Vikan - 21.01.1971, Side 12
Smásögur eftir Nóbelskáldkonur
HALLVARÐUR
HELGI
Eftir Sigrid Undset
Norska skáldkonan Sigrid
Undset fæddist árið 1882.
Sextán ára gömul gerðist
hún skrifstofustúlka í Osló
og vann þar í tíu ár. Hún
gaf út fyrstu bók sína ár-
ið 1907, skáldsöguna „Frú
Martha Qulie“, sem þýdd
hefur verið á íslenzku. —
Síðan kom hver bókin á
fætur annarri. Árið 1909
fékk Sigrid Undset styrk
og dvaldist í Rómaborg
um skeið. Árangur þeirrar
dvalar var skáldsagan
„Jenny“, sem talin er
einna merkust af æsku-
verkum skáldkonunnar.
Árið 1912 giftist Sigrid
Undset listmálaranum A.
L. Svarstad, en þau skildu
árið 1925. Sama ár snerist
hún til kaþólskrar trúar.
Merkustu verk Undset eru
sagnfræðilegar skáldsögur,
einkum sagnabálkurinn
um „Kristínu Lavrans-
dóttur“, en fyrir hann
hlaut hún Nóbelsverðlaun-
in árið 1928. — Þegar
Þjóðverjar hertóku Noreg,
varð Undset að flýja föð-
urland sitt. Hún fór til
Svíþjóðar, þaðan til Eng-
lands, en hélt síðan til
Ameríku og dvaldist þar
öll stríðsárin. Sigrid Und-
set lézt árið 1949.
Sagan segir að þrettán árum
eftir fall Ólafs helga hafi lík
af ungum manni fundizt í
Drafnarfirði. Það flaut á sjón-
um, og hafði þó kvarnarsteinn
verið bundinn við það til að
halda því niðri.
Ekki er víst að jarteikn
þetta að steinninn skyldi
fljóta, hafi verið það sem sveit-
ungum hins látna fannst furðu-
legast. Fyrirburðum og óskýr-
anlegum atvikum hafði fólkið
vanizt þegar á tímum heiðins
dóms. Hitt var nýlunda að
Hallvarður hinn ungi frá Húsa-
bæ hafði fórnað lífi sínu til að
verja þjófkennda kerlingu gegn
órétti.
í djúpum heiðinnar lífsskoð-
unar lá örlagatrúin. Víst voru
guðirnir vondir, þeir gátu veitt
tryggum áhangendum hylli
sína, og iðulega nutu ákafir
blótmenn hamingju, valda,
virðingar og auðs, ætt sinni til
upphefðar. En gömlu mennirn-
ir höfðu orðið þess vísari að
guðirnir gátu verið duttlunga-
fullir, þeir voru hverir öðrum
nndsnúnir, ellegar máttur
þeirra átti sínar takmarkanir.
Samhliða trúnni á guði og
vætti dafnaði einnig trú á for-
lösin, er jafnvel sjálfir guð-
irnir voru líka undirgefnir. Og
fovlög hvers manns voru hon-
”m fvrirfram ákveðin allt frá
fæðingu. Hugrekki hans og
máttur fékk því að engu
breytt. En í manninum var
siíkur efniviður. að hann lét
ekki forlögin buga sig. Ef
^ann st.ríddi gegn þeim, þrátt
fvrir reiði hinna máttugu guða,
hafði hann áunnið sér hið eina
sem lífið í rauninni gat fært
honum: sæmd og orðstir.
Það var þessi lífsskoðun sem
skóp og stælti höfðingjalund-
ina. Sá sem frá blautu barns-
beini hafði vanizt á að telia
sig standa ofar almenningi, og
hafði frá bernsku verið um-
kringdur þrælum og þjónustu-
fólki er lifði til þess eins að
þjóna lífi hans, hlaut að telja
líf sitt mikið dýrmæti. Hann
þekkti spennuna, unaðinn við
hvert áhættuspil, jafnvel þótt
hann tapaði spilinu.
