Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 5
Lena, sem er fjögurra ára,
eignaðist lítinn bróður. For-
eldrar hennar, sem vildu gera
sitt bezta fyrir hana, frá sál-
fræðilegu sjónarmiði, höfðu
undirbúið hana vel undir þessa
lífsreynslu, að minnsta kosti að
eigin dómi. Þau höfðu sagt
henni að von væri á litlum
bróður eða lítilli systur. Hún
hafði séð magann á mömmu
sinni stækka, fengið að finna
þegar litla barnið sparkaði og
taka þátt í öllum undirbúningi,
hjálpa til að brjóta saman
barnafötin og svo framvegis.
Foreldrar Lenu héldu að þau
kæmu í veg fyrir að hún yrði
afbrýðisöm, þegar barnið kæmi.
Þau höfðu heyrt margar furðu-
legar sögur um slíkt.
Svo rann upp sá merkisdag-
ur að mamma kom heim frá
fæðingardeildinni. Lena fékk
að fara með pabba sínum til
að sækja litla bróður. Henni
fannst þetta voða skemmtilegt.
Þegar þau komu inn á deild-
ina, varð hún yfir sig hrifin að
sjá mömmu sína, en svo varð
hún hugsandi, þegar hún sá
þennan rauða og skrítna bögg-
ul í faðmi hennar og að þetta
ætti að búa hjá þeim. Hún er
samt róleg og upphefur engin
mótmæli.
Svo þegar þau koma heim,
er litli bróðir lagður í fína
vöggu, sem stendur inni hjá
pabba og mömmu, en það er
búið að flytja hennar eigið rúm
í annað herbergi. En samt var
hún hrifin, þegar hún sá að
hún var búin að fá nýtt og
stærra rúm.
En þegar hún leggst til
svefns um kvöldið, alein, finnst
henni þetta ekki skemmtilegt
lengur. Hún verður sárhrygg
og fer að gráta. Mamma er dá-
lítið þreytt, svona fyrsta dag-
inn og pabbi er eitthvað tauga-
veiklaður. Þetta varð í raun-
inni afskaplega leiðinlegt
kvöld. Dagarnir líða og for-
eldrarnir taka eftir því að
Lena er ekki eins glaðvær og
hún var áður. Hún er orðin
gjörbreytt. Hún vill ekki einu
sinni fara út að leika sér, eins
og hún hafði alltaf verið svo
hrifin af áður. Hún hangir í
pilsum móður sinnar allan dag-
inn, suðar og suðar, vill að hún
leiki sér við hana og sé stöð-
ugt að sinna einhverjum rell-
um.
Móðir Lenu hefur hvorki
tíma né orku til að láta allt
eftir henni. Hún verður að
hugsa um litla barnið og heim-
ilisstörfin og þess í milli er hún
ÞEGAR LITLI
BRÓÐIR
KOM FRÁ
FÆÐINGA
DEILDINNI
í þessari grein segir barnasálfræðingurinn
Lillian Gottfarb frá vandræðum,
sem geta komið fyrir, ef börn verða afbrýðisöm
gagnvart litlum systkinum ...
viö og
börnin okkar
þreytt. Henni finnst þetta
ástand óbærilegt.
Lena er líka farin að sofa
illa. Hún á erfitt með að sofna
og sífellt að biðja um mjólk
eða safa, hún vill að mamma
hennar kyssi hana og ýmislegt
annað finnur hún sér til. Það
er sama hve oft foreldrarnir
reyna að fara inn til hennar og
róa hana, hún getur ekki sofn-
að.
Áður hafði Lena haft góða
matarlyst. Hún fór fljótlega að
borða sjálf og hafði gaman af
því. En nú er eins og matar-
lystin sé horfin. Hún situr við
borðið, hengir höfuðið og potar
í matinn og stundum vill hún
láta mata sig.
Þegar mamma hennar gefur
litla bróður brjóst, er Lena
sérlega óróleg og finnur upp á
alls konar kenjum. Mamma
hennar getur ekki svo vel lagt
barnið frá sér til að hlaupa
eftir Lenu og hún veit alls
ekki hvernig hún á að snúa
sér í þessu.
Barnasálfræðingurinn segir:
Þessi afbrýðisemi Lenu er
mjög eðlilegt ástand. Flestir
foreldrar þekkja til þess og
geta verið við því búnir. Það
gerðu foreldrar Lenu líka,
þegar þau létu hana taka þátt
í því sem í vændum var. En
það var ekki nóg.
Margir foreldrar verða von-
sviknir og halda sig ekki hafa
farið rétt að. Það er bæði gott
og nauðsynlegt að foreldrar
búi lítið barn undir komu
smábarnsins. Annars hefði
þetta getað orðið enn verra,
en það kemur ekki í veg fyrir
afbrýðisemi, þrátt fyrir undir-
búninginn. Lillian Gottfarb
segir: — Maður verður að
reyna að setja sig í spor barns-
ins. Þrátt fyrir það að barnið
hefur vitað um komu hvítvoð-
ungsins, getur það ekki sett sig
inn í þær lífsvenjubreytingar,
sem það kann að hafa í för
með sér fyrir það sjálft.
Það liggur í augum uppi að
óviti tekur því stirðlega, þegar
þetta nýja barn tekur svo mik-
ið af tíma móðurinnar, þeim
tíma, sem áður var helgaður
því siálfu. Nú snýst ekki allt
um Lenu, í þessu tilfelli, og
það verður að reyna að skilja
hvernig Lenu líður. Það allra
versta er auðvitað að sjá þetta
nýja barn í faðmi móður sinn-
ar, sem henni einni var ætlað-
ur áður. Það hlýtur að stinga
litla hjartað.
Maður gæti gert þann sam-
Framhald á bls. 43
3. tbi. VIKAN 5