Vikan - 21.01.1971, Page 22
.
Ómar Valdimarsson
heyra
i°r* m á
Björgvin segir þaS á misskilningi
byggt, að hann hugsi eingöngu um
hraða og tækni í gítarlcik sinum.
Hér er hann allavega í fullu fjöri.
Hann á það til að spila marga
klukkutíma i einu á sítarinn og
lætur þá ekki trufla sig á meðan.
I kosningum þeim sem Vikan
stóð fyrir sl. sumar, undir nafninu
„Óskahljómsveitin 1970", kom
berlega í Ijós að stóran þátt í vin-
sældum Náttúru átti — og á — gít-
arleikari hliómsveitarinnar, Björg-
vin Gíslason, en hann var kjörinn
gítarleikari í áðurnefnda óska-
hljómsveit. Til að segja alveg eins
og er, þá kom mér það mjög á
óvart ýmissa hluta vegna, en þó
ekki, því maðurinn er afburða-
snjall.
Hann leit inn á ritstjórn blaðsins
skömmu fyrir jól, og við ræddum
saman um nokkra stund. Fyrst
varð mér á að forvitnast eitthvað
um plötuna langþráðu sem alltaf
er verið að bíða eftir frá Náttúru,
en eins og menn muna þá voru
22 VIK'AN 3 tbl
þeir byrjaðir að taka upp tveggja
laga plötu í fyrrasumar, þá með
Jónasi R.
„Við hættum alveg við þá
plötu," sagði Björgvin, „vegna
þess að okkur gekk upptakan það
illa að þegar við loks ætluðum að
fara að klára var Jónas hættur og
tveir nýjir menn komnir í hljóm-
sveitina. Þegar ég segi að okkur
hafi gengið illa, þá á ég ekki við
að við sjálfir höfum þurft svona
mikinn tíma, heldur var alltaf eitt-
hvað vesen með þá sem stóðu í
upptökunni; það kom nokkrum
sinnum fyrir að við vorum komnir
niður í útvarp með allt okkar dót
þegar við fréttum að ekki væri
hægt að taka upp fyrr en næsta
kvöld. Allt þetta leiðindavesen
dró málið svo á langinn að við
hreinlega gáfumst upp."
plötu; hvenær við tökum hana upp,
hvar og fyrir hvern. Eins og stend-
ur erum við ekki samningsbundnir
við neinn."
„Nú hefur þú oft verið gagn-
rýndur fyrir a8 rySja frá þér svo
og svo mörgum nótum á mínútu
og láta þá liggja á milli hluta
hvernig þær nótur hljóma. Hvað
finnst þér sjálfum?"
„Mér finnst þetta allt á misskiln-
ingi byggt, og persónulega finnst
mér ég alls ekkert óskaplega
„hraður" gítarleikari. Eg spila eins
og andinn býður mér og reyni allt-
af að vanda mig, hvort sem mér
finnst einhver vera að hlusta á
mig eða ekki. Auðvitað segir það
sig sjálft, að ef maður veit að
enginn er að hlusta og veita því
athygli sem maðut er að gera, þá
leggur maður sig ekki eins fram.
Hallast æ meir
að indverskri tónlist
Spjallað við Björgvin Gíslason, gítarleikara NÁTTÚRU,
um „Tónaflóð“, sítarleik og sitthvað fleira.
„En svo voruð þið byrjaðir að
æfa fyrir LP-plötu í sumar. Eruð
þið enn að þv?"
„Nei, við erum hættir því líka.
Okkur fannst það efni sem _Við
vorum með ekki nærri nógu gott
svo við hættum og ætlum að bíða
aðeins. Jú, við eigum nú senni-
lega efni núna sem við erum
ánægðir með, en höfum bara al-
drei gefið okkur tíma til að byrja
á því. Diddi (Sigurður Rúnar Jóns-
son) hefur samið mest af þy[, en
ég þó eitthvað. Ég veit bara ekki
hvort mitt er nothæft, ví mér
finnst það allt of einfalt efni. Svo
sem ég það mikið á píanó, að það
er eiginlega ógjörningur að nota
það í hljómsveitinni.
Annars er allt óklárt með þessa
Þessi mynd af Björgvin i spariföt-
unum var tekin f hófi á veitinga-
húsi hér í bæ fyrir nokkru.
Annað er, að mér finnst þessi svo-
kölluð „melódísku sóló" ekki falla
inn í það efni sem við erum með,
nema í vissum tilfellum og því er
ég ekkert að einbeita mér að því
að vera lagrænn nema þegar mér
finnst það viðeigandi.
Svo er það óskaplega misjafnt
hvernig maður er upplagður, og
vitaskuld kemur það fram i þvi
sem maður er að spila. I Færeyjum
hlusta allir á mann og skemmta
sér og klappa á eftir hverju lagi,
og svoleiðis nokkuð getur haft gíf-
urleg áhrif á mann. Hér er ákaf-
lega lítið um það að fólk sýni
áhuga á því sem maður er að gera.
Jú, einu sinni í viku, á sunnudög-
um í Glaumbæ, eru haldnar sam-
komur þar sem fólk, hluti þess
allavega, kemur til að hlusta. Það
er allt Trúbrot að þakka, því það
eru þeir sem hafa harkað það í
gegn, og þessi vissa stemning sem
þeim hefur tekizt að skapa þar
helzt, þó þeir séu ekki að spila."
„Hér áður fyrr spilaðir þú mik-
Áskell Másson, fyrrverandi Combó-
meðlimur, æfir stöðugt með Björg-
vin, og leikur l>á á „tabla“-tromm-
ur, en þær eru allt að því nauðsyn-
legar í indverskri tónlist.
ið blues. Ertu alveg hættur því?"
„Mikið til. Þó tókum við blues
á æfingu um daginn og þá fékk
ég þessa gömlu góðu tilfinningu
aftur. Þá hafði ég ekki spilað blues
i hálft ár. Það skemmtilegasta við
blues-inn er að formið er svo
frjálst að maður getur spilað eins
og manni sýnist. Maður getur
sleppt sér lausum og látið dæluna
ganga eins lengi og maður hefur
þörf fyrir, en í þessu venjulega
efni sem við erum með er það
ekki svo gott. Þá er maður alltaf
bundinn við ákveðna „frasa".
„En sítarinn?"
„Nei, ég er alltaf að spila á
hann öðru hvoru, en þegar snill-
ingar eins og Ravi Shankar segjast