Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 21
:>
l»essi maður virðist njóta lífsins í fögru umhverfi. En að baki býr harmleikur inn, hann getur aldrei farið burt.
Þetta fólk hefur verið sjúkt alla ævi. Þrjátiu ár, — fjöru-
tíu ár, kannske lengur. Einn maður situr þarna og syng-
ur; útlit hans er ógnvekjandi og maður verður fegin, þeg-
ar sagt er að hann sé líka blindur.
Þessi miskunnarlausi sjúkdómur er ekki banvænn. Þeg-
ar holdsveikt fólk deyr, er það venjulega af einhverjum
öðrum sjúkdómi: lungnabólgu, nýrnahólgu eða berklum.
Svo eru það hinir ungu. Þar er á gífurlegur munur.
Sumir líta mjög liraustlega út.
Á skiptistofunni hitti ég tólf ára gamla telpu. Hún er
með æxli á fæti, það er eins og ilin sé klofin. En hún hef-
ur von um bata, það befur verið ráðin bót á útbreiðslu
sjúkdómsins. Á bilaverkstæðinu hitti ég ungan og lagleg-
an mann. Hann liefur verið veikur í nítján ár, en bólgu-
Imúðarnir á andliti hans eru að hverfa, og svo er hann
líka orðinn smitfrir.
Ung kona kemur dansandi inn til læknisins. Hún er
liiminlifandi og segir honum að hún sé búin að fá starf
í Honolulu. Hún var útskrifuð fyrir tveim mánuðum eftir
14 ára sjúkrahúsvist.
Þrjú börn eru í skóla sjúkrahússins. Með liaustinu fá
þau að fara í barnaskóla með öðrum börnum.
Snúa aftur af frjálsum vilja.
Margir eru vongóðir. Margir verða fljótlega smitfriir.
En samt eru þeir holdsveikir. Miðaldra maður vinnur
])arna við sjúkrahúsið. Hann sneri aftur af frjálsum vilja.
Hann fann ekki öryggi í liinum stóra heimi, fannst trygg-
ara að vera á sama stað.
— Ég fékk ágætis vinnu við byggingar. En þegar það
fréttist að ég liefði verið holdsveikur, þá var mér strax
sagt upp. Svo ég held að það sé bezt hjá mér að vera kyrr
hér!
Flest af þessu fólki, sem hefur útskrifazt frá þessu
sjúkrahúsi, er sama sinnis, það hefur meira öryggi á
sjúkrahúsinu eða í nýlendunni.
Flestir halda að þeir verði fyrir sömu vandræðum og
þessi maður.
98,5% af mannkyninu er ómóttækilegt fyrir holdsveiki.
Framhald á bls. 43
3 tw. YIKÁN 21