Vikan - 21.01.1971, Síða 25
unnar voru af ýmsu tagi: úr
íslenzk-mongólska vináttufélag-
inu, æskulýðsfélegum sumra
stjórnmálaflokkanna, liðhlaup-
ar úr lögreglunni, úngskáld,
popplistamenn og atvinnuleys-
ingjar utan af landi. Þá kom
brátt í ljós að bróðurpartur
nemenda úr Hamrahlíðarskól-
anum var viðriðinn byltinguna,
og var að sjá að þeir að þeir
hefðu vandræðalítið fengið frí
til þátttöku í henni, svo og fé-
lagsmenn stúdentafélagsins
Komandi. Síðdegis bættist
mestur hluti blaðamannastétt-
arinnar, sem nú var að sjálf-
sögðu atvinnulaus, í lið lögregl-
unnar. Var sagt að yfirmaður
hennar, Brennisóleyjan, hefði
tekið að sér strákana, sem nú
höfðu misst sína helztu staðfestu
í lífinu, þrátt fyrir mótmæli
undirforingja sinna, sem þegar
þóttust hafa fullmiklu og bal-
stýrugu liði á að skipa.
Að sjálfsögðu var enginn
hörgull á kviksögum sem gengu
um borgina, meðal annars um
örlög forseta íslands. í fyrstu
kom upp sá kvittur, að hann
mundi byltingunni ekki með
öllu fráhverfur, en síðdegis á
þriðjudaginn tilkjmnti hin nýja
stjórn, að honum hefði verið
vikið frá völdum til bráða-
birgða. Þótti líklegt að forset-
inn, löghlýðinn maður og
drengur góður, hefði talið,
stjórnarskipti þessi ólögmæt og
því ekki viljað leggja nafn sitt
við þau, þótt allmjög hefði ver-
ið að honum lagt. Var haft fyr-
ir satt, að hann vseri í stofu-
fangelsi á Bessastöðum. • Hafði
byltingarmönnum ekki þótt ná
nokkurri átt að flytja hann í
Síðumúla, enda vinsældir hans
og virðing meðal landslýðsins
slík, að einsdæmi var um
framámenn þjóðfélagsins.
Á miðvikudagsmorgun, ann-
an dag byltingarinnar, tók hin
nýja stjórn að senda frá sér
bjargráð og fororðníngar. Hinn
nýji forsætisráðherra flutti
ávarp í hádegisútvarpið og
sagði, að þjóðin yrði að vera við
því búnu að axla þungar byrð-
ar til að tryggja hag sinn til
frambúðar, en nú yrði breyt-
ing á frá því sem áður var, er
sérréttindalýður eða bitlinga-
tíkur hefðu fengið að mata krók-
inn jafnframt versnandi kjörum
launastéttanna. Meinin í þjóð-
arlíkamanum eru mörg og ill-
kynjuð, sagði forsætisróðherra,
jíau hafa lengi fengið að grafa
um sig og því má sjúklingurinn
vita að engin hrossalækning
dugir. Okkur vantar ekki nýja
stjórn, heldur nýtt stjórnkerfi,
nýtt hagkerfi, nýtt þjóðfélag!
Og það gneistaði vígalega úr
augum forsætisráðherrans und-
an þungum, hveitigulum fell-
i ngabrúnunum.
Síðan komu fyrstu biargráð-
in. Innflutningur skyldi skorinn
niður um helming minnst, og
tekið fyrir allan innflulning á
öðrum iðnvarningi en þeim,
sem óhugsandi væri að lands-
menn gætu framleitt sjálfir.
Meðal annars yrði ekki framar
flutt inn svo mikið sem pjatla
af tilbúnum fatnaði. Þá yrði
einnig stöðvaður innflutningur
á vörum eins og húsgögnmn,
tertubotnum og matvælum öðr-
um en korni í lausu máli.
Olíufélögin yrðu sameinað í
eitt fyrirtæki og þjóðnýtt.
Innflutningur á bílum yrði
takmarkaður að því leyti, að
héðan af skyldi aðeins fluttur
inn tugur tegunda eða svo í stað
mörghundruð áður. Það hlyti að
draga stórum úr erfiðleikum og
kostnaði með útvegun vara-
hluta.
