Vikan - 11.02.1971, Side 25
hafi yfirstandandi aldar. Allir þeir sem hunda áttu eða
vildu eiga stofnuðu lil samtaka og sóru að láta aldrei hlut
sinn fyrir rangsleitni löggjafans, en verja hunda sína með
ofbeldi og falla ógildir ásamt þeim að fornum sið, lieldur
en að hopa á hæli. í skammdeginu, einkum um jólaleyt-
ið, jjegar allur fjandinn fer á kreik að ævafornri lands-
venju, gengu hinar villtustu gróusögur um jættbýlið við
flóann. Meðal hundamanna var jiví hvislað, að lögregl-
an ætlaði að hafa svipaðan hátt á og Heródes forðum um
svipað leyli árs, greiða atlögu að hundaheimilum horg-
arinnar einhvern tíma að óvörum og myrða á einni
nótlu livern rakka milli Straumsvíkur og Kollafjarðar.
Bréfadálkur stærsta blaðs þjóðarinnar var dag hvern full-
ur af mótmælum hundaeigenda, sem sumir kváðust held-
ur láta hörn sín en hunda, ef þeir mættu velja.
Á jætta lagið höfðu byltingarsnatarnir gengið. Þeir
höfðu í kyrrþey sett sig í sandjand við forustumenn hunda-
manna og sagt sem svo: Ef þið gangið í lið með okkur
megið þið treysta því, að ekki verður skert hár á skrokki
nokkurs hunds hér í bæ, allavega ekki jjeirra sem fer-
fættir kallast. Og ]Dar með hafði byltingin tryggt sér yfir-
drifinn liðskost.
tsland er, hélt skýrslan áfram, orðin önnur Albanía,
og er ])essi þó verri en hin fyrri. Vitur maður hcfur sagt,
að þetta land sé eins og skammbyssa, sem miðað sé á
engilsaxneskar þjóðir. Verði ekki gripið lil hressilegra
gagnráðstafana fer si'i skammhyssa að spúa yfir okkur
guð veit hverju hvern næsta daginn. Það næsta gæti orð-
ið nýlendustríð gegn Dönum á Grænlandi, og við höfum
nú nóg af slíku fyrir þar sem Porlúgalar eru með öll sín
vandræði i Angólu og þar. Að endingu legg ég til að áætl-
un Loki verði fiamkvæmd, lauk aðgerðaforinginn skrifi
sinu i stíl við Kató majór.
Who in hell is Loki? urraði forsetinn, loðnar brún-
ir hans í álika ásigkomulagi og hjá Agli við hirð Aðal-
steins könungs.
Eins konar hliðstæða Prómeþeifs í goðafræði Skan-
dínava, herra forseti, sagði yfirmaður CIA spaklega.
Forsetinn óð um eins og dýr i húri, leit á úrið. Djöfuls-
ins ástand, nú var Dísa rétt að byrja í sjónvarpinu. En
liann varð víst að missa af þeirri ánægju, nú varð að
bregða skjólt við, ef ])essir fjandans Islendingar áttu ekki
að komast upp, með að setja hnattkúluna úl af brautinni.
Hann þreil’ símann og sendi varaforsetanum og aðalráð-
gjöfum sínum þremur boð um að koma á fund sinn án
tafar.
Þeir létu sín ekki lengi bíða. Varaforsetinn, píreygður
maður og hnakkalaus eins og albanskur sauðaþjófur, setti
upp ögrandi sligamannssvip er hann sá að yfirmaður CIA
var fyrir ásamt forsetanum. Ráðgjafarnir þrír, sem allir
voru Þjóðverjar og með tónlistarsmekk að ])ví skapi,
urðu tannpínulegir á svip jafnskjótt og tónaflóð Rodgers
náði eyrum þeirra. Forsetinn, sem í eðli sinu var ekki
mjög illgjarn maður, sá lúpulegan bænarsvipinn á andlit-
um þeirra og slökkti á fóninum.
Síðan var málið lagt fyrir þá. Þelta voru menn, sem
vanir voru að vinna saman og skipa í félagi hvaða mál-
um sem þeim sýndist á rúmlega hálfum hnettinum. Það
tók þá ekki nema fáeinar mínútur að komast að sam-
komulagi og ákveða hvað gera ætti.
Þið sjáið lil þess, að þingið frélti ekki neilt fyrr en
eftir á, sagði forsetinn að lokum. — Þá verður nógur timi
lil að kjafta málið i hel. Hann leit á úrið og var nú all-
ur annar á brún. — Ég get þá horft á Dísu eftir allt sam-
an, sagði hann og brosti næstum eins og i sjón-varpi.
Þýzkararnir hans tóku viðbragð allir sanilímis eins og
slegið hefði verið aftan í þá og forðuðu sér út. Varafor-
setinn gaf sér tíma til að kveðja virðulega, en fylgdi þeim
síðan eftir. — Mætti ég þá heldur biðja um Mannix, muldr-
aði hann út á milli tannanna.
Á Fróni var andrúmsloftið nánast rafmagnað.
í fyrstu hafði almenningur vart vitað hvaðan á liann
stóð veðrið, en síðan tók við léttir og feginleiki þegar það
sýndi sig, að byltingarmenn höfðu alls ekki í hyggju að
drepa þjóðina niður, að annars ófrávikjanlegri venju er-
lendra byltingarmanna, eða svo hafði Árdegisblaðið marg-
hermt, dagblað Sjálfræðisflokksins sem um langt skeið
hafði verið nokkurn veginn eina lesning íslenzks almenn-
ings nema rétt um jólaleytið, þegar slappað var af yfir
Ingibjörgu Sigurðardóttur og Ruth Montgomery. Og þótt
margir hugsuðu byltingarmönnum þörfina þegjandi, þá
var látið þar við silja; þessir byltingarmenn voru sjálf-
sagt þrælvopnaðir, þólt lítið sæist bjá þeim af svoleiðis
áhöldum, og enginn vissi hverja þeir kunnu að hafa á bak
við sig. Svo að flestir létu duga að yppta öxlum og hugsa
Framhald á bls. 43
e. tbi. VIKAN 25