Vikan


Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 30

Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 30
fyrir að hafa verið með drengja- undrinu TEMPÓ hér í dentíð. Hall- dór kemur í stað Helga R. Einars- sonar, sem nú er farinn að syngja með Kristínu Ólafs. Það háði alltaf „Þremur á palli" hversu illa raddir þeirra lágu sam- an, en nú hefur orðið breyting þar á, því að Troels og Halldór eru báðir tenórar og Edda er með sína sérstæðu rödd, svo nú liggja þau öll nokkuð svipað. Mun þessi vera aðalástæðan fyrir því að Helgi yf- irgaf pallinn, en allt var það í góðu gert og hann tekur áfram þátt í „Jörundi", enda tríóið sam- ansett upp haflega til að vera þar með. Við brugðum okkur á eina af fyrstu æfingunum hjá þeim hjúum og urðum ákaflega hrifnir. Það er líka ákaflega skemtilegt við „Þrjú á palli" að þau eru með mjög góð lög. Lög, sem maður lærir I hvelli og koma öllum í gott skap. Mættu aðrir í þesum bransa taka þau sér til fyrirmyndar í þessum efnum! Að sögn Troels Bentsen hafa þau nú komið sér saman um áætlun til tveggja ára, og er hún í stórum dráttum falin í því að á þessum tveimur árum ætla þau sér að gera ákveðna hluti, m.a. koma út að minnsta kosti 2 LP-plötum — sem þau eru þegar farin að vinna að — og sitthvað fleira. Annars vildu þau af augljósum 'ástæðum ekki mikið ræða þetta plan sitt, en sögðust hafa sett sér ákveðna regl- ur til að vinna eftir svo ekkert færi úrskeiðis. Og enþá er Rlkharður Pálsson með þeim, reykir pípu, blæs í flautu, spilar á bassa og fúnkerar í fullu formi. -fc Ómar Valdimarsson heyra i9r" má Söngtríóið Þrjú á palli er ekki ársgamalt, en samt hafa komið frá þeim tvær LP-plötur, þau hafa gert nokkra sjónvarpsþæti og afl- að sér mikilla vinsælda. Nú er bað mín prívat skoðun að þau eigi eft- ir að verða vinsælli en hingað til, því þau hafa fengið í lið með sér afspyrnukláran strák, Halldór Krist- insson, sem er að góðu kunnur ÞRJÚ Á PALLI og Ríkharður Pálsson, bassaleikari. Hann er aftastur, en frá vinstri eru það Edda Þórarinsdóttir, Troels Bentsen og Halldór Kristinsson. Þrjú á palli breyta til Halldór Kristinsson, nýi meðlimurinn í Þrem- ur á palli. Hann leikur eitt aðalhlutverkið í „Hárinu“ sem stendur til að frumsýna í Kópavogi síðar í þessum mánuði. Hann á að vera berrassaður. 30 VIKAN «• tw.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.