Vikan - 21.01.1971, Side 43
vera að lífið á Mars sé svo frá-
brugðið þv! jarðneska að við ekki
getum sannað tilveru þess með
þeim tækjum, sem við sendum
þangað.
Trúin á líf á Mars hefur dvínað
því meir sem vitneskja Jarðarbúa
um plánetu þessa hefur aukist.
Loftið er þynnra og fátækara af
súrefni en áður var haldið, vatn
er þar minna en álitið var og yf-
irborðið er sett gígum. Minnir sem
sagt ískyggilega mikið á yfirborð
manans.
Ekki er Venus líflegri þótt und-
arlegt kunni að þykja. Ástandið
þar er eitthvað álíka og í hraðsuðu-
potti — með þeirri undantekningu
að á Venusi er ekkert vatn. Jafn-
vel ekki þær jarðbakteríur sem
harðastar eru af sér gætu lifað þar
stundinni lengur.
Þá er það Júpíter
— Ég veðja á Júpíter, segir dr.
Cyril Ponnamperuma við Ames Re-
search Center. — Ég hygg að meiri
möguleikar séu á að finna lifverur
þar, eða að minnsta kosti efni í
lífverur, en nokkursstaðar annars-
staðar I sólkerfinu utan Jarðar-
innar.
— Það er einfaldlega vecina
þess að aðstæðurnar á Júpíter ættu
ekki að vera mjög ólíkar þeim
sem fyrir hendi voru á Jörðinni
fyrir súrefniskatastrófuna, segir dr.
Ponnamperuma. — Þar er metan
og ammoníak, og auk þess vatns-
efni sem ekki var á Jörðinni. Júpí-
ter ætti því til dæmis að geta fram-
leitt eggjahvítuefni. Það er vel
sennilegt að hinn frægi rauði flekk-
ur í gufuhvolfi Júpíters se lifefni,
jafnvel lífverur.
En auðvitað nær leitin að ójarð-
nesku lífi víðar en til næstu plán-
eta. í vetrarbrautinni okkar einni
eru hundrað milljarðar stjarna —
öðru nafni sólna. Sólin okkar með
sínum plánetum er í einum af-
leggjara vetrarbrautarinnar, og er
um það bil helmingi lengra frá
okkur inn að miðdepli vetrarbraut-
arinnar en til útiaðars hennar.
Reikna má með að önnur hver sól
hafi plánetur, og í okkar sólkerfi
er að minnsta kosti líf á einni
plánetu af níu og kannski á tveim-
ur í viðbót, það er að segja á
Júpíter og Mars. Ef svipað gildir
um önnur sólkerfi, ætti að mega
gera ráð fyrir seytján milljörðum
lifandi heima í vetrarbrautinni.
Sumir vilia ekki fara svo hátt og
segja að líf sé varla á nema_svo
sem einum milliarði pláneta í
vetrarbrautinni okkar, en það er
samt allnokkuð. Oq svo er vetrar-
brautin okkar langt í frá ein í al-
heiminum — þær eru þar í mill-
jarðatali, hve margar veit enginn,
því að enginn veit hve víður al-
heimurinn er, eða hvort hann yfir-
höfuð á sér nokkur takmörk.
Meðal þess sem NASA hefur .
með höndum er að koma á fjar-
skiptasambandi við hugsanlegar
lífverur úti i geimnum, og er þá
auðvitað gert ráð fyrir að hlutað-
eigandi verur séu komnar á að
minnsta kosti eins hátt menningar-
stig og Jarðverjar. En ekki hefur
neitt áunnist á þeim vettvangi
ennþá. NASA-menn eru engu að
síður furðu vongóðir og segjast
iafnvel ekki vonlausir um að ná
fjarskiptasambandi við verur í allt
að hundrað Ijósára fjarlægð!
KLÆÐATÍZKAN
VETURINN 1970-71
Framhald af bls. 26.
Það vakti einnig athygli okk-
ar á tízkusýningu Módelsam-
takanna hversu mörg fyrir-
tæki íslenzk sýndu framleiðslu
sína, eða alls 8 af 18, og gaf sá
fatnaður ekkert eftir þeim frá
París og London.
Við völdum nokkrar myndir
til birtingar hér, og viljum við
taka fram að það er gert meira
af handahófi en kostgæfni; þó
reyndum við að taka helzt
þann fatnað sem okkur þótti
persónulega forvitnilegastur,
fjölbreyttastur og frumlegast-
ur.
ÞEGAR LITLI BRÖÐIR
KOM ...
Framhald af bls. 23.
anburð að eiginmaðurinn kæmi
heim með nýja konu og til-
kynnti að hún ætti áð búa þar
og njóta sömu hlunninda, hún
heyri til fjölskyldunni og að
allir eigi að vera ánægðir yfir
því. Og svo kyssir hann kann-
ske þessa nýju konu að eigin-
konunni ásjáandi.
Hvaða konu fyndist það eðli-
legt.
Lítið barn getur líka haft
sterkar tilfinningar, það verð-
um við að reyna að skilja.
