Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 36
HALLAST Æ MEIRA ..
Framhalda af bls. 23.
sagt kraflað mig fram úr þeim á
löngum tíma."
„En er ekki mikill munur á ind-
verskum nótum og „íslenzkum"?"
„Jú, töluverður. Þá eru til dæm-
is engin tónbönd notuð og í stáð-
inn fyrir þetta klassíska do re mí,
heitir „kalinn" sa, ri, ga, ma, pha
dha, ni og sa. I stað tónbandanna
eru svo ýmiskonar merki, strik,
kommur og punktar, en í raun-
inni er þetta mikið einfaldara en
það virðist vera.
En maður verður aldeilis að vera
við ef maður ætlar að ná ein-
hverjum árangri á sítarinn. Ravi
Shankar æfir til dæmis ekki minna
en 6—7 tíma á dag, og guruinn
hans, eða kennarinn, æfði aldrei
minna en 18 tíma á dag, og gerði
náttúrlega ekkert annað, enda má
segja að hann hafi verið orðinn
klikkaður á endanum. Ég get sagt
þér ágæta sögu af honum, það er
að segja kennaranum, sem er gott
dæmi um sjálfsvilja hans:
Þegar maður spilar á sítar situr
maður á gólfinu, og þessi guru,
sem var með geysilega sítf hár,
var vanur að binda það í loftið.
Svo þegar hann var búinn að
spila í marga klukkutíma samfleytt,
fór líkaminn náttúrlega að spyrna
á móti og höfuðið leitaðí niður á
við. En þá strekktist á hárinu og
hann vaknaði hressilega — til að
halda áfram. Það má sjálfsagt
segja að þetta sé að ganga of
langt, en það er hans hausverkur,
ekki minn."
„En hvernig stendur á því að
þið notiS ekki sítarinn í ykkar efn-
isskrá?"
„Fyrir því eru nokkrar ástæður.
Þessi sítar sem ég á er ekki mjög
góður; ég hef verið að leita mér
að strengjum í hann í nærri því
heilt ár, bæði í Kaupmannahöfn
og London en ekki gengið, það
er erfitt og hættulegt að flytja
hann mikið á milli staða þvf þetta
er viðkvæmt hljóðfæri og svo er
mjög erfitt að magna hann upp,
þar sem rafmagnssítarar eru ekki
til enn. En ég er að hugsa um að
fá mér nýjan og þá er aldrei að
vita hvað skeður."
„Vendum þá okkar kvaaSi í
kross: Hvernig varS ykkur viS er
Pétur (Kristjánsson, söngvari Nátt-
úru) fór til London og söng þar
inn á plötu án ykkar?"
Björgvin dró aðeins við sig að
svara: „Tja, sennilega urðu okkar
viðbrögð mjög svipuð og hans
hefðu orðið hefðum við farið til
London og spilað þar inn á plötu
án hans.
Annars er ég mjög ánægður
með hljómsveitina eins og er, og
ég held að við höfum verið sér-
staklega heppnir að fá Sigurð
Rúnar með okkur. Síðan hann kom
höfum við meira að segja æft,
með mikilli fyrirhöfn, nokkur
klassísk verk, sem við flytjum svo
hér og þar á dansleikjum.
Og það er alrangt að ég sé að
hætta eins og sögusagnir segja.
Auðvitað eru margir hljógfæra-
leikarar hér sem ég hefði áhuga
á að spila með, en á meðan okkur
gengur svona vel sé ég enga
ástæðu til þess. En mér finnst virki-
lega gaman að því hve afstaða
hljómsveitanna og meðlima þeirra
gagnvart keppinautunum, hefur
breytzt. Aður var þetta þannig að
keppinautar heilsuðust varla á göt-
um úti, en nú gerist það æ algeng-
ara að skæðustu keppinautarnir
eru hvað beztir vinir. Ég er stór-
hress yfir því. óvald.
GULLNI PARDUSINN
Framhald af bls. 19.
með löngum augnhárum og
svo einkennilegum lit, sem
hvorki var blár eða grænn.
— Var það rétt af mér að
taka hana með mér, mamma?
— Já, sagði frú Brandon
ákveðin. — Þú hefðir aldrei
getað skilið hana eftir hjá
manninum, sem drap föður
hennar!
Kit dró stólinn að borðinu
og tók til matar síns, því að
hann var glorhungraður. Móð-
ir hans beið róleg, meðan hann
borðaði, svo sagði hún hæglát-
lega:
— En þú ert ekki búinn að
segja mér hvers vegna þú
varst á ferðinni, Kit. — Er
eitthvað að, ertu ósáttur við
húsbónda þinn?
— Ja, þvílíkur asni get ég
verið! Kit barði í borðið, ýtti
diskinum frá sér og hallaði sér
fram á borðið. — Sg var al-
veg búinn að gleyma sjálfum
mér við þetta. Nei, mamma,
ég hef góðar fréttir að færa,
ekki slæmar.
Með ljómandi augum sagði
hann henni frá Barrow skip-
stjóra og tilboði hans. — Það
er mér óbærileg kvöl að vera
hér í Englandi og neyðast til
að láta sem mér líki vel við
þessar skepnur, sem drápu
föður minn og konunginn.
Barrow skipstjóri segir að á
sjónum sé frelsi og miklir
möguleikar til að skapa sér
framtíð, það getur verið að við
verðum einhvern tíma rík aft-
ur.
Jane hrukkaði ennið. — Eg
vil ekki að líf þitt mótist af
fégræðgi, Kit, sagði hún ró-
lega.
