Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 24
VIKAN brá á leik í fyrsta tölublaði ársins
og hóf birtingu ævintýrafrásagnar, sem látin
er gerast hér á landi. Hér birtist
annar hluti frásagnarinnar og segir frá fyrsta
morgni hins nýja íslands.
Fyrsti morgunn hins nýja
Byltingar-íslands var í fáu frá-
brugðinn öðrum morgnum fyrr
og nú. Þulurinn í morgunút-
varpinu mætti eins og venju-
lega með óæðri tónlist og fimm-
aurabrandara; hins vegar var í
þetta sinn, eins og við var að
búast, sleppt að lesa úr forustu-
greinum dagblaðanna. Þess í
stað var lesið ávarp frá bylt-
borðinu daga sem nætur árið
um kring.
Þar vöktu fréttirnar að sunn-
an því talsverðan æsing, mikla
forvitni og jafnvel reiði. Sums
staðar bryddi fljótlega á sams
konar tröllatryggð við fyrri yf-
irvöld og Skaftfellingar sýndu
af sér á dögum Jörundar
Hundadagakonungs, en þeir
hlóðu vígi við Jökulsá á Sól-
vara kíktu þeir einnig niðrí
súpuspöndurnar.
Liðsmenn fangahjálparinnar
voru mörgu vanir úr heimsókn
sinni í Síðumúla, en nú tók yf-
ir allan þjófabálk. Það hefur
jafnan verið háttur íslenskra
lögreglumanna að líta hornauga
allan þann mannskap, sem hún
rekst á á yfirkeyrslum sínum
götur borgarinnar eftir að fer
að skyggja, svo fremi að þetta
fólk skeri sig á einhvern hátt
úr algengustu gerð borgara. í
samræmi við það var fanga-
söfnuðurinn í Síðumúla morg-
un hvern æði mislitur og mis-
jafn. Þar voru menn teknir fyr-
ir ölvun á almannafæri, aðrir
en búningarnir sem höfðu
breyzt.
Þarna voru meðal anneura
ráðherrar hinnar afsettu ríkis-
stjórnar, aurabankastjórinn og
nokkrir stéttarbræður hans, fá-
einir hagfræðingar og einstaka
aðrir þingmenn, ritstjórar og
aðrir framámenn. Voru menn
hafðir þrír og þrír saman í klefa
vegna þrengsla. Til að rýma enn
frekar til hafði flestum fanga
fyrrverandi lögreglu verið
sleppt, enda flestir settir inn
fyrir litlar sem engar sakir, og
höfðu margir þeirra með glöðu
geði gengið í byltingarlögregl-
una.
Það hafði stundum viljað
ingarstiórninni, í flestu sam-
hljóða ávarpi hins nýja forsæt-
isráðherra í sjónvarpinu kvöld-
ið áður.
Menn gengu til vinnu sinnar
að venju, flestir vegna þess, að
þeir sáu ekki fremur ástæðu til
neins annars. Málin voru rædd
í skrifstofum og verksmiðjum
af þeirri tómlátlegu uppgíafar-
gamansemi sem Reykvíkingar
temja sér, þegar þeir tala um
pólitík. íbúar höfuðborgarinnar
nutu þeirrar sérstöðu framyfir
landsbyggðina að hafa nokkur
kynni af landsstjórnarmálum,
enda voru þeir tímar löngu
liðnir, að nokkur Reykvíkingur
með meðalgreind tæki pólitík-
ina of alvarlega. Ósjálfrátt tóku
þeir byltingunni því sem nýrri
uppáhellingu á þá könnu.
Með landsbyggðinni gegndi
allt öðru máli. Þar var enn ekki
laust við, að tekið væri mark á
ráðherrum, þingmönnum og
öðrum fulltrúum stiórnmála-
flokkanna, jafnvel litið upp til
þeirra. Mest bar á þessu i af-
skekktustu sveitunum, þar sem
stiórnmálamenn sáust ekki
nema einu sinni eða tvisvar
milli kosninga. Þar eimdi enn
eftir af því spámannsorði. sem
þessi manntegund hafði á sér
fyrir stríð. Um bónda einn á
Vestfjörðum var þá sagt, að
hann hefði í húsi sínu sérstakt
herbergi handa þingmanninum
sínum að gista í. Inn í það fékk
enginn að koma nema þingmað-
urinn, og brann kerti á nátt-
heimasandi til fulltingis danskri
nýlendukúgun. Flestum létti
stórlega, þegar ljóst þótti, að
sovéski flotinn hefði engan þátt
átt í atburðunum í Reykjavík,
og ekki leið á löngu, áður en
skólastjórar, kaupfélagsformenn
og hagyrðingar fóru að ræða
um það sín á milli í aldamóta-
stíl, hvort ekki væri réttast að
bændurnir, kjarni þjóðarinnar
nú eins og allar götur frá land-
námstíð, marséruðu til höfuð-
staðarins eins og þegar sæsím-
anum var mótmælt og tækju í
sínar hendur stjórn landsins úr
höndum stráka þeirra og ó-
reiðumanna, sem lokað hefðu
lögleg yfirvöld inni í Síðumúla.
