Vikan - 21.01.1971, Síða 17
En nú hafði hann tekið
næsta skref. Það var reyndar
löngu fyrr en hann hafði þor-
að að vona og það var gleði-
efni hans þetta kvöldið. Fyrir
viku síðan hafði maður að
nafni Josuah Barrow, ættingi
húsbónda hans frá Plymouth,
komið í heimsókn. Hann var
skipstjóri á skútu, var með
góðlegt, veðurbarið andlit,
glymjandi rödd, sem greinilega
heyrðist vel í gegnum storma
og sjógang og hressandi hlát-
ur.
Hann kom sem stormsveipur
inn í dauflegt hús frænda síns
óg Kit varð hrifinn af honum
á samri stundu. Barrow skiþ-
stjóri fékk líka áhuga á þess-
um dökkhærða, laglega pilti,
og það leið ekki á löngu þar
til að hann bauð Kit skipsrúm
hjá sér í næstu ferð, því að
„piltur með hans krafta og
greind, á ekki að þurfa að sitja
við skrifpúlt dag eftir dag og
skrifa tölur fyrir nízkan,
sálmasyngjandi mangara“.
Kit starði undrandi á mann-
inn, en freistandi sýnir fipuðu
hann. Hann sá fyrir sér blátt
hafið, hörkuspennu og ævin-
týri, en um fram allt að sleppa
af enskri grund, þar sem allt
sem honum hafði þótt vænt
um var sundurtroðið. Nýr
heimur opnaðist honum á ör-
skammri stund, en svo sagði
rödd skyldunnar til sín og
hann hristi höfuðið.
Ég — ég get ekki farið,
Barrow skipstjóri, stamaði
hann. - - Guð einn veit að mig
langar til þess, en móðir mín
er ekkja og er háð mér.
— Já, þú sagðir mér það,
drengur minn, og ég hef hugs-
að um þá hlið málsins. Ég á
hús í Plymouth, sem hefur
staðið autt síðan móðir mín
dó, og ég væri þakklátur ef
móðir þín vildi fara þangað og
annast eigur mínar, og þá eig-
um við líka báðir heimili að
hverfa til, þegar ferðinni er
lokið.
Kit varð furðu lostinn og
bar fram þakklæti sitt, en
Barrow skipstjóri tók fram í
fyrir honum. — Ég vil ekki
heyra neitt þakklæti, drengur
minn, — ég hefði ekki
stungið upp á þessu, nema
vegna þess að ég vissi að þú
gætir orðið mér til mikils
gagns, en það verður ekki leti-
líf, þú getur bókað að það
verða bæði hættur og erfið-
leikar, og þú mátt ekki reikna
með að ég veiti þér nokkur
sérréttindi, en til sjós muntu
finna það frelsi, sem skortir
hér heima.
Kit tók tilboði hans, að því
Framhald á næstu síðu.
3. tbi. VIKAN 17