Vikan - 11.02.1971, Síða 15
Gengiskan og yngri bró'ðir hans Kasar honum eftirför og drápu
hann með bogaskotum.
Nú var Mongólum svo farið að þeir mátu afrek eftir því hversu
mikil illvirki þau voru, og þegar bróðurmorðið spurðist út meðal
ættbálkanna á steppunni, þótti mönnum sýnt að þar væri á ferð
mikill efnisdrengur. Það sýndi líka Ijóslega þau skapgerðarein- .
kenni, sem áttu drjúgan þátt í að honum tókst að vinna heims-
ríki sitt. Þess konar verk vinnur sá einn, sem lifir fyrir valdið
og beitingu þess. Það var ekki unnið í blindri heift, heldur af
köldu blóði. Þannig bar Gengiskan sig alltaf að, og þess vegna
mistókst honum aldrei, jafnvel ekki þegar hann átti við þrefalt
ofurefli að etja.
Bróðurmorðið sýndi auk heldur ruddalega viljafestu manns,
sem engan eða ekkert lét standa í vegi fyrir fyrirætlunum sín-
um. Um iðrun af hans hálfu var að sjálfsögðu ekki að ræða;
hann sem taldi sig útvalinn af Himninum hlaut semsé að vera
hafinn yfir öll siðalögmál.
Eftir því var hegðun hans allt lífið. Hann leit á það sem sjálf-
sagðan hlut að strádrepa fólk í milljónatali til að gera valda-
drauma sína að veruleika. Hörmungar annarra, hverjir sem þeir
voru, ollu honum aldrei minnstu áhyggjum. Fáum árum síðar
hikaði hann ekki við að skilja Borte, eftirlætiskonu sína, varnar-
lausa eftir í höndum árásarmanna af fjandsamlegum þjóðflokki,
þar eð hann með því gat bjargað eigin skinni.
Borte þessi var prinsessa með hrafnsvart hár, fílabeinshvíta
húð og blóðrauðar varir, dóttir auðugs höfðingja er ríkti yfir
einum nágrannaþjóðflokknum. Vinátta var milli hans og föður
Gengiskans, svo að þegar í bernsku var stúlkan heitbundin hon-
um. Brúðkaupið fór fram þegar Gengiskan var tvítugur. Þá átti
hann ekki aðrar eignir en átta hross og ekki vel fram gengin, og
á einu þeirra sótti hann heitmeyna. Brúðkaupið sjálft var að
mongólskum sið hroðalegt fyllerí, sem stóð samfleytt í þrjá sól-
arhringa. Til drykkjar var einkum kúmiss, meramjólk sem var
sýrð og gerjuð unz hún varð þræláfeng. Óteljandi krof af hross-
um og sauðum voru soðin í tröllauknum kötlum, svo að hver gat
étið eins og hann vildi.
Þá var heimanmundur brúðarinnar ekkert slor: yfirhöfn úr
svörtum safalafeldum af beztu tegund. Aðeins konungar höfðu
slíkar kápur yfir sér. Þessi kápa breytti Gengiskan í einni svip-
an úr armingja í stórríkan mann. Þeim mun furðulegra er að
brúðguminn fargaði þessum dýrgrip í næstu svipan. Hann gaf saf-
alakápuna þegar að brúðkaupinu afstöðnu voldugum þjóðflokks-
höfðingja er Tókrúll Kan var nefndur. Sá varð harla léttbrýnn
við gjöfina og lofaði að reynast gjafaranum vinur í stað, hvenær
sem honum lægi lítið á.
Verðmæti safalans átti eftir að skila sér með vöxtum og vaxta-
vöxtum. Hér kom fram ennþá einn þeirra eiginleika, sem dæmi-
gerðir voru fyrir Gengiskan: að leggja allt undir í einu. En við
slík tækifæri naut hann skarprar mannþekkingar, sem sjaldan
brást. Hann veðjaði alltaf á réttu hestana.
Eftir þetta hélt Gengiskan heimleiðis til að njóta hveitibrauðs-
daganna. Alla brúðkaupsnóttina virti hann fyrr sér fíngert nef
og ávalar mjaðmir Borte, en þetta tvennt var mesta prýði hverr-
ar konu eftir mongólskum smekk. Þessari hamingju lauk þó
heldur hastarlega með ónotalegu rúmruski. Það gerðu riddarar
af fjandsamlegum þjóðflokki, sem bæði öfunduðu Gengiskan af
kvonfanginu og bandalaginu við Tókrúl Kan.
Gengiskan brá við hart og komst ásamt móður sinni, bræðrum
og tveimur þjónum undan á flótta upp í fjöll. Borte skildi hann
hins vegar eftir allsbera inni í tjaldi, reyndi ekki einu sinni að
bjarga henni, þótt svo að hann hefði alla nóttina ekki getað haft
augun af henni af aðdáun. Tilfinningar urðu honum ekki til traf-
ala, hvorki að því sinni eða í annan tíma, og riddaraleg kurteisi
við kvenfólk var óþekkt þarna austur á gresjunum. Gengiskan
var vel ljóst að óvinirnir myndu drepa hvern þann karlmann er
þeir næðu, en Borte hina fögru var engin hætta á að þeir dræpu.
Þeir myndu taka hana til fanga, og það hlaut að tefja þá í að
reka flótta þeirra, sem undan komust.
Þetta reyndist rétt reiknað. Gengiskan slapp með lífi undan.
Borte var hernumin og hlaut annan brúðguma þegar þá sömu
nótt.
Framhald á bls. 37
Ríki Gengiskans og eftirmanna hans,
hið víðlendasta sem nokkurn tíma
hafði verið til. Það náði frá Japans-
hafi vestur í Mið-Evrópu, frá freð-
mýrum Síberíu suður að Arabíuhafi.
Mongólar flytja lík Gengiskans heim líktust honum í
að honum látnum. Á leiðinni drápu flestu.
þeir hvert kvikindi, sem þeir sáu,
bæði menn og dýr, en það var hinzta
ósk fjöldamorðingjans mikla.
6 tbl VIKAN 15