Vikan - 11.02.1971, Page 11
ur eru það fallegar ekkjur yf-
ir fimmtugt.
— Nú já, sagði ég. Nú fór að
renna upp fyrir mér ljós.
— Yfir fimmtugt, taktu eft-
ir því, hélt pabbi áfram. Nú
var hann farinn að stríða
mömmu, þó hann beindi orð-
um sínum til mín. — Afi er
ekki einn af þeim sem eltast
við ungar stúlkur. Hann veit
hvað til síns friðar heyrir í
ástarmálum. Hann er heldur
ekki einn af þessum, sem lög-
reglan finnur lík af ný tryggð-
um miðaldra konum hjá, þess-
um sem maður les um í ame-
rískum sunnudagsblöðum.
— Þetta er nægileg skýring,
góði minn, sagði mamma.
Eftir þessar umræður leitaði
ég á fund afa, til að reyna að
skilja viðhorf hans betur. Við
ræddum um margt meðan
hann dreypti á fjólurauða vín-
inu sínu og ruggaði sér í ruggu-
stólnum. Loks komum við að
efninu. — Það er þannig að
ég elska konur í fullum blóma
lífsins, sagði afi til skýringar.
— Fyrirferðarmiklar?
Ekki fyrirferðarmiklar,
svaraði aíi. — Fullþroskaðar!
Það er eins og þegar maður
heldur á . rós í sólskininu. Afi
lyfti glasinu sínu upp að raf-
magnsljósinu. — Ekkert meira,
skilurðu?
— Já, ekkert meira, sagði ég
til samþykkis, þó ég vissi ekki
nákvæmlega hvað það gæti
verið meira.
— Um fimmtugt er konan
fullkomin, hélt afi áfram.
í mínum augum þurfti að
bíða hræðilega lengi eftir því,
en ég sagði ekkert, þar sem ég
var ánægður með að fá þessa
fræðslu.
— Fjörutíu og fimm ára er
hún ekki enn orðin fullþrosk-
uð. Ífig er auðvitað að tala um
hjartað, sálina, hugann! Eftir
fimmtugt — við skulum segja
51 árs — þá fölnar hún. Skil-
urðu?
Framhad á bls. 45.
e. tbi. VIKAN 11