Vikan


Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 16

Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 16
- Farðu með dóttur mína inn í runnana og sjáðu til þess að ekki komi frá henni nokkurt hljóð! Hún má ekki komast í klærnar á þessum djöfli, stundi ókunni maðurinn. Hófadynurinn nálgaðist, svo tíminn var naumur. Kit leit á litlu hjálparvana veruna og þrýsti henni að sér. Hann vissi ekki þá um þau áhrif, sem hún átti eftir að hafa á líf hans .... Fullur máninn sendi geisla sína yfir frosna jörðina. Allt var kyrrt og hreinmótað. Trén teygðu naktar greinar sínar mót himni og skuggarnir voru eins og víravirkismynstur á veginum, eða troðningunum sem lágu meðfram dalbotnin- um. Þetta umhverfi, kyrrðin og næturkuldinn, blandaðist sam- an við eftirvæntinguna í huga hins unga pilts, Kit Brandon, og hafði áhrif á hann eins og áfengar veigar. Honum hafði nýlega verið boðið nýtt starf. Það var dásamlegt að hugsa til þess að leggja frá sér fjaðra- pennann fyrir fullt og allt og segja skilið við hina dauflegu vist í dimmri og daunillri skrif- stofunni. Hann hafði gengið með jöfnum hraða, síðan hann fór frá Tavistock fyrir nokkr- um klukkustundum. Hann var með sterklegt gönguprik í hendinni, frekar sem vopn heldur en að hann þyrfti á stuðningi að halda. Herðaslá hans var úr þykku, grófu efni og hann bar það yf- ir vesti og buxum' úr sama efni. Þetta var frekar fátæk- legur klæðnaður, en þannig klæddust bæði ríkir og fátækir á því Herrans ári 1653, til að þóknast Cromwell og puritön- unum, en reisn piltsins og and- litsdrættir sýndu að hann var vel ættaður. Hann hefði sómt sér betur á stríðsfáki með sverð við hlið, heldur en gang- andi með gönguprik eitt að vopni. En Kit hafði aldrei haft tækifæri til að ferðast á svo furðulegan hátt, því að faðir hans, sem var tryggur kon- ungssinni hafði fórnað bæði lífi sínu og eignum fyrir mál- efni Stuartanna í borgarastyrj- öldinni. Hersveitir þingsins höfðu skilið eftir hið fagra heimili fjölskyldunnar, Fallowmead, sem rjúkandi rústir, strax fyrsta árið eftir fall föðurins við Worcester, og síðan hafði Kit og hin kornunga móðir hans lifað við mestu eymd. Ástandið hafði verið ömur- legt og Jane Brandon varð að fá sér einhverja vinnu, til að geta framfleytt sér og syni sín- um, svo hún tók stöðu sem herbergisþerna hjá konu eins þingmannsins og Kit gerðist hestasveinn hjá einum liðsfor- ingjanum. Drengurinn hafði ekkert á móti því að vinna erf- iðisvinnu, en reiðin sauð í hon- um vegna þeirrar auðmýking- ar, sem móðir hans varð að þola. En hún hafði, þótt ung væri, tamið sér sjálfstjórn og þolinmæði, eiginleika, sem áttu eftir að koma henni að góðu haldi síðar. Kit þurfti að fara með hús- bónda sínum til Tavistock, og þar var hann svo heppinn að fá vinnu á skrifstofu hjá kaup- manni, sem leyndi grútareðli sínu með ofstækisfullum puri- tanisma. Þetta var reyndar dauflegt líf fyrir hraustan pilt, sem kominn var af háttsettum hermönnum í marga ættliði, en það var þó betra að vera skrif- stofuþræll en hestasveinn og það varð líka til þess að hann gat búið móður sinni eigið heimili. Það var reyndar ekki háreist, lítið hús, langt frá al- faraleið, sem hafði staðið lengi autt, en það var þó heimili fyr- ir þau, og hún þurfti ekki að láta duttlunga annarrar konu stjórna sér. Fyrir Kit var þetta fyrsta skrefið að því takmarki sem hann hafði sett sér, þegar faðir hans dó, og það var að koma fjárhag fjölskyldunnar í lag og reisa við ættaróðalið. NÝ FRAM- HALDS- SAGA EFTIR SYLVIA THORPE 1. HLUTI l(i VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.