Vikan - 21.01.1971, Page 47
sýnir ungan sveitapilt, ljósan
yfirlitum.
Svo er sagt í broti af Hall-
varðarsögu á norsku, að leitað
hafi verið að líki Hallvarðar
á firðinum með vígsluvatns-
greinum (stökklum). Sögðu
menn, að þessir stökkulkvistir
hefðu blómstrað lengi á eftir.
Á Hallvarðsmessu í maí stend-
ur vígsluviðurinn í fullum
blóma meðfram hverju lækj-
ardragi og uppsprettulind í
Austur-Noregi. Hann minnir á
ljóshærða drenginn sem hag-
aði sér eftir orðum Drottins og
var sökkt í sæ með myllustein
um háls, vegna þess að hann
gerðist málsvari smælingja
gegn órétti. Jóh. Bj. þýddi.
GLEYMDU EF ÞO
GETUR
Framhald af bls. 31.
Ellen Rickardson gerði allt sem
hún gattil að reyna að leyna óþol-
inmæði sinni. Hún átti margt eftir
ógert, áður en Ingvar kæmi í heim
sókn með unnustuna sína. Að
Greta skyldi ekki geta sagt sér
það sjáIf. En hún hafði aldrei ver-
ið mikil húsmóðir, blessunin.
— María spyr, hvort hún geti
fengið lykilinn að sultuskápnum.
Það er út af rúllutertunum . . .
— Ég kem strax.
— Fyrirgefðu mér, Ellen. Ég er
að tef|a þig. Ég skal fara strax.
Nei, þú þarft ekki að hafa fyrir
að fylgja mér til dyra. Ætli ég
rati ekki. Ég vona að þetta gangi
allt vel hjá þér í dag. Og ég bið
að heilsa honum Börje þínum.
Greta Stening hraðaði sér út, og
Ellen varp öndinni léttar.
— Hérna eru lyklarnir, Anna,
sagði hún hraðmælt.
Hún horfði gaumgæfilega á eft-
ir vinnukonunni, um leið og hún
gekk út. Það virtist ekki vera neitt
athugavert við svarta kjólinn henn-
ar og hvítu svuntuna. Hún félI
mjög vel inn í umhverfið. Það var
gott. Henni var mjög annt um, að
Mikaelu litist vel á heimili verð-
andi eiginmanns síns.
Ellen gekk að háa glugganum
og horfði hugsandi á svip út í
garðinn. Hún kom ekki auga á
neitt, sem hafði farið aflaga og
þarfnaðist lagfæringar. Allt var
eins og það átti að vera.
Hún hafði hitt Mikaelu einu
sinni áður. Börje hafði verið stadd-
ur í Stokkhólmi þá, og hún hafði
tekið ein á móti Ingvari og unn-
ustu hans. Þau voru þá nýkomin
frá Tranös, þar sem stúlkan hafði
verið sér til hvíldar og hressingar
eftir snert af lungnabólgu, sem
hún hafði fengið. Ingvar hafði
verið staddur þar um tíma til að
fylgjast með nýrri byggingu. Það
var spánnýtt gistihús, sem hann
hafði teiknað. Og svo hafði hann
kynnzt Mikaelu. Vesalings stúlkan,
hún stóð víst alein í veröldinni . . .
Það var víst ekki svo langt síðan
móðir hennar lézt og svo dó móð-
urbróðir hennar núna. Annars gat
hún ekki satt að segja ímyndað
sér, að nokkur syrgði þann harð-
stjóra. Gamli Per Uno Melander
hafði verið sannkallaður drumbur.
En því varð ekki neitað, að hann
skyldi eftir sig nóg af eignum og
peningum handa erfingja sínum.
Já, Mikaela var rík stúlka, og
auk þess var hún undrafögur.
Ingvar hafði ekki valið sér konu-
efni af verri endanum. Hún hefði
ekki einu sinni sjálf getað valið
betur handa sínum elskaða ^inka-
syni. Bara að stúlkan yrði nú
heilsuhraust. Maður varð Kka að
hugsa um komandi kynslóðir.
Veikbyggð og taugaveikluð kona
gat ekki fætt af sér sterk börn.
Börje hafði ætlað að gæta þess
að koma ekki svo snemma, að
hann væri kominn á undan ungu
hjónaefnunum. En Áke og Lajla
voru líka boðin, og þau gátu kom-
ið á hverri stundu. Það var líka
bezt, að Mikaela fengi að hitta
fjölskylduna strax, og bróðir Börje
og kona hans voru elskulegar
manneskjur, ekki vantaði það.
Ellen hrukkaði ennið lítilshátt-
ar. Þeir voru reyndar ólíkir bræð-
urnir, og hún var því fegin,, að
hún skyldi giftast BÖrje. Hann tók
starf sitt mjög alvarlega og taldi
ekki eftir sér hinar tíðu og erfiðu
verzlunarferðir til Stokkhólms. En
Áke . . . Og samt virtist Lajla vera
svo ánægð og hamingjusöm. Ellen
gat ekki skilið það. Nújæja, en
það var auðvitað þeirra einkamál.
Hún sneri sér frá glugganum,
gekk fram og leit á stóru brúð-
kaupsmyndina í splunkunýja
rammanum. Barnalegt af Gretu að
ímynda sér, að hún hefði fjarlægt
hana, vegna hins hörmulega dauð-
daga Sigfrids. En Greta hafði alltaf
verið svo slæm á taugum. En að
einu leyti hafði hún rétt fyrir sér:
i'au höfðu ekki mikið breytzt, síð-
an myndin var tekin, þótt svona
mörq ár væru liðin síðan.
Ellen brosti með sjálfri sér. Það
yrði skemmtilegt að sýna AAikaelu
bessa mynd og sjá hvort hún
þekkti verðandi tengdaforeldra
sína .... Tengdaföður sinn hafði
hún reyndar ekki hitt enn . . .
Ingvar Rickardson sá Mikaelu í
speglinum og um leið blóðroðnaði
hún. Þetta var unnustinn hennar.
Aldrei f sínum djörfustu draumum
hafði hún getað ímyndað sér mann
á borð við hann. Og hann elskaði
hana. Það var sannleikur. En þeg-
ar hún var andvaka á hljóðum
nóttum, þá gat hún varla trúað,
að henni hefði hlotnazt slík ham-
ingja og það svona skyndilega.
Hún trúði því varla, að hún væri
komin burt frá Stokkhólmi og hefði
getað kvatt það líf, sem beið
hennar þar og hún hafði and-
styggð á. Hún var nú unnusta
Ingvars og elskaði hanu. Hún vildi
gera allt, sem í hennar valdi stóð,
til þess að hamingja þeirra yrði
varanleg og þau fengju alltaf að
vera saman.
Hitastraumur fór um hana og
andartak varð hún rök um augun.
Hún sneri sér snöggt við og tók
upp einn af höttunum, sem hún
var að máta. Einn hafði hún raun-
ar valið, mjúkan stráhatt með stór-
um börðum. En þessi litli, kúpti
Framhald á bls. 50.
FRÁ RAFHA
NÝ ELDAVÉL GERÐ E6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ
STIGLAUSRI STLLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM
STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu
og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element
(grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322
3. tbi. VIKAN 47