Vikan


Vikan - 11.02.1971, Síða 18

Vikan - 11.02.1971, Síða 18
- EruS þér að dást aS perlunum mínum, Sir Jocelyn? sagSi hún glaSlega. - Þær eru gjöf frá bróSur mínum, vitni um vel heppnaSa ferS. - Ég hugsa aS einhver spænska hefSarfrúin gráti nú sárt yfir aS missa þennan dýrgrip ... FRAMHALDSSAGA EFTIR SYLVIU THORPE FJORÐI HLUTI Nú varð forvitni Sir Jocelyns vakin, Hversvegna hafði það haft svona mikil áhrif á Brand- on, þegar hann nefndi gullna pardusinn. Það var e'itthvað dularfullt við þetta og hann hafði hug á að grafast betur eftir ástæðunni, en í fyrsta lagi stóð hann í mikilli þakkar- skuld við skipstjórann og í öðru lagi hafði hann á tilfinningunni að ekki væri gott að erta hann. Forvitni, sem var annars eðl- is, kom honum til að fara út í garðinn. Hann hafði aldrei áð- ur komið til hitabeltislanda og hann undraðist alla dýrðina, skrautblómin og fiðrildin, sem voru á stærð við lófa manns. Hann var rétt búinn að koma sér fyrir á steinbekk, þar sem hann hafði útsýni yfir hafið, þegar ungfrú Brandon kom til hans. Hann ætlaði að fara að spyrja hana, hvernig hún færi að því að líta svona frísklega út í þessum hita, þegar hann kom auga á perlufestina, sem hún hafði um hálsinn. — Eruð þér hrifinn af perlufestinni minni, Sir Jocelyn? sagði hún glað- lega. — Hún er gjöf frá bróður mínum, sem vitni um vel heppnaða ferð. Hún greip perl- urnar og lét þær renna í Iðfa sér, svo það glitraði á þær í sól- inni. Svo hló hún aftur. — Ég er hrædd um að ein- hver aðalsfrúin á Spáni gráti nú yfir því að missa þennan dýrgrip. Sir Jocelyn leit á hana og það mátti sjá vanþóknun í augna- ráði hans. Að vísu var hann ekki kunnugur málum þarna i Vestur-Indíum, en þetta var i hans augum einfaldlega sjórán, sem hann gat ekki skilið. Hverskonar samfélag var þetta, þar sem sjóræningjar voru virtir borgarar sem hlóðu skartgripum á konur sínar. — Eins og þér vitið þá þekki ég ekki til hátta hér, sagði hann með nokkuð kaldri rödd. — En þar sem England og Spárrn eru ekki í stríði þá ... Damaris tók fram í fyrir hon- um. Hún var hætt að hlæja og sagði með miklum alvöruþunga. — Sir Jocelyn, í Vestur-Indí- um er alltaf stríð við Spán- verja. Hér, í þessum nýja heimi virða Spánverjar ekki rétt ann- arra, þeir fara sínar eigin leið- ir og þeir halda þeim opnum með eldi og sverðum og hinum hryllilega rannsóknarrétti. Það var þeirra eigin græðgi sem varð til þess að Bræður Strand- arinnar gerðu með sér félag. England vann Jamaica frá Spánverjum og við myndum aldrei geta haldið nýlendunum, nema með aðstoð manna eins og bróður míns og hinna vík- inganna! Damaris þagnaði og brosti nú aftur. — Ég er alin upp hér og ég veit hvað ég er að segja. Þér ættuð að trúa mér, yðar eigin vegna. — Mín vegna? Hún hló. — Já, reyndar, — því að herra Charnwood sigldi sjálfur undir svarta fánanum í eina tíð og þér komið yður út úr húsi hjá honum, ef þér talið illa um þessa sjóræningia, sem við1 köllum víkinga. Hún tók undir arm hans og leit stríðnis- lega á hann. — Það eru mistök, sem hinn hrokafulli frændi hans, Ingram Fletcher, hefir einu sinni gert sig sekan um, að því að sagt er. Sir Jocelyn var feginn að sleppa þessu umtalsefni og tala um sín eigin málefni og hann var ekki lengi að komast að því að Damaris hafði yndi af því að taka að sér hlutverk hjú- skaparmiðlara. Hún spurði hann nokkurra spurninga um samband þeirra ungfrú Reginu og það var svo greinilegt að hún vildi hjálpa honum, að hann gat ekki tekið það illa upp og fór að segja henni það sem hann hafði trúað bróður hennar fyrir. Hann sagði henni hvaða álit hann hefði á Ingram Fletcher og hún gat ekki annað en brosað að honum. En úr því Fletcher var svona viðsiárverð- ur, var kannski bezt að halda því leyndu um hríð að Sir Joce- lyn væri kominn til Jamaica. — Því ef hann er að leita hófanna hjá ungfrú Oliviu og kemst ekkert með hana, þá fer hann kannski að hugsa til að stíga í vaenginn við ungfrú Reginu og ef hann heyrir að Sir Jocelyn sé kominn, þá hrað- ar hann eflaust aðgerðum og reynir að sverta Sir Jocelyn í augum föður stúlknanna. Sir Jocelyn brosti með sjálf- um sér að þessum lífsvísdómi stúlkunnar, sem greinilega ætl- aði að taka að sér að stiórna þessum málum. Damaris ljómaði í framan. — Ég ætla strax að reyna að kynnast systrunum, sagði hún. — Kit getur farið með mig í heimsókn til þeirra á morgun. þvi að við þekkjum Charnwood vel. Svo þegar ég hefi séð hvernig landið liggur, get ég boðið þeim hingað. Ég held, — iá, ég held það sé bezt að halda veizlu. ég hefi fullkomna ástæðu til þess, til að fagna heimkomu bróður míns, — og þá getið þér hitt Charnwood. Hann ber mikla virðingu fyrir Kit, og jafnvel þótt hann hafi eitthvað á móti yður, myndi hann aldrei sýna gesti okkar ókurteisi. Og svo ætla ég að reyna að trufla svolítið um fyrir Fletcher.... Glettnislegt bros fylgdi þessum orðum, — og þá getið þér notað tímann til að fulvissa herra Charnwood um að ef eitthvað leiðinlegt hefir verið sagt um yður, þá sé það ekki á rökum byggt. Jæja hvað segið þér um þetta áform? — Ég dáist að yður, ungfrú Brandon, sagði Sir Jocelyn hlæjandi. — Ég er að vona að ferð mín hingað til Jamaica, sanni herra Charnwood að ég hafi heiðarlegan tilgang og að framvegis hafi ég hugsað mér að draga mig út úr hirðlífinu. — Ætlið þér að yfirgefa hirðina? spurði Damaris undr- andi. — Þér sem eruð vinur konungsins sjálfs? Yður getur ekki verið alvara! Sir Jocelyn brosti. — Jú, reyndar. í fjarlægð hefir þetta líf nokkra töfra, en trúið mér, það er ekki eftirsóknarvert, jafnvel ekki vinátta konungs- ins. Vinur konungsins á það alltaf á hættu að menn komi fram á sjónarsviðið, sem vilia lika vingast við konunginn oq neita þá allra ráða til að sverta þann sem fyrir er, í augum hans. Hann getur ekki treyst nokkrum manni. Ég kom mér út úr þessu, þegar ég fór í þessa ferð og mig langar ekki til að snúa til hirðarinnar aft- ur. Það varð þögn um stund. svo sagði Damaris dreymandi: — Þetta virðist vera afskap- lega spennandi... Sir Jocelyn sá nú að tilraun hans til að sverta hirðlífið, eins 18 VIKAN s. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.