Vikan


Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 30

Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 30
Spennandi framhaidssaga eftir Lenu Winter ÞRIÐJI HLUTI Ingvar mundi aldrei fá að vita neitt um fortíS hennar. Hann mundi aldrei fá minnsta grun um, aS hún hefSi nokkurn tíma veriS öSruvísi en hún var nú... Hún þreifaði ofan í veskið sitt. Peningarnir lágu þar. Það var ekki um neinn draum að ræða. Þetta var blákaldur veruleiki. Skyndilega fann hún til mátt- leysis í hnjánum. Hún gekk þvert yfir götuna og inn á veitingahús. Hún varð að fá sér eitthvað að borða. Og einnig veitti henni ekki af að átta sig betur á þessu öllu saman í ró og næði. Ávísunin hljóðaði upp á hvorki meira né minna en tvö þúsund krónur. Hún hafði farið beint í banka og látið skipta henni. Hún hafði fengið einn þúsundkróna- seðil, en afganginn í smáu. Hún stakk enn hendinni ofan í veskið til að þreifa á peningunum. Það var hið eina, sem hún gat gert til þess að fullvissa sig um, að þetta væri satt — að hún væri í raun oa veru orðin rík. Jú, hún var orðin rík, enda þótt hún þyrði varla að taka sér þetta orð í munn. Hún gat keypt sér pels, ef hún vildi, til dæmis eins og þann sem unga stúlkan, sem sat þarna við gluggann á veitinga- húsinu var í. Hún gat keypt sér hatt og skó, ekki ódýra en sterka cg grófa til þess að þeir entust sem lengst. Nú þurfti hún ekki lengur að hafa sparnaðarsjónar- miðið sífellt í huga. Hún gat keypt sér þau föt, sem hana langaði f. Og hún gat ferðast, ef til vill til útianda. Hún gat meira að segja keypt sér hús! Hún gat gert svo margt, að hún varð alveg rugluð við tilhugsun- ina. Allt tók að hringsnúast í höfð- inu á henni. Og mitt í öllum fram- tiðardraumum sínum, hugsaði hún: Ég vildi, að ég fyndi til þakklætis í garð hans. En það get ég alls ekki gert. Ef hann hefði gefið mömmu, þó ekki væri nema örlítið brot af þessum auðævum, þá væri hún ef til vill enn á lífi. Hann hlaut að hafa vitað, hversu bág kjör hún þurfti að búa við. Þá hefði ekkert aerzt. Þá væri hún enn, eins og hún var.. . Hún strengdi þess heit, að þurrka fortíðina út með öllu. Nú ætlaði hún að skipuleggja framtlð sína í staðinn. Það var mikil blessun, að Ingi- gerður skyldi ekki vera heima. Nú losnaði Mikaela við að útskýra þetta fyrir henni, losnaði meira að segja við að kveðja hana. Hún ætl- aði að borga húsaleiguna fyrir næsta ársfjórðung, greiða alla reikninga þeirra og fylla eldhúsið af mat, allt í þakklætisskyni fyrir það, sem Ingigerður hafði gert fyr- ir hana. Síðar gæti hún skrifað henni fáeinar línur, sagt henni frá arfinum og að hún mundi að öllum líkindum setjast að í Jönköping. Meira þurfti hún ekki að segja. Mikaela drakk heitt kaffi og það hressti hana sannarlega. Já, líklega yrði bezt að setjast að í Jönköp- ing. Ef móðurbróður hennar hafði verið jafn ríkur og allt benti til, þá mundi minningin um hann gera það að verkum, að hún yrði strax tekin í hóp fyrirfólksins á staðnum. í Jönköping vissi enginn neitt um hana og samt mundu allir vita hver hún væri, þegar hún kæmi þangað. En hún ætlaði ekki að fara strax þangað. Hún varð að fá sér ný föt fyrst. Ekki gat hún komið þangað eins og fátæklingur. Hún varð líka að safna kröftum fyrst, hressa sig og hvíla rækilega, áður en hún byrjaði hið nýja líf sitt. Hún ætti kannski að fara og dveljast á hóteli um tíma. Hún tók sér bíl heim f litlu íbúð- ina. Þegar hún hafði opnað dyrn- ar, staðnæmdist hún á þröskuldin- um. Hún virti fyrir sér þetta fá- brotna og óhrjálega herbergi, sem hafði verið heimili hennar, stðan móðir hennar lézt. Þær höfðu gert sitt bezta til að reyna að gera það vistlegt, hún og Ingigerður, og miðað við efnahag og aðstæður hafði þeim heppnast það furðan- lega. En nú sá hún herbergið [ nýju Ijósi; sá í einni sjónhendingu hvað það var fátæklegt og