Vikan - 11.02.1971, Síða 33
Fyrstu sex daga ferðarinnar
er mikil alda, en hvorki regn
eða stormur. Byrinn er stöðugt
góður og ber okkur hratt vest-
ureftir. Cuic-Cuic og Hue eru
öndvegis fylgdarmenn. Þeir
kvarta aldrei, hvorki yfir veðr-
inu, sólinni eða næturkulinu.
Eitt er bara að við þá: hvorug-
ur þeirra vill leysa mig af við
stýrið, svo ég geti sofið. Þeir
elda mat þrisvar eða fjórum
sinnum á dag. Öll hænsnin eru
þegar uppétin. í gær sagði
ég að gamni mínu við Cuic-
Cuic: — Hvenær eigum við að
éta grísinn?
Honum brá hastarlega.
— Dýrið það arna er vinur
minn og enginn drepur það og
étur nema yfir mitt lík.
Félagar mínir leggja sig
fram um að gera mér allt tii
geðs. Þeir neita sér um að
reykja svo að ég geti reykt
eins mikið og ég viL Alltaf er
til heitt te. Þeir gera allt án
þess að ég þurfi að biðja þá
um neitt.
Loftskip.
Nú eru sjö dagar frá því
við lögðum af stað. Eg er að
þrotum kominn. Sólarbruninn
er slíkur að jafnvel Kínamenn-
irnir eru eins og soðnir krabb-
ar. Þar eð vindurinn er stöð-
ugur, bind ég stýrið og sef svo
eins og steinn í fjórar klukku-
stundir.
Þegar ég vakna og þvæ mér
í framan, kemur mér þægilega
á óvart að Cuic hefur rakað
mig meðan ég svaf. fig hafði
alls ekki orðið þess var. Hann
hefur líka verið svo nærgæt-
inn að bera framan í mig olíu
til hlífðar fyrir sólinni.
Síðan í gærkvöldi stefni ég
vestsuðvestur, því að mig grun-
ar að til þessa hafi stefnan ver-
ið full norðlæg. Þá sjáum við
allt í einu loftskip! Það er í
fyrsta sinn á ævinni að ég sé
svoleiðis farartæki. Það virð-
ist ekki stefna í áttina til okk-
ar og það er alltof langt frá til
að hægt sé að gera sér í hug-
arlund hve stórt það er.
Málmhúð þess glitrar og gló-
ir í sólinni og endurvarpið er
svo sterkt að varla er hægt að
horfa á það. Það hefur breytt
um stefnu og kemur nú beint
í áttina til okkar. Cuic og sá
einhenti verða svo æstir yfir
þessu fyrirbæri að þeir
skvaldra hvor upp í annan á
kínversku.
— Talið í andskotans nafni
frönsku svo ég skilji hvað þið
segið!
— Enskur loftbelgur, segir
Cuic.
— Nei, þetta er ekki loft-
belgur, heldur loftskip.
Nú sáum við loftfarið dável,
þar sem það hnitar hringi yfir
okkur. Áhöfnin stingur út
flöggum og gefur merki. Þar
sem við botnum ekkert í merkj-
unum getum við ekki svarað.
Loftskipið heldur merkjasend-
ingunum áfram og kemur enn-
þá nær, svo að við sjáum menn
í gondólnum undir því. Síðan
tekur það stefnu til lands. Tæp-
um klukkutíma síðar kemur
flugvél og rennir sér yfir okk-
ur hvað eftir annað.
Stefna á Georgetown.
Það hefur snögglega versn-
að í sjóinn og vindurinn auk-
izt. Hvergi sést ský. Það er því
ekki hætta á regni.
— Sjáðu, segir sá einhenti.
— Þarna, í áttinni sem hlýt-
ur að vera landátt. Þessi svarti
depill hlýtur að vera bátur.
— Hvernig veiztu það?
—- Ég geri ráð fvrir því, og
ég get meira að segja sagt þér
að það er herbátur.
— Hvernig þekkirðu það?
-— Það rýkur ekki úr hon-
um.
Og mikið rétt, rúmum
klukkutíma síðar höfum við
fyrir augunum grámálað her-
skip, sem sýnist stefna beint á
okkur. Það fer ákaflega geyst.
Stefnið vísar beint á okkur,
svo að ég verð hræddur um að
það komi of nálægt. Það gæti
orðið hættulegt, þvi að það er
vont í sjóinn og bógaldan frá
skipinu gæti hæglega hvolft
ondir okkur, af því að hún fell-
ur á móti öldunum.
Þetta er litið herskip, „Tar-
pon“, getum við lesið á hlið
begar það svnir sig í fúllri
lengd og stefnir í hálfhring.
Enskur fáni blaktir í stafni.
Eftir að hafa farið í hálfhring
kemur skÍDÍð hægt að okkur
að aftan. Varlega færir það sig
fram með hliðinni á okkur og
heldur sömu ferð og við. Mik-
ill hluti áhafnarinnar er á þil-
fari, klædd einkennisbúningum
enska flotans. Hvítklæddur
foringi stendur í brú, og hann
ber giallarhorn að munni sér
og kallar:
Stop. You Stop!
— Dragðu niður seglin. Cu-
ic.
Seglin eru komin niður eft-
ir tvær mínútur. Ferð okkar
hefur næstum stöðvazt, og öld-
urnar færa okkur til þannig að
við liggjum þvert fyrir þeim.
er Viætfnlaust..