En það sem er mikilvægast
í þessu tilfelli, er að barnið,
sem fyrir er, finni ekki á nokk-
urn hátt að því sé ýtt til hlið-
ar.
Þegar litla barnið sefur, er
það nauðsynlegt að nota þann
tíma vel, láta húsþrif og ann-
að sitja á hakanum. Það er
mjög nauðsynlegt að eldra
barnið fái sömu umönnun, ekki
eingöngu i gjörðum, heldur
líka í orðum. Að maður tali
um hve vænt manni þyki um
eldra barnið. — Þú komst fyrst,
svo auðvitað þykir mér vænzt
um þig, og svo framvegis.
Það hafði mest áhrif á Lenu
að hún var flutt í annað her-
bergi, þótt það virðist næsta
eðlilegt. Lenu fannst hún út-
rekin úr herbergi foreldranna
og þetta litla barn hafði feng-
ið hennar eigið pláss. Það
hefði verið skynsamlegra að
lofa Lenu að vera kyrr um
hríð í herbergi foreldranna,
jafnvel setja litla barnið í
barnaherbergið. Þá hefði Lena
ekki tekið það svo nærri sér
að verða flutt þangað síðar.
Það hefði líka mátt reyna að
hafa barnið í herbergi Lenu,
"n þá var sú hættan á að það
truflaði Lenu, ef litla barnið
hefði verið órólegt.
Möguleikarnir á að yfirvinna
bessa afbrýðisemi eru marg-
ir ef reynt er að mæta þeirft
m°ð skilningi og sýna eldra
barninu jafnvel meiri um-
hyggju.
Það er, til dæmis, hægt að
passa sig á því að sýna mikla
gleði yfir nýja barninu í við-
urvist hins. Litla barnið þarf
auðvitað umhyggju, ekki síð-
ur, en það er hægt að reyna að
fnrðast árekstra, stærra barn-
ið er líka óviti.
Bezt er auðvitað að sjá til
b°ss að eldra barnið hafi nóg
að gera.
En um fram allt er það nauð-
svnlept að láta eldra barnið
tska svo mikinn þátt í pössun
bess litla sem mögulegt er. Þá
finnur Lnna að hún er með í
bessu og iafnvel fær hún
ábvrgðartilfinningu, sem losar
'“ana við sársauka afbrýðisem-
innar.
Þegar litli bróðir Lenu
s+ækkar. verður ensinn sem
ver h»nn betur en stóra svstir,
ef einhver annar, t. d. börn,
ráðast á hann.
☆
HAWAII ER EKKI
EINGÖN6U PARADÍS
Framhald af bls. 21.
Hún er ekki arfgeng. Méð-
göngutíminn er fimm til
sex ár. Um 10% af börn-
um, sem eiga holdsveika
foreldra fá veikina, þá er
nm smit að ræða.
Fólkið i nýlendnnni hef-
ur byggt upp sinn eigin
heim.
Gömul kona, sem fju-ir
löngu er orðin heilbrigð,
vill ekki fara þaðan, þótt
dyrnar liafi staðið opnar í
fleiri mánuði. Hana skortir
kjark.
— Ég vil ekki fara héð-
an, ég myndi aldrei hafa
kjark til að taka i hendurn-
ar á fólki, sem ekki hefur
fengið þessa hræðilegu
veiki!
Þessi kona kom til nýlend-
unnar sem barn, svo það er
að mörgu leyti skiljanlegt að
hún treysti sér ekki til að
taka upp lífsþráðinn ann-
ars staðar.
Hún fær líka að vera
þarna. Yfirvöldin hafa lof-
að því að Kalaupapa skuli
vera griðastaður fyrir það
fólk, sem ekki þorir að fara
þaðan.
Þar eru engin börn.
Minerva Siu litur ekki
verr út en ]iað að hún vill
láta taka af scr mynd, en
það er sjaldgæft. Hún má
fara hvert sem hún vill, en
hún vill ekki fara.
— Ég gæti ekki hugsað
mér að láta stara á mig,
segir hún. Þess vegna hef-
ur liún komið sér upp sér-
stökum atvinnurekstri. Hún
elcur ferðamönnum um
evna, en þessir ferðamenn
þurfa að hafa sérstök skil-
ríki til að fá að slcoða sig
um.
Þetta er mjög vel rekið
bæjarfélag. Það er ekkert
líkt þeim stað, þar sem
þetta fólk var sett á land
fyrir löngu síðan, sagt að
sjá sér sjálfu fyrir fæði og
uppihaldi, það átti að rækta
sér til viðurværis. Þarna eru
ljómandi lagleg hús í vel
hirtum skrúðgörðum og
pálmarnir eru þar með-
fram öllum götum. Sjúkl-
ingarnir liafa skemmti-
ldúhb, bensinstöð, verzlan-
ir og jafnvel bar.
En bak við þetta snotra
umhverfi býr harmleikur-
inn. (Bílarnir hafa ekki
númer, þess þarf ekki, þvi
að þeir geta ekkert farið.
Sá sem situr i fangelsi, sit-
3. tbi. VIKAN 43