Vikan - 21.01.1971, Síða 9
j í kringum fsland sumarið 1968 á 40 feta
3Si grein um ferð sína í „National Geographic“.
3st viðhorfi þeirra hjóna gagnvart landi
asögunni, sem varð ærið viðburðarík. Þau
li stundum hætt komin.
Dclight á Seyðisfirði. Það var cltki alltaf svona slcttur sjór og blíðlegt um
að litast á siglingu skútunnar meðfram ströndum landsins.
baki, breyttum við um stefnu og sigldum beint inn Faxaflóa.
Klukkan 9 að kvöldi renndum við inn fyrir steingarðana er girða
Reykjavíkurhöfn og lituðumst um eftir leguplássi.
Þar varð fyrir okkur skipstjóri á dráttarbáti, og rak upp stór
augu er hann sá bandaríska fánann, en stakk síðan upp á að við
legðumst við hliðina á togaranum Ingólfi Arnarsyni, til þess að
við þyrftum ekki að líta eftir landfestum við hvert sjávarfall.
Mælti hann á enska tungu og tókum við ráðleggingu hans.
Nú var hljótt yfir skútunni okkar, í fyrsta sinni um langan
tíma — enginn stormhvinur í reiða, ekkert öldugjálfur við síð-
una.
„Nú skal ég að minnsta kost.i sofa í nótt!“ sagði ég. „Stingum
okkur inn.“
Þá buldi við brestur! Einhver stökk niður til okkar, ofan af
þilfari togarans, úr átta feta'hæð. Einkennisklæddur íslendingur
birtist í lúkugatinu.
„Tollurinn!" mælti hann og brosti út að eyrum.
„Klukkan er orðin tíu að kvöldi," varð mér að orði. „Sofið þið
aldrei, gott fólk?“
„Við sofum yfir allt skammdegið á veturna,“ svaraði hann. „Að
sumrinu er skellibjart allan sólarhringinn, og við lítum aldrei á
klukku.“
Því næst sýndi hann okkur eina tollskýrsluformið sem hann
var með en það átti við stór skip. Við urðum að svara spurning-
um eins og: „Eruð þið með nokkurt lík í lestinni?" og „Eru rott-
ur í skipinu?“ Að svo búnu fengum við siglingaleyfið.
Tollvörðurinn sagði okkur að togarinn sem við vorum bundin
við, bæri nafn fyrsta landnámsmanns er tók sér fasta búsetu á
eynni. Á þessu landi er hver einasti maður bóklærður, og rétt
eins og aðrir íslendingar kunni hann heilmikið úr sögu þjóðar
sinnar.
„Ingólfur Arnarson kom til íslands árið 874 og nokkru síðar
byggði hann sér bæ þar sem Reykjavík stendur nú,“ sagði hann.
,Þegar hann og þeir Norðmenn aðrir er fylgdu honum, komu til
Tslands, bar þá að raunverulega óbyggðu landi. Það er eins og
allir haldi að hér búi Eskímóar. Hér hefur aldrei verið einn ein-
asti þeirra. Segja má, að allir landsmenn, 202.000 að tölu, séu af-
komendur þessara fyrstu landnámsmanna."
Embættismaðurinn fór. Við lögðumst til svefns og stilltum enga
vekjaraklukku.
Klukkan 6 um morguninn vöknuðum við við dynki, svo undir
tók í skútunni. Svo varð allt hljótt. Ég leit upp um lúkugatið og.
hrökk við. Landfestin lá í hrúgu á þilfarinu, og við vorum á
reki. Stóreflis olíuskip var að leggjast við síðuna á Ingólfi Arnar-
syni, þar sem við höfðum verið. Einhverjum hafði orðið það á að
leysa okkur til að rýma fyrir komuskipinu.
Við þutum upp og Patt fleygði línunni upp á olíuskipið. Háseti
greip hana og dró að sér af öllu afli.
„Nei, nei!“ öskraði ég. „Við rekumst á ykkur!“
,»Já, já,“ sagði sá íslenzki og kepptist við að draga inn taugina
hinn glaðasti í bragði. En áreksturinn varð ekki flúinn og vænt
skarð brotnaði í rauðviðar borðstokkinn hjá okkur.
Áhöfn olíuskipsins fannst þetta ákaflega leitt og hjálpuðu þeir
okkur að binda skútuna á betra lægi. Fyrir hádegið kom ensku-
Skútan Delight siglir þöndum seglum. Hún ber þrjá fána, íslenzkan, ame-
rískan og fána siglingaklúbbs í Bandaríkjunum.
3. tbl.
VIKAN 9