Gerðar yrðu án tafar ráðstaf-
anir til að stórauka fiskiðnað-
inn í landinu, þannig að aðal-
héðan af ekki flutt úr landi
framleiðsla landsmanna yrði
mestanpart sem óunnið hrá-
efni. Hingað til, sagði forsætis-
ráðherra, höfum við atvinnu-
lega verið á svipuðu stigi og
bananalýðveldi Mið-Ameríku,
aðeins flutt út hráefni og auk-
heldur ekki nema eina tegund
af því. Og hráefni er þannig
varið að verð þess á heims-
markaðnum er óstöðugt, hækk-
ar og lækkar gífurlega án nokk-
urs fyrirvara. Meðan efnahagur
okkar byggist á þannig útflutn-
ingi. er þýðingarlaust að láta
sér detta í hug að hann komist
nokkru sinni á fastan grund-
völl. Hin nýja stiórn vill því
koma upp í landinu iðnaði á
breiðum grundvelli, ekki ein-
ungis til innanlandsþarfa, held-
ur og til útflutnings.
Þegar í stað verður leyfð
bruggun og sala á áfengum bjór
í landinu, og verður sú starf-
semi lögð undir ríkið. Hinsveg-
ar verður innflutningur á
áfengi takmarkaður og umboð
þau, sem allavega braskarar
hafa haft á innflutningi vissra
brennivínstegunda, af þeim
tekin bótalaust.
Stjórn Endurreisnarbylting-
arinnar hefur ákveðið að láta
fara fram gagngerða eigna-
könnun, og leiði hún í ljós að
óhæfilega stór skerfur af teki-
um þjóðarhússins undanfarin
ár hafi ratað í vasa einstakra
aðila, gerir ríkið þann gróða
upptækan.
Skattalögreglunni verða
gefnar frjálsari hendur en áður,
sagði forsætisráðherra. Opinber
spilling hefur til þessa komið í
veg fyrir, að hún gæti sinnt
störfum sínum að nokkru gagni.
en nú verður hætt að kippa í
spottann, hver sem á í hlut.
Skattsvik, ef uppvís verða,
varða héreftir missi allra borg-
aralegra réttinda frá tiu árum
og upp í ævilangt, eftir eðli og
alvöru brotsins. Hylmingar með
skattsvikurum verða einnig
refsiverðar.
Ríki og kirkja verða aðskilin
án tafar. Benti forsætisráð-
herra á, að jafnvel í örgustu
fasistaríkjum Suður-Ameriku
væri löngu niður lagður sá ó-
lýðræðisleg/i siður, að eitt
ákveðið kirkjufélag nyti beirra
forréttinda að ríkið styrkt.i
það og styddi. Héðan í frá,
sagði ráðherra, ríkir á þessu
landi algert trúfrelsi í fyrsta
sinn frá því að Þorgeir Liós-
vetningagoði gerðist trúníðing-
ur og föðurlandssvikari fyrir
yfirfrakka og fimmeyring og
hímdi og mókti síðan smástund
undir gæruskinni til að blöffa
pöpulinn.
Fyrir utan beint lýðræðis-
gildi þessarar ráðstöfimar, sagði
ráðherra, kemur hún til með að
spara ríkinu morð fjár árlega.
Ég get einnig þegar tekið það
fram, þótt það heyri undir
menntamál en ekki efnahags-
mál, að í þessu sambandi verð-
ur allri trúarbragðakennslu í
skólum landsins gerbreytt, há-
skólinn þar með talinn. Verður
héðan í frá steinhætt þeim ein-
hliða áróðri fyrir lútherskri
kristni, sem þar hefur verið
rekinn til þessa, en þess í stað
tekin upp alhliða og hlutlaus
fræðsla um trúarbrögð almennt.
Undir endurbætur í skóla-
málum heyrir einnig, sagði ráð-
herra ennfremur, að lagadeild
háskólans verður lögð niður um
næstu tíu ár. Stétt lögfræðinga
er nú þegar, bæði vegna mann-
fjölda og umsvifa, orðin stór-
hættuleg heilsu þjóðarlíkamans,
þótt ekki kæmi annað til, svo
að öllum má vera fyrir beztu
að henni bætist ekki liðskostur
næstu árin.
Ráðherrann tilkynnti enn-
fremur að til að koma í veg
fyrir íbúðabrask yrðu allar
byggingaframkvæmdir í land-
inu héreftir lagðar undir ríkið
eða byggingasamvinnufélög.
W
3. tbi. VIKAN 25