Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 47
ekki við það að við hefðum átt
að láta Marayte taka yður til
fanga. Baeði hann og hin djöful-
lega áhöfn á skipi hans þurftu
að fá ráðningu, en við hefðum
átt að vera harðari. Kit átti að
hengja þessar skepur í þeirra
eigin reiða. Þá hefði málið ver-
ið ljósara og óvinum okkar
hefði fækkað um tvo.
Kit horfði á Blair lækni í
nokkrar sekúndur, svo leit hann
á Nick Halthrop, sem hafði set-
ið steinþegjandi.
— En þú, Nick, sagði hann
vingjarnlega. — Hefir þú ekk-
ert að segja um þetta mál?
— Ég er sammála Alex,
svaraði Nick hægt. — Renard
er hættulegur, og það er alltaf
betra að drepa slönguna, áður
en hún verður skaðleg. Ég held
að enginn hinna víkinganna
hefði þyrmt lífi hans.
Brandon brosti, en brosið var
orðið dálítið háðslegt. — Það
getur verið að þeir hafi ekki
eins mikla andstyggð á böðuls-
starfinu eins og ég, sagði hann
hugsandi.
— Jæja, er það þannig að
skilja! fauk út úr Nick. — Þú
hefðir ekki þurft að óhreinka
hendur þínar Kit. Ég hefði með
ánægju hengt hann fyrir þig,
eins og ég hefði líka verið fús
til að stinga hann í hel hérna
forðum, þegar þú varst of stolt-
ur til að berjast við hann.
Nú varð þrúgandi þögn. Sir
Jocei,yn leit á Alex Blair og sá
að hann var á verði. Damaris
leit frá bróður sínum á Nick
með hræðslulegu augnaráði.
— Ég efast ekki um það,
sagði Kit, — en í bæði skiptin
varð uppgjörið að vera milli
hans og mín, það var ekkert þér
viðkomandi.
Pilturinn varð eldrauður,
stóð svo snöggt upp að stóllinn
valt um koll, en áður en hann
gat opnað muninn, tók Alex
Blair fram í fyrir honum.
Læknirinn hafði líka staðið
snöggt. upp, en hann gat látið
þa líta út sem hann hreyfði sig
rólega.
— Þar sem við höfum nú
lokið máltíðinni, væri þá ekki
notalegt að fá Damaris til að
syngja svolítið fyrir okkur,
sagði hann vingjarnlega.
— Það vil ég gjarnan! Hún
skildi strax hvað vakti fyrir
lækninum og hún sneri sér að
Sir Jocelyn.
— Eigum við ekki að koma
inn í næstu stofu? Ég vona að
þér hafið ánægju af hljómlist?
Hún gekk til bróður síns og
stakk hendinni í lófa hans. —
Komdu Kit! Ég er búin að læra
marga söngva síðan þú varst
síðast heima.
Þau gengu inn í hliðarstofu
og andrúmsloftið varð strax
léttara. Ungfrú Brandon settist
við slaghörpuna og söng gamla
enska söngva og skozkar ball-
öður, sem Alex Blair hafði
kennt henni. Hún hafði ljóm-
andi fallega rödd, skæra og
tæra, en Sir Jocelyn var svo
upptekinn af atburðunum við
matborðið að hann hlustaði
ekki reglulega vel á hana. Hann
hafði ekki verið lengi í húsi Kit
Brandon, en samt nógu lengi til
að hafa það á tilfinningunni að
þetta slétta og fellda yfirborð
huldi einhverja skuggalega und-
irstrauma.
Hann leit á Brandon skip-
stjóra, sem sat í skugga bak við
ljósið og virti systur sína fyrir
sér, og hann var undrandi yfir
hve margslunginn þessi maður
virtist vera. Hvