Vikan


Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 27

Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 27
þykja vœnt um hlutverkin” sinni á Norðfirði, en þaðan er Lárus ættaður. Hann var pantaður þangað til að spila, og mér boðið með. Það kom sér vel, því að undirleikarinn sem þeir höfðu á staðnum forfallaðist, og ég hljóp í skarðið. Fyrstu stóru tímamótin í lífi Sigríðar urðu 1958, er hún var kjörin fegurðardrottning Islands. — Svo fór ég út 1959 og tók þátt í Miss Universe keppninni á Long Beach. Þetta hafði þá góðu hlið fyrir mig að ég fékk styrk, sem gerði mér fært að stunda Jeiklistarnám næstu árin í Los Angeles. Skólinn sem ég var á, Estell Harman Actor's Workshop, var mjög góð- ur og er talinn standa framarlega meðal leiklistarskóla bcrgarinnar. Ég var úti í fimm ár samfleytt, þar af þrjú ár í Los Angeles á skólanum. Þá lék ég smáhlutverk hér og þar, kom fram í sjónvarpi, lék á sviði og dálítið í kvikmyndum, talaði líka inn á kvikmynd. Svo komu mamma og pabbi út — eða réttara sagt fjölskyldan öll, því að bróðir minn og systir komu líka — og við vorum saman í Los Angeles í eitt ár. Síðan fórum við til Dallas, í Texas. Pabbi skrifaði undir samning við Dallas Symphony Orchestra, og ég komst í samning við leik- húsið í borginni, Dallas Theatre Center. Þar var ég í tvö ár. Ég lék þarna ýmis hlutverk, og svo fórum við á „Að vísu kemur saga Grétu þarna inn í og fær sinn endi, en þá er ennþá allt í óvissu um hvernig lýkur skiptum þeirra Fásts og Mefistófelesar...“ Þótt fjölskyldan hafi í mörg horn að líta, þá gefast engu að síður stundir til að slappa af í kyrrð og nseði á myndarlega heimilinu þeirra fjarri borgar- ysnum. Ingibjörg litla, dóttir Sigríðar og Lárusar, er eins árs og að sjálf- sögðu yndi og eftirlæti foreldra sinna. „í næstu viku eru fimm sýningar hjá mér, tvær á Fást og þrjár á Ég vil. Það verður dá- lítið strangt, en ég hlakka til.“ e. tw. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.