að þetta lagaðist
eitthvað áður en varði; þú getur
ekki um aldur, en eftir rithönd og
fleiru að dæma ertu enn allung.
Og fólk er mjög mismunandi fljótt
að þroskast.
Og eitt enn út af þessu vanda-
máli: Líkaminn og meint fegurð
hans er sem betur fer ekki hið
eina i þessu lífi, hvorki hjá konum
né körlum. Sem betur fer er ótal-
margt annað, sem hægt er að festa
athygli við og gleðjast yfir. Og
líklega eru þess engin dæmi að
nokkur manneskja hafi til lang-
frama orðið lukkuleg út af skrokkn-
um á sér einum saman, hversu
lögulegur sem hann hefur talizt.
Og fyrst þú ert lagleg í andliti, þá
ætti það að vera nokkur huggun.
Það er meira en allar geta sagt.
Draumurinn er því miður líklega
ekki fyrir góðu, eftir þvi sem
draumspekingur blaðsins segir,
það er að segja ef nokkuð er að
marka drauminn. Helzt bendir
hann til þess að þú eigir að vara
þig á fölskum vinum og megir bú-
ast við að einhverjar vonir bregð-
ist. Hitt er þó trúlegra að draum-
urinn sé aðeins órar, endurspegl-
anir hugsana þinna í vöku.
Tvíburar og vatnsberi eiga ágæt-
lega saman, dragast auðveldlega
og ósjálfrátt hvor að öðrum og eru
einkum upplagðir til að vinna sam-
an fyrir einhverja háleita hugsjón
eða takmark. Vogarfólk þykir
flestu öðru fremur upplagt til ásta
og þá einkanlega hjónalífs, en
auðvitað hefur það lika sinar veiku
hliðar, þótt þeim sé varla bezt
lýst með orðum þínum í bréfinu.
En vissar Vogartýpur geta með
engu móti sagt nei, og þarf varla
að fjölyrða hvað af slíku getur
leitt. Þá má nefna að Vogin er
mikili fegurðardýrkandi og henni
hættir því til að taka yfirborðið
framyfir kjarnann. Ósjaldan ber
það og við að vogmenni elska
fleiri en eina manneskju jafnt, og
geta þá oft með engu móti gert
upp við sig, hverja þær meti að
öllu samanlögðu mest.
Skriftin bendir á ákefðarfullt
skap. Jú, Bee Gees eru byrjaðir að
spila saman aftur.
Mustang
Kæri Póstur!
Jæja, nú loksins ætla ég að
skrifa þér með vandamál mitt. Ég
sé í hverri Viku hvað þú hjálpar
mörgum, svo ég ætla að biðja þig
að hjálpa mér. Þannig er mál með
vexti að pabbi minn (amerískur)
býr úti, og ég hef verið hjá hon-
um svona af og til síðan ég man
eftir mér. Svo síðan ég fékk bíl-
próf (þrjú ár síðan) hef ég auðvit-
að notað bíl úti. Nú langar mig til
þess að koma með bíl minn upp
til íslands, en þann bíl gaf faðir
minn mér. Mér skilst að það sé
nýbúið að breyta tollkerfinu hér
á notuðum, innfluttum bílum, því
menn græddu á þessu að flytja inn
bíla (notaða). Nú kemur spurning-
in: Hvað þarf ég að borga í toll
af Model 66 eða 67 af Mustang?
Eða þarf ég að borga toll af gjöf?
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna og svarið, og ég vona að
þið getið hjálpað mér. Ok?
KK.
P.S. Hvað getið þið lesið úr
skriftinni og hvernig er hún? Ég
veit að stafsetningin er vond.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tollstjóraskrifstofunni yrði bíllinn
þinn tollaður eftir mati. Ódýrasta
gerð af Mustang yrði metin á
2.T63 dollara og 55 sent, sú dýr-
asta 235 dollurum hærra. Á þessu
geta þó orðið lítilsháttar breyting-
ar í matinu, til dæmis eftir því
hvort bíllinn hefur útvarpstæki.
sjálfskiptingu o.fl. Af matupphæð-
inni myndu svo dragast 45% fyr-
ir rýrnun, en ofan á það sem eftir
væri kæmi svo tollurinn, T40%.
Skriftin er þannig að ekki er
gott að lesa nokkuð ákveðið út úr
henni, hún er ekki ósnotur en dá-
lítið hirðuleysisleg. Og stafsetn-
ingarvillurnar eru fullmargar í ekki
lengra bréfi.
Over troubled water
Ágæti Pósturl
Geturðu sagt mér heimilisfang
söngvaranna Paul Simon og Arthur
Garfunkel, sem syngja lagið
Bridge Over Troubled Water. Ég
er mjög hrifin af söng þeirra.
Ein ( vandræðum.
Reyna mætti að skrifa til: CBS
Records 28—30 Theobalds Road,
London WC 1, England.
4 VIKAN 3- tbl