Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 23
Ingigerður hjálpaði mcr.
Mún borgaði bróðurpartinn
aí útgjölflum okkar með
peningunum YÐAR . . .
Þetta var allt saman satt, hugs-
aði Mikaela biturlega með sjálfri
sér.
— Kæra Mikaela, sagði Þllen
eilítið áhyggjufull. — Mér bykir
það leitt, en ég get ekki verið hér
hjá þér í dag. Ég þarf að heim-
saekja móður Börjes. Hún dvelst
á einkahæli hér rétt utan við borg-
ina. Hún er svolítið ... ja, sér á
parti. Hún bíður alltaf eftir, að
ég komi í hverri viku og ég get
því ómögulega svikið hana. En
Lajla kíkir áreiðanlega inn til þín
til að vita, hvernig þér líður.
Niðri í anddyrinu setti Ellen á
sig nýjan sumarhatt. Hún var
gremjuleg á svip og virtist ekki
vera nægilega ánægð með hann.
Hún hefði kannski átt að kaupa
sér öðruvísi hatt. Jæja, það var of
seint að sjá það núna.
Segðu Maríu, að frú Rickard-
son komi ef til vill í hádegisverð,
Anna, sagði hún við vinnukonuna.
— En henni er alveg óhætt að
hafa biximat og egg fyrir því. Og
segðu henni að skera ekki of
mikið af rúllutertunni með kaffinu.
Og settu ný blóm til að lífga upp
stofurnar. Nils getur hjálpað þér
við það.
— Já, frú, sagði Anna, hneigði
sig og roðnaði.
Ellen stundi og teygði sig eft-r
veskinu og hönzkunum. Þessar
heimsóknir til Helgu tengdamóður
voru meira en lítið þreytandi. Og
aldrei líkaði gömlu konunni, það
sem hún færði henni hverju sinni
En það var skylda Ellenar að um-
bera hana og leggja þetta á sig.
Anna lokaði útihurðinni á eftir
húsmóður sinni og gekk að for-
stofuglugganum til að horfa á eftir
henni.
— Guð minn góður, en sá hatt-
ur, hugsaði Anna. — Hann hefði
farið mér vel, en ekki konu, sem
var orðin 46 ára gömul. Hún varð
að taka tillit til aldurs síns. Það
var ekkert réttlæti til í heiminum,
fannst henni.
Hún hélt áfram að hugsa um
þetta, á meðan hún tók vasana
úr stofunum til að skipta um blóm
í þeim. Að hugsa sér. Þarna uppi
lá frönken Linder og snæddi morg-
unverð í rúminu. Hún gat gert allt
sem hún óskaði sér. En sjálf varð
Anna að þræla og púla fyrir brýn-
ustu lífsnauðsynjum. Þær voru
jafngamlar hún og þessi fína frök-
en þarna uppi. Og Anna var ekki
síður falleg en hún, þótt hún segði
sjálf frá. Hún leit andartak í speg-
ilinn og kastaði til höfðinu. Von-
andi þyrfti hún ekki að vera vinnu-
kona til eilífðarnóns. Nils garð-
yrkjumaður var að minnsta kosti
vitlaus f hana.
Hún gekk út á svalirnar og veif-
aði honum og beið síðan, þar til
hann kom út úr gróðurhúsinu.
— Frúin sagði, að þú ættir að
velja blóm í vasana. Nei, láttu mig
vera! María gæti séð til okkar.
— Ur glugganum, sem snýr f
hina áttina, eða hvað? spurði Nils
og hló glettnislega. — Vertu ekki
svona snúðug við mig. Hvenær
áttu frí næst?
— Ekki fyrr en eftir hádegi á
miðvikudaginn f næstu viku, og
þú veizt það vel. María fær sunnu-
dagsfrí næst.
— Þú gætir haft miklu meiri frí-
tíma, ef þú fengir þér aðra vinnu,
til dæmis í verksmiðju. Þá gætum
við hitzt annan hvern dag.
Nils lagði handlegginn um
Onnu og hún þrýsti kinninni að
öxl honum.
— Þú ert ekki nógu hygginn,
sagði hún og stundi eilítið. — Ég
yrði rekin að heiman, ef ég væri
með þér annan hvern dag. Þú veizt
hvað hann pabbi er strangur. En
það er sannarlega ekki réttlátt, ef
maður hugsar um Ingvar og þessa
unnustu hans. Þau geta gift sig
hvenær sem þeim sýnist.
— Fátækt fólk hefur ekkert að
gera með að gifta sig, sagði Nils
og ýtti henni ögn frá sér. — Líttu
á foreldra þína og mína. Strit og
puð og stríð og mæða frá morgm
til kvölds. Og samt duga pening-
arnir aldrei. Heldurðu, að mig
langi til að gera þig að útslitinni
kerlingu langt um aldur fram. Þú,
sem ert svo ung og blómleg.
Anna hló. Þetta var hverju orði
sannara. Líf fátæklinganna var
erfitt og kjör þeirra óblíð. Hún
vissi það bezt af eigin reynslu.
Hún var elzt tíu systkina. Hún
hafði heyrt sagt, að móðir hennar
hefði verið fallegasta stúlkan í
sinni sveit, þegar hún var ung. Nú
leit hún út eins og sextug kerling,
þótt hún væri ekki nema rétt rúm-
lega fertug. Og samt voru augu
hennar enn blíðleg og falleg og
þegar hún hló, þá virtist hún enn
ung og hamingjusöm, þrátt fyrir
allt. Og hvaða annað líf var hugs-
anlegt fyrir konu? Maður og börn
og fleiri börn, vinna og aftur
vinna og áhyggjur og meiri
áhyggjur, ást og hatur. Þetta var
það, sem beið þeirra kvenna, sem
vildu lifa lífinu. Og þegar maður
elskaði einhvern, á sama hátt og
hún elskaði Nils, þá var erfiðið
kannski þess virði að taka það á
sig? En hann leit allt öðruvísi á
málið, og við því var ekkert að
gera.
Anna gekk á eftir honum inn í
gróðurhúsið til að sækja blómin.
Börje Rickardson opnaði sjálfur
útidyrnar á húsi sínu. Hann kærði
sig ekki um að hringja bjöllinn!
að þessu sinni, eins og hann var
þó vanur að gera. Ellen hlaut að
vera farin.
Hann beit á vör og lagði var-
lega við hlustirnar til að aðgæta,
hvort nokkur væri i stofunum Nei,
það var allt hljótt. Hann gekk út
að glugganum á dagstofunni og sá
Önnu á tali við Nils garðyrkju-
mann úti í garði. Hann var jú ráð-
inn hér til að vinna við garðyrkju
en ekki til að dufla við vinnukon-
una. Hann sá ekki betur en þau
væru í faðmlögum þarna úti. Það
var öruggt merki þess, að Ellen
var ekki heima. Börje Rickardson
hló með sjálfum sér.
Hann hugsaði stöðugt um Mika-
elu. Henni hafði auðvitað brugðið
enn meira en honum. Að minnsta
kosti hafði hann ekki fallið í yfir-
lið eins og hún. Honum hafði
reynzt auðvelt að leyna óróleika
sínum í gærkvöldi. En öllu verra
hafði verið að látast sofna eins og
venjulega. Hann gat alls ekki sofn-
að. Heilinn vann af fullum krafti
fram á rauðanótt til þess að reyna
að finna beztu lausnina á þessu
óvænta vandamáli.
En hann hafði svosem lent í erf-
iðri aðstöðu fyrr og stundum furð-
aði hann sig í rauninni á bví,
hversu lengi honum hefði tekizt að
halda þessu öllu levndu fyrir Ell-
en. En hann hafði alltaf verið afar
varkár, og Ellen var alvea laus
við að vera tortryggin. Hún hafði
verið honum góð eiginkona allt
frá fyrstu tíð. Og hann hafði verið
góður eiginmaður og heimilisfað-
Framhald á bls. 44.
6. tbí. YIKAN 23