Vikan - 11.02.1971, Side 8
ROM'
Hér er önnur rómantísk kvikmyndaleikkona, Margot Kidder: „Ekkert er
yndislegra en að geta grátið hressilega yfir ástarævintýri einhvers annars.“
Sagan „Ástarsaga“ eftir
Erich Segal flæðir nú yfir
lieiminn, og nýlega var
frumsýnd kvikmynd gerð
eftir sögunni. Á þremur
dögum borgaði myndin all-
an framleiðslukostnað.
Aðalhlutverkið leikur ein
skærasta nýja stjarnan, Ali
MacGraw. Hér segir frá
myndinni, sögunni og Ali
sjálfri, en hún er álitin vera
tákn þess, að klámið sé á
undanhaldi og rómantíkin
tekin við.
í meira en heilt ár hefur
verið efst á bandaríska listan-
um yfir metsölubækur sagan
„Love Story“ (Ástarsaga) eft-
ir Erich Segal. Er áætlað að um
það bil 6 milljón bækur hafi
selzt til þessa dags, og ekkert
lát virðist á sölunni, en nú er
um það bil eitt ár síðan bókin
fyrst kom út í Bandaríkjunum.
Kvikmynd eftir sögunni var
frumsýnd á jóladag og af þeim
165 kvikmyndahúsum, sem
sýndu myndina þann dag,
skýrðu 159 þeirra frá því, að
aldrei hafi jafn margir sótt
sýningar á einum degi. Á þrem-
ur dögum varð gróði af mynd-
inni 2.5 milljónir dollara (2200
milljónir ísl.) og er það tölu-
vert meira en framleiðslukostn-
aður hennar var.
Aðalhlutverkin eru í hönd-
um tveggja ungra leikara, sem
ekki höfðu áður getið sér mik-
inn orðstír, þeirra Ali Mac-
Graw og Ryan O'Neal. Ali
8 VIKAN «• tw.
hafði að vísu leikið hlutverk í
myndinni „Goodbye Colum-
bus“ og hlotið góðar undirtekt-
ir, en héðan í frá þarf hvorugt
þeirra að kvíða framtíðinni.
Allir gagnrýnendur eru sam-
mála um að ekki einungis hafi
Ryan sýnt frábæran leik í
myndinni, heldur hafi Ali og
gert kraftaverk fyrir Holly-
wood. Hún er bergmál þess
tíma þegar fólk leit á Holly-
wood sem Mekka — og þess
tíma þegar Hollywood var
Mekka kvikmyndaiðnaðarins. í
augum kvikmyndaframleiðenda
er hún stúlkan sem gerði „Ást-
arsögu" að veruleika eftir að
6 stærstu kvikmyndafyrirtæk-
in í Bandaríkjunum höfðu neit-
að að gera kvikmynd eftir sög-
unni. Sjálf segist Ali hafa hrif-
izt af handritinu fyrir hrein-
leika og heiðarleika þess í með-
förum tilfinninga. Og Ali er í
dag heilmikið í áttina til þess
sem stjörnur fyrri tíma voru;
hús í Beverly Hills, gift for-
stjóra kvikmyndafyrirtækis —
og miklir, já, mjög miklir, pen-
ingar í vændum.
Ali þrætir fyrir það allt sam-
Ali MacGraw
4
an „Ég er ekki nægilega hungr-
uð til að vera stjarna," segir
hún. „Ég er ekki einu sinni
nægilega hungruð til að vera
leikkona."
En þess gerist heldur ekki
þörf. Hún þarf einungis að
koma fram í myndinni og með
það í huga kaupir fólk miða —
hvað eftir annað. Ef hún væri
analýséruð líkamlega væri fátt
sem teldist mjög óvenjulegt —
en oft hefur það verið skilyrði
fyrir því að fólk geti orðið
stjörnur. En þegar öll hennar
venjulegheit eru sett saman
verður hún óvenjuleg. Stjarna.
Þannig er hún ákaflega eggj-
andi og fellur sem sérlega
sniðin inn í rómantík Amerí-
kana; músík á plötuspilara og
ljóð lesin upphátt. . . .
Þeir segja líka um Ali Mac-
Graw, að hún sé stúlkan sem
alla drengi langi til að taka
með sér heim þó foreldrar
þeirra séu heima við — en sér-
lega þó ef þeir eru ekki heima.
Ali og einar 5 eða 6 aðrar
fallegar stúlkur, eru fulltrúar
þess sem nú hefur á ný innreið
sína í bandaríska kvikmynda-
heiminn. Það er ferskleiki,
rómantík og viðkvæmni 4. og
5. tugs aldarinnar, þegar öll
fmlskyldan fór saman í bíó,
þegar kvikmyndir sögðu fal-
legar sögur, þegar maður
gleymdi sér í hringiðu fanta-
síunnar og þegar maður fékk
tár í augun við að horfa á loka-
atriði myndarinnar. Áður en
yfir lýkur, er áætlað að meira
græðist á myndinni en bæði
„The Graduate" og „Easy Rid-
er“ — og meira að segja gæti
hún slagað hátt upp í gróðann
af „Sound of Music“.
Við tölum hér um að róman-
Mkin hafi snúið aftur, en marg-
ir eru þeirrar skoðunar að hún
hafi aldrei farið neitt. Einn
beirra er Lew Wasserman, for-
seti MCA: „Áhorfendurnir, sem
við vorum hættir að reikna
með, voru alltaf þarna. Ég held
ekki, að rómantíkin hafi farið
neitt. Það vorum við sem fór-
um.“
En hvað sem því líður þá er
..Ástarsaga“ fyrst og fremst
ástarsaga. Og eftir því sem