Snemma morguns kom fanga-
hjálpin á sendiferðabíl inn í
Síðumúla með súpuna, sem hún
um langt skeið hafði lagt í vana
sinn að bera í þá ólukkulegu
menn, sem ýmist af einhverjum
ástæðum eða engum höfðu lent
í klóm lögreglunnar undan-
gengna nótt. Nú kvöddu þessir
guðhræddu menn eins og veniu-
lega dyra á fangelsinu, nokkrir
í röð með rjúkandi, stinnheita
''rattsúnu í spöndum, sína í
hvorri hendi. í stað lögreglunn-
ar höfðu nú tekið við fanga-
vörslunni nokkrir unglingar úr
byltingarlögreglunni, klæddir á
þann hátt sem auglýst hafði
verið í siónvarpinu kvöldið fyr-
ir. Hleyptu þeir komumönnum
góðfúslega inn, þó ekki fyrr en
eftir að hafa leitað á þeim ó-
grunsamlega að vopnum eða út-
brotsáhöldum. Til vonar og
sem höfðu heyrst syngja utan
dyra og því verið úrskurðaðir
fullir, í samræmi við þau ó-
skráðu lög íslensk að menn
skuli úrskurðaðir annaðhvort
fullir eða brjálaðir svo fremi
að þeir sjáist á almannafæri
öðruvísi en með megnan fýlu-
svip. Einnig þekktist að menn
væru lokaðir inni til öryggis ef
þeir voru með skegg eða klædd-
ir með óvenjulegu móti, eða þá
ef þeir hétu undarlegum nöfn-
um úr rímum og fornaldarsög-
um; af þeim sökum var
Strandamönnum og Norður-ís-
firðingum alltaf nokkuð hætt
við gistingu í híbýlum lögregl-
unnar. Einnig þekktist að menn
væru teknir höndum ef þeir
hétu sömu nöfnum og ráðherr-
ar eða stórskáld og sögðu satt
til; þá voru þeir straffaðir fyrir
að vera að grínast að lögregl-
unni. Yfirleitt mátti ganga að
því vísu að í híbýlum lögregl-
unar fyrirfyndu sig flesta
morgna flest • hugsanleg sýnis-
horn úr þióðlífinu nema veniu-
legustu góðborgarar og af-
brotamenn. Þeir fyrrnefndu
voru aldrei teknir af því að þeir
stuðuðu ekki borgaralegt rétt-
læti og þeir síðarnefndu af því
að þeir eru að jafnaði óþekkj-
anlegir frá hinum fyrrnefndu.
En nú bar heldur nýrra við,
og einum súpuberanna varð á
að hvísla út á milli tannanna:
það skyldi þó ekki vera að lög-
reglan sé nú loksins orðinn
raunverulegur verndari laga og
réttar í landinu. að var þá fleira
brenna við að matreiðslusnilld
liðsmanna fangahjálparinnar
jafnaðist ekki á við mannkær-
leik þeirra, svo að alloft höfðu
fangarnir tekið viljann fyrir
verkið og stundum ekki einu
sinni það. En í þetta sinn fór á
aðra leið. Hinir nýstárlegu
fangar snæddu súpuna með
góðri lyst og báðu flestir um
aftur í skálina. Fangahjálpin
varð í skyndi að senda niður í
Múlakaffi og mötuneyti starfs-
manna Samvinnutrygginga í
Ármúla og fá viðbótarskemmt
lánaðan upp á sama seinna.
Annað var það, sem vakti at-
hygli starfsmanna Fangahjálp-
arinnar morgun þennan. Það
var hversu vel og karlmannlega
hinir nýju fangar báru sig. Þeir
voru hressir í bragði og afslapp-
aðir, líkt og létt væri af þeim
þungu fargi, köstuðu á milli sín
inside bröndurum og fengu
fangaverðina til að hlaupa fyrir
sig eftir sígarettum og blöðum
frá gærdeginum. Þeir kvöddu
súpumennina með virktum og
sögðust hlakka til að sjá þá aft-
ur næsta morgun.
Uppúr hádeginu var öllum
hömlum á fjarskiptasambandi
við Reykjavík aflétt, svo og
samgöngubanni. Hinsvegar
voru flokkar úr byltingarlög-
reglunni alls staðar á vakki: á
Geithálsi, við tollskýlið á
Keflavíkurveginum, og á öðrum
leiðum til borgarinnar. Þeir
stöðvuðu hvert farartæki, sem
þeim leizt tortryggilegt, og leit-
uðu í því. Liðsmenn lögregl-
24 VIKAN 3- tw.