ömur- legt. Það var Ingigerður, sem hafði sett púða og gluggatjöld í skærum litum og reynt að lífga upp á dimm hornin með gerviblómum. En þetta var viðurstyggilegt allt saman. Það yrði sveimér dýrðlegt að sleppa frá þessu öllu saman, þurfa ekki lengur að umbera Ingigerði og hina vafasömu lifnaðarhætti henn- ar. f sömu andrá blygðaðist Mika- ela sín. Ingigerður hafði hjálpað henni og hún hafði viljað vera vinkona hennar. Hvað hefði orðið um hana, ef hún hefði ekki komið til sögunnar? En samt — samt! Hún tók að tína saman eigur sínar í miklum flýti. Þetta var svosem ekki mikið: fáeinir smáhlutir, sem móðir hennar hafði átt; undirföt, sem urðu að duga, þar til hún gæti keypt sér ný; eitt par af skóm. Og svo kom hún auga á svarta kjól- inn, sem Ingigerður hafði fengið hana til að kauoa. Hún hafði klæðzt honum kvöldið, sem Sixten Ström- berg dó við fætur henni. Hún tók kiólinn upp og virti hann fyrir sér. í sama bili hljómaði fyrir eyrum hennar hás rödd hans: — Þú ert eins og norn — dá- samleg norn — þú með þitt silfur- lita hár og þín grænu augu. — Þú tryllir mig — þú . . . Þetta höfðu verið síðustu orð hans. Síðan hafði hann gripið f handlegg hennar, og þvfnæst fall- ið á gólfið. Það fór hrollur um Mikaelu. Og allt í einu tók hún að rífa f sundur ódýrt, svart efni kjólsins. Hún hætti ekki fyrr en kjóllinn var kominn f tætlur. Alger þáttaskil mundu verða í lífi hennar. Hún vildi ekki eiga neitt, sem minnti hana á liðna hörmungartíð. Daginn eftir fór hún til Tranðs. Þar ætlaði hún að hvíla sig f ró og næði, áður en hið nýja líf, sem beið hennar, hæfist. En hún hafði ekki hugmynd um, að hið nýja Iff hennar mundi hefjast strax, þegar forstöðukona gistihússins sagði hlæjandi við hana: — Ungfrú Linder. Má ég kynna yður fyrir herra Rickardson, arki- tekt. Hann teiknar nýja húsið, sem við erum að byggja hérna og . . . Mikaela heyrði ekki meira. Hún leit upp og við henni blasti við- felldið andlit með blágrá, rólyndis- leg augu, hvassa höku og breitt enni. Á samri stundu vissi hún, að hún hafði hitt manninn, sem hún mundi elska alla ævi. Hið stóra einbýlishús Rickard- sons-fjölskyldunnar stóð í útjaðri Jönköping, og umhverfis það var stór og mikill trjágarður. Það voru ekki sérlega margar fjölskyldur, sem bjuggu á þessu svæði, og auðvelt var að sjá, að þeir sem þarna bjuggu, höfðu ráð á að halda sfnum stóru görðum vel hirtum og fallegum. Hús Rickard- sons-fjölskyldunnar var með þeim stærstu og það var stolt og gleði frúarinnar, Ellen Rickardson. Áhugi hennar og umhyggja fyrir.húsinu var alltaf jafn mikill. Hún krafðist þess af sjálfri sér og öðrum, að allt, sem húsið varðaði, væri sem fullkomnast: Veggirnir utandyra voru skjannahvítir og grindverkið stöðugt nýmálað. Innandyra voru öll gó!f gljábónuð eins og speglar og allt í röð og reglu, jafnt stórt sem smátt. Dýr teppin voru silki- mjúk og þung tjöld úr flaueli fyrir gluggum. Ellen hafði enaan sérstakan eig- in smekk, en hún viðurkenndi ekkert nema það bezta og dýrasta. Húsið var orðið eins konar dem- antskríni handa henni. Herbergin gátu ekki kallast yfirhlaðin af mun- um, en þau voru svosem ekki tóm- leg heldur! Hún hafði sama smekk og skoðanir og nágrannar hennar, það er að seqia þeir, sem hún leit upp ti! og tók sér til fyrirmyndar. Þar sem hún sat í stofu sinni þenn- an faora eftirmiðdag f júnf, leit hún f kringum sig með velþóknun og ánægju. Allt var nákvæmleqa eins og hún vildi hafa það. Hún sat í silkifóðruðum sófa og strauk hendi yfir silkipúða, sem !á við hlið henni. Stórir gluggarnir sneru út að nýsleginni, sléttri qrasflöt. Samt fann hún til ofurlítillar gremju, en hún átti ekkert skylt við húsið. Hún hafði ekki búizt við að þurfa að taka á móti neinum gesti í dag, en hún vildi heldur 30 VIKAN 3- ö>i-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.