En sá sem var fæddur til að
láta troða á sér, núa sér og
nudda innan um önnur smá-
menni við klúr hversdagsslit-
verk, hann gat ekkert fundið
í forlagatrúnni er stæla mætti
viljann og hefja hugann. Þeg-
ar það eru forlög manns að
fæðast til þess að vera ævin-
lega undir annarra vald gef-
inn, þegar ógæfan dynur á
honum líkt og frost á aumlega
akurrein eða veikindi á vesælt
naut og ættfólkið er öldungar
einir sem þrældómur ævinnar
h”fur þjakað, og unglingar er
sultur og seyra hefur dregið
döngun úr, — þá er erfitt að
finna huggun í þeirri trú, að
enginn megi sínum sköpum
renna.
Hallvarður helgi ólst upp í
bændaþjóðfélagi þar sem líf og
heiður hvers manns var verð-
lagt eftir því sem hann hafði
ætterni og metorð til. Það
ákvarðaði ..rétt“ hans, hverra
bóta frændlið hans gat kraf-
izt, ef hann var drepinn, og
hvers hann mátti sjálfur krefj-
ast ef einhver gerði honum
miska eða því sem hans var.
En meginþorri þjóðarinnar
voru smábændur, leieuliðar
hinna ríku óðalseigenda, vinnu-
þý, fiskimenn, verkafólk, auk
bræla og leysingja.
Ekki er þess getið í sögn-
inni um Hallvarð helga hver
hún var, þessi kona sem hann
hugðist hiálpa. En eigi getur
það hugsazt að hún hafi til
dæmis verið heiðarleg bónda-
kona. Konu sem átti frænd-
garð er fengi varið hana, var
ógætilegt að ásaka fyrir Ernnað
eins og þjófnað — og sakar-
áberarnir í sögninni um Hall-
varð virðast ekki einu sinni
hafa haft teljandi sannanir á
takteinum. Þjófnaður var í
augum þeirrar tiðar fólks svo
auðvirðilegur verknaður og
kvikinzkur, að sá maður var
ekki til er kenndi í brjósti um
þjóf. Frjálsborinni konu er
gerðist sek um stuld, var að
jafnaði eftir Gulaþingslögum
refsað með útlegð, — annars
gat slíkt undir vissum ástæð-
um varðað lífláti. En væri þýf-
ið minna virði en einum tug
landaura, mæltu lög svo fyrir
að raka skyldi höfuð syndar-
ans og smyrja það tjöru, því
næst varð hann að hlaupa veg-
arlengd er nam „níu örskot-
um“, en meðan á því stóð létu
viðstaddir dynja á honum
grjóthríð og moldar og
höfðu yfir álit sitt á vesa-
lingnum. Þá var hann laus
þeirra mála, en réttlaus í þjóð-
félaginu þaðan í frá.
Kæmi það hins vegar fyrir
að ambátt stæli, var við fyrsta
brot skorið af henni annað eyr-
að, við mið næsta skyldi sníða
burtu hitt eyrað en nefið við
hið þriðja. „Þá heitir hún stúfa
og hnúfa og getur stolið sem
hana lystir,“ er komizt að orði
í lögunum af gráglettni. Þann-
ig litu sveitungar Hallvarðs á
þiófnað og það hefur Hallvarð-
ur vafalaust einnig gert á
vissan hátt. Án efa hefur hann
líka talið mikinn mun á sér,
bóndasyninum á Húsabæ og
vinnufólkinu og leysingjason-
unum í kofunum niðri við
ströndina. Þeim voru ætluð
ólík starfssvið í heimi hér. í
veraldarvafstrinu veltast ýms-
ar myntir af ólíkum stærðum
og virði, allar gjaldgengar þó.
Eitt er þeim sameiginlegt, á
þær er slegin mynd kóngsins
12 VIBAN 3 tbl