Vikan - 11.02.1971, Side 16
PAPILLON
Maðurinn sem slapp frá Djöflaey
Skömmu síðar er Papillon
fluttur til Djöflaeyjar. Þrátt
fyrir margar misheppnaðar
flóttatilraunir er kjarkur hans
óbugaður enn. Hann verður sér
fljótt úti um nýja félaga: Syl-
vain og Kínverja að nafni
Chang. Þeir Papillon og Syl-
vain ákveða að gera enn eina
flóttatilraun, og Chang lofar að
aðstoða þá, þótt sjálfur vilji
hann ekki flýja. Þeir binda
saman sekki fulla af þurrkuð-
um kókoshnetum og hyggjast
láta vind og straum hera sig á
þeim til strandar meginlands-
ins. Þeir sleppa slysalaust frá
eynni, og síðan gefum við Pa-
pillon sjálfum orðið:
Sólin brennir handleggi mína
og fótleggi hlífðarlaust. And-
litið er eins og verið sé að
steikja það í eldi. Það verður
bara verra ef ég væti það,
hugsa ég, því að það þornar
jafnskjótt og þá verður svið-
inn ennþá sárari.
Það hefur dregið til muna úr
vindinum, og þótt ferðin verði
þægilegri af þeim sökum, af
því að nú eru öldurnar lægri,
þá miðar okkur hægar. Þá vil
ég heldur snarpan vind og úf-
inn sjó.
Ég hef svo hryllilegan sina-
drátt í hægra fæti að ég æpi.
Nú missi ég aldrei sjónar á
Sylvain, og hann hlýtur að sjá
mig jafnvel. Hann hefur farið
úr skyrtunni og er nú nakinn
fyrir ofan mitti. Hann er yfir
þrjú hundruð metra á undan
mér, og virðist róa með hönd-
unum. Ég gæti ímyndað mér
að hann sé að reyna að hægja
á sér, til að ég nái honum. Ég
leggst flatur á pokana, sting
höndunum í sjóinn og ræ. Sé
hann að reyna að hemla, ætt-
um við að geta látið draga
saman með okkur á þennan
hátt.
Eftir nokkra hríð hætti ég að
róa með höndunum. Ég finn til
þreytu. Ég ákveð að þorða og
reyna að snúa flekanum við.
Maturinn og leðursekkurinn
með ferska vatninu er undir
honum. Ég er hungraður og
þyrstur. Varir mínar eru þeg-
ar sprungnar, mig sviður í
þær. Bezta ráðið til að snúa
pokunum við er að hanga utan
í þeim og snúa sér á móti öld-
unum, og gera sundtök með
fótunum þegar þær lyfta und-
ir flekann. Eftir fimm tilraun-
ir tekst mér að snúa flekanum
við. Ég er þá steinuppgefinn og
get með naumindum komizt
upp á pokana aftur.
Sólin er komin niður að sjón-
deildarhring, og áður en varir
aðferð við að bjóða góða nótt.
Hann er alltaf jafnlangt frá
mér. Ég sit með útrétta fætur.
Ég hef undið ullarjakkann minn
eins og mögulegt var og fer
nú í hann. Þess háttar flíkur
halda á manni hita, jafnvel
þegar þær eru blautar. Og
jafnskjótt og sólin er horfin
finn ég að kólnar.
Það hvessir. Skýin í vestri
eru enn ljósrauð. Að öðru leyti
ríkir hálfrökkur, sem verður
óðum myrkara. f austri, þaðan
sem vindurinn kemur, eru
engin ský. Það er því engin
hætta á regni eins og er.
Má ekki sofna.
Ég hugsa um alls ekkert,
nema að halda mér föstum og
bleyta mig ekki að nauðsynja-
lausu. Ég spyr sjálfan mig
hvort rétt sé að binda sig við
pokana, ef þreytan skyldi sigra
mig, eða fylgir því of mikil
áhætta, miðað við fengna
reynslu? Ég hætti loks á að
festa mig við pokana með
keðju, og verð við það örugg-
ari. Áður var ég dauðhræddur
um að sofna og detta af flek- ■
anum.