þar eð öldurnar eru krappar og
háar. Eg ber hendur að munni
mér og kalla:
— Talið þér frönsku, skip-
stjóri?
Annar foringi tekur við
gjallarhorninu af hinum:
— Já, skipstjóri, ég skil
frönsku.
— Hvað viljið þér okkur?
— Taka bátinn yðar um
borð.
— Nei, það er alltof hættu-
legt í þessum sjó, ég vil ekki
að þið mölvið bátinn fyrir mér.
— Þetta er strandvarðarskip
í herþjónustu, þér verðið að
hlýða.
- Það gefum við fjandann
í, við erum ekki í neinu stríði.
— Eruð þið ekki skipbrots-
menn af skipi, sem kafbátur
sökkti?
— Nei, við erum stroku-
menn úr frönsku nýlendunni.
— Hvaða nýlendu, hvað eig-
ið þér við með því?
— Fangelsi, fangabúðir. Con-
vict á ensku. Hard labour.
—• Aha! Já, já, nú skil ég.
Cayenne?
— Já, Cayenne.
— Hvert ætlið þið?
— Til brezka Hondúras.
— Það gengur ekki. Þið
verðið að breyta stefnunni í
suðvestur, til Georgetown.
Hlýðið, það er skipun.
— Ókey.
Ég skipa Cuic að setja upp
segl og við tökum stefnu í þá
átt, sem okkur er sagt.
Að lokum: frelsi.
Við heyrum vélardyn á bak-
við okkur, það er bátur sem
fallbyssubáturinn hefur sett út.
Hann er fljótur að draga okk-
ur uppi. Sjóliði stendur í stafni
með byssu um öxl. Vélbátur-
inn rennir sér upp að hliðinni
á okkur, og sjóliðinn stekkur
yfir í okkar bát. Vélbáturinn
snýr við og stefnir aftur til
fallbyssubátsins.
— Good afternoon, segir sjó-
liðinn.
Hann gengur til mín, sezt við
hlið mér, leggur hönd á stýrið
og- færir stefnuna enn meira í
suður. Ég læt honum eftir að
stýra og fylgist með honum.
Hann kann mjög vel að sigla.
Engu að síður sit ég kyrr við
hlið hans. Aldrei að treysta
neinum fullkomlega.
— Sígarettur?
Hann tekur fram þrjá pakka
af enskum sígarettum og fær
okkur sinn hverjum.
É'« bori að veðja að þeir
hafa stungið á hann síearettum
áður en hann yfirgaf fallbyssu-
bátinn, segir Cuic, — því að
varla hefur hann fyrir vana að
ganga með þrjá sígarettupakka
dags daglega.
Ég hlæ að athugasemd Cu-
ics, en beini síðan athygli
minni að enska sjóliðanum,
sem hefur betra lag á bátnum
en ég. É'g get því setið og lof-
að huganum að reika í ró og
næði. í þetta sinn hefur flótt-
inn endanlega tekizt. É’g er
frjáls maður, endanlega frjáls,
því að síðan stríðið brauzt út
framselur ekkert ríki stroku-
menn.
Áður en stríðinu er lokið
tekst mér áreiðanlega að verða
virtur og þekktur í landinu,
þar sem ég sezt að. Það eina,
sem spillir gleði minni, er að
ég geti ekki valið mér land til
dvalar, fyrst stríð geisar. En
það gerir annars ekkert til,
hvar sem ég lendi verð ég fljót-
ur að afla mér virðingar al-
mennings og yfirvalda með líf-
erni mínu, sem skal verða óað-
finnanlegt, eða öllu heldur til
fyrirmyndar.
Sú tilfinning að hafa nú loks-
ins sigrazt á ógnum dauða og
rotnunar er svo sterk, að ég
hugsa um ekkert annað. Loks-
ins hefurðu sigrað, Papillon!
Eftir níu ára stríð ertu loksins
sigurvegari. Beztu þakkir,
Drottinn minn, þú hefðir nú
svo sem mátt koma þessu í
kring aðeins fyrr, en vegir þín-
ir eru nú einu sinni órannsak-
anlegir.
Meðan ég hugsa um það sem
ég gekk í gegnum árin níu í
refsinýlendunni, auk þeirra
tveggja sem ég var í fangels-
um heima í Frakklandi, meðan
ég hugsa um þessi ellefu ár
fylgi ég með augunum bend-
ingu sjóliðans. Hann bendir
með útréttum handlegg og seg-
ir: ,,Land!“
Endir.
Ennþá verður Henri „Pa-
piI!on“ Charriére aff ganga í
gegnum mörg ævintýri, mis-
iafnlega skemmtileg, unz hon-
um tekst aff skapa sér öruggan
osr hamingjusamlegan tilveru-
grundvöll. En viff frönsku
fangelsin og skelfinvar þeirra
var hanji endalega laus.
f dag, tuttugu og fimm árum
eftir þessa atburffi, er Papillon
borgari í Venesúelu, býr í Cara-
cas og er kvæntur. Fangabúff-
irnar á Djöflaeynni og þar í
kring hafa nú veriff lavffar niff-
ur. Sjálfur er Papillon orðinn
margmilljóneri á frásögnunum
af lífi sínu og hefw heimsnt.t
Frakkland þrásinnis síffan bók-
in kom út.
6. tbi. vikan 33