— Er það fégræðgi að óska
þess að endurheimta það sem
þú ert borinn til og barnfædd-
ur? Einhvern tíma skal ég
endurbyggja Fallowmead, sem
þessir asnar eyðilögðu, og
þangað til verður hús Barrows
skipstjóra að vera þér nóg. Ó,
mamma, við tökum þessu til-
boði! Það veitir þér öryggi,
mér frelsi — og, hann leit á
barnið í faðmi hennar, -—-
henni hæli.
— Henni? Hvað áttu við?
- Ég á við að við getum
varið hana fyrir þessum morð-
ingjahundi, frænda hennar.
Það þekkir okkur enginn í
Plymouth. Ef þú segist sjálf
eiga barnið, þá efast enginn
um það. Við getum jafnvel lát-
ið hana sjálfa halda það!
— Og Barrow skipstjóri?
sagði Jane spyrjandi, — eig-
um við líka að láta hann halda
það?
— Það, — það gæti eflaust
gengið, hann þekkir ekkert til
okkar, en mér finnst hann hafa
verið svo ótortrygginn í okkar
garð, að ég held við verðum að
trúa honum fyrir leyndarmál-
inu. ^g er viss um að það er
hægt að treysta honum.
Jane kinkaði kolli, henni
létti sýnilega.
•*— Jæja, þá segjum við það.
En nú er bezt fyrir okkur að
komast í háttinn.
Hún fór að sinna barninu
fyrir nóttina ,en allt í einu rak
hún upp undrunarhljóð. — Nei,
hvað er þetta? Sjáðu, Kit,
þetta var fest innan á kjólinn
hennar!
Hún rétti honum brjóstnál
og hann fór með hana að ljós-
inu til að athuga hana nánar.
Þetta var mikil gersemi, svart-
ur, ávalur onyx, með gullum-
gjörð og mynstri yfir steininn.
Myndin var af dýri á stökki
með eldtungur út úr gininu.
— Ég hef aldrei séð neitt
þessu líkt áður, sagði hann og
hélt nælunni upp að ljósinu,
svo móðir hans gæti líka séð
hana. -—- Hvaða skepna er
þetta, mamma? Er það ljón?
— Ég held það sé pardus-
dýr, sagði hún. — Mig minnir
að ég hafi séð þessa mynd í
bók um skjaldarmerki, einu
sinni, þegar ég var lítil stúlka.
— Gullpardus! sagði Kit
hægt. — Það gæti komið okk-
ur á sporið um ætt hennar.
Barnið hafði vaknað meðan
þau voru að virða næluna fyr-
ir sér, teygði hendurnar í átt-
ina til nælunnar, eins og hún
vissi að hún ætti þennan grip.
— Nei, Damaris mín, sagði
hann. — Það getur verið bezt
fyrir þig að komast aldrei að
leyndarmáli þessarar skepnu.
Hann losaði varlega smágerða
fingur barnsins af nælunni og
rétti móður sinni hana. —
Varðveittu hana vel, og pass-
aðu að enginn sjái hana. Þetta
er hennar eini arfur og við
verðum að passa hann vel, en
eftir það sem skeði í kvöld, þá
held ég að það væri ekki skyn-
samlegt að vera að grafast fyr-
ir um uppruna hennar. Það
gæti orðið til þess að við kæm-
umst að einhverju óþægilegu.
Jane Brandon andvarpaði. —
Já, vesalingurinn litli, líf
hennar hefur ekki verið upp á
marga fiskana. Guð gefi að
okkur lánist að hjálpa henni.
Kit svaraði ekki. Þegar næl-
an var tekin af telpunni, greip
hún í hönd Kits og horfði á
hann með yndislegu brosi og
þar með hafði Damaris náð
taki á hjarta hans, taki sem
entist alla ævi. . . .
HIJÓMPLÖTUGAGNRÝNI
Framhald af bls. 23
Það þarf í rauninni ekki ?.ð sepja frá því, en gífurlegt magn af hljóm-
plötum kom á markaðinn fyrir jól. En margar þeirra komu seint, já svo
seint að hæpið er að fólk hafi nennt að bíða eftir beim allan bennan tíma.
Nú veit ég sjálfur að allar þessar plötur hefðu getað verið komnar á mark-
aðinn töluvert áður en úr varð, en staðreyndin er sú að f nokkrum tilfell-
um stóð á umslögum, og er ekki hægt að kenna öðrum en hljómplötuút-
gefendunum sjálfum um það. Sjálfsagt hafa þeir sínar afsakanir, góðar og
gildar, en það er lágmarkskurteisi við almenning að hann fái að kynna sér
það sem er á boðstólum áður en keypt er í blindni. Þá er ekki nóg að vera
með góð „nöfn“.
Og í lokin langar mig til ag geta þess, að það voru mistök sem réðu því
að „vitlaus“ plata kom á markaðinn með Pétri Kristjánssyni, og var það
að kenna Dönskum. í sjálfu sér skiptir ekki máli hvor platan kom á undan,
og ef fólk vill fá skoðun mína á þessari plötu sem kom, í stað þeirrar sem
kom ekki (og skrifað var um í 52. tbl. 1970), þá hef ég það sama að segja
um báðar plöturnar. Ástæðan fyrir því að ég skrifaði um vitlausa plötu var
sú að ég heyrði prufueintakið.
Greint verður svo frá „Hljómplötu ársins 1970“ í þættinum þ. 28. jan. nk.
★
36 VIKAN 3- tbi.