Já, vindurinn færist í auk-
ana og öldurnar líka. Flekinn
reynist fara ágætlega í sjó. Það
er koldimmt. Himinninn er
Ihinn grÍN ogr tvrir Kínverjjar
mér samferða til frelsiiins
það lítur út eins og andlit.
Klukkan hlýtur sem sagt að
vera orðin yfir tíu. Nóttin
verður æ ljósari. Þeim mun
hærra sem máninn rís, þeim
mun bjartar skín hann. Öld-
urnar eru silfurgljáandi, og hið
sérkennilega ljósvarp frá þeim
blindar mig. Það er ómögulegt
að stilla sig um að horfa á
þetta silfraða endurvarp, en
það stingur mig í augun, sem
þegar eru nógu þreytt fyrir af
völdum sólar og saltvatns.
Ég reyni að telja mér trú
um að ég geri of mikið úr
þessu. Ég vil ekki hætta að
virða fyrir mér það sem fyrir
augun ber, og keðjureyki þrjár
sígarettur.
Flekinn er eins og hann á að
vera. Ég get ekki setið með út-
rétta fætur nema stutta stund
í einu, því að sú stelling kem-
ur sinadrættinum af stað.
Öldurnar skella oft yfir flek-
ann og rennvæta mig upp að
mitti. Fyrir ofan mitti er ég
þurr. Mig svíður meir og meir
í augun. Ég móki. Öðru hvoru
rennur mér alveg í brjóst. „Þú
mátt ekki sofna.“ Það er auð-
velt að segja, en ég get ekki
haldið mér uppi lengur. Fjand-
inn sjálfur! É'g berst af öllu
afli gegn værðinni. Og hverju
sinni er ég vakna til veruleik-
arðii
Ég geri nokkur krossmörk með
fingrinum á vöðvann þar sem
sinadrátturinn er, en amma
mín gamla hafði sagt að það
væri óbrigðult ráð gegn þess
konar krampa. En ráð þeirrar
öldnu heiðurskonu dugar
skammt að þessu sinni. Sóiin
er lágt á lofti á vesturhimnin-
um. Klukkan er sennilega
fjögur síðdegis. Við berumst
fyrir fjórðu aðfallsöldunni frá
því að við lögðum af stað.
Þessi alda virðist bera okkur
hraðar nær ströndinni en þær
fyrri.
16 VIKAN 6- «*•
verður hún horfin. Þá hlýtur
klukkan að vera nálægt sex.
Vona að nóttin verði ekki of
erfið, því að ég finn að kraft-
arnir þverra fljótt ef ég er
langtímum saman í sjó.
Ég' hakka í mig tvo bita af
kókoskjöti og renni þeim niður
með ærlegum sopa úr leður-
pokanum. Mettur og ánægður
læt ég vindinn þurrka hend-
urnar. Síðan tek ég fram sígar-
ettu og reyki sældarlega. Áður
en myrkrið skellur á veifum
við Sylvain hvor til annars með
vasaklútunum; það er okkar
stráður milljónum stjarna, og
Suðurkrossinn skín skærast.
Ég sé ekki félaga minn. Þessi
nótt verður mér mikilvæg, því
að ef heppnin er með og vind-
urinn helzt, ættum við að vera
komnir langt áleiðis með
morgninum.
Þeim mun lengra sem líður
á nóttina, þeim mun snarpari
verður blásturinn. Tunglið rís
hægt upp fyrir hafsrönd, það
slær á það rauðbrúnum blæ.
Það er geysistórt, og ég sé
greinilega á því dökku flekk-
ina, sem gera að verkum að
ans er sem nál sé stungið í heil-
ann.
Hræðileg óró hefur gripið
mig, og ég einbeiti mér að því.
Sofna ég? Og falli ég í sjóinn,
vekur kuldinn mig þá? Ég
gerði rétt í því að binda mig
við keðjustúfinn. Ég má ekki
missa af þessum tveimur sekkj-
um, þeir eru mitt líf. En svo
illa fer varla að ég vakni ekki
ef ég hrapa út af.
í nokkrar mínútur hef ég
verið geenblautur af sjó. Upp-
reisnargjörn alda, sem ekki
vildi fylgja reglubundinni slóð