Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 8
Stóreflis floti af bólgnum og brimhvítum skýjaklökkum fór
hamförum um himingeiminn, og einn þeirra virtist hafa borizt
upp á þurrt land og stöðvazt þar. Þetta varð aðeins skilið á einn
veg: Ég hafði komið auga á jökulinn, sem gnæfir hátt yfir Snæ-
fellsnes yzt, á vesturströnd íslands.
„Pat!“ kallaði ég niður um lúgugatið. „Landsýn!“ Konan mín
kom upp á þilfarið, en hún var eini skipverjinn, auk mín, á
þessari 40 feta skútu okkar, sem nefndist Delight (Ánægja).
„Engan æsing,“ sagði hún. „Mundu að ferðin er varla byrjuð
ennþá.“
Hún hafði rétt að mæla, því ferð okkar yfir norðanvert Atlants-
hafið, frá St. Johns á Nýfundnalandi, sextán daga barátta við
kalsahregg og svala sumarvinda, var ekkert annað en forleikur.
En fram undan áttum við í vændum hringferð umhverfis fsland,
þar sem stormurinn fer upp í 75 hnúta, kompásinn lýgur, straum-
ar taka af manni ráðin og kortin sýna ekkert annað en klettótta
strönd.
Því þá að sigla umhverfis ísland? í fyrsta lagi höfðum við ár-
um saman siglt um allar sævarleiðir við Nýja England, Nýja
Skotland, Nýfundnaland og Grænland, og bundið ást við auðnar-
höf og hrjúfa fegurð norðurslóða. f öðru lagi vissum við að örfá
smáskip höfðu leyst þessa þraut af hendi, og langaði til að freista
inngöngu í þann úrvalshóp.
Á ferð um Noregshaf og Danmerkursund myndum við sjá sitt
af hverju sérkennilegu, ýmislegt óbreytt frá liðnum öldum. Hér
er allt að kalla eins og það var aftur á víkingaöld — sjórinn,
hamrarnir, stormurinn — meira að segja sjálf tunga þjóðarinnar
hefur staðizt öll utan að komandi áhrif, bæði sakir landfræði-
legrar einangrunar og eigin festu og einkenna.
„Finnst þér þú vera orðinn víkingur?" spurði Pat, er við nálg-
uðumst Snæfellsnes óðfluga. Ég kannaðist við að svo væri, því
þegar við eygðum fjallstindinn, 4744 feta háan, höfðum við sömu
landsýn og hinir fornu fslendingar leituðu, er þeir héldu heim
frá Grænlandi og Vínlandi fyrir nálega þúsund árum.
Mávar, teistur, kríur, æðarfugl og klettajáfinn sjálfur, lund-
inn, birtust nú og fór sífjölgandi allt í kringum okkur. „Sko,
alltaf er fuglinn samur við sig,“ sagði Pat. Þetta eru vinir sjó-
mannsins, einmitt þær tegundir sem hafa viðurværi sitt úr sæ-
UMHVERFIS
ÍSLAND
Á SKÚTU
Bandarísku hjónin Pat og Wright Britton
langri skútu, sem nefndist Delight. Wright
Þetta er fjörlega rituð grein og fróðlegt að
og þjóð. En mestur fengur er þó að sjálfri
hrepptu hið versta veður aftur og aftur og
Wright Britton og kona hans, Pat, um borð í skútunni Delight, en á henni
sigldu þau umhverfis ísland. Hún er við stýrið, en hann hugar að fram-
seglinu.
djúpinu, en hætta sér þó sjaldnast langt frá landi. Við höfðum
séð máv nærri sjö stundum áður og vissum því að ekki myndi
langt til lands.
Við þekktum einnig hina reglulegu sjófugla, svo sem fýla og
ýmsar tegundir stormfugla, er eyða ævi sinni að langmestu leyti
á hafi úti, og koma rétt snöggvast á land til að verpa. Að beiðni
Bandaríska náttúrufræðisafnsins í New York, höfðum við reynt
að þekkja og telja alla fugla sem við höfðum mætt á leiðinni.
Það var bráðskemmtileg dægradvöl og stytti okkur marga langa
og leiðinlega stund við stýrið.
KOMAN TIL REYKJAVÍKUR
Við fórum eftir upplýsingum úr íslendingasögunum og stefnd-
um til Snæfellsness, enda þótt það sé 70 mílum fyrir norðan
Reykjavík, sem er stærsta borg íslands og höfuðstaður. Við viss-
um nefnilega, að út af Reykjanesskaga, sem er nálægt Reykja-
vik, liggja hin alræmdu Fuglasker, en þau eru klasi af eyjum,
dröngum og skerjum, er teygja sig 40 mílur suðvestur af nesinu.
Eftir að við höfðum lagt þennan forna fjánda sjómanna að
8 VIKAN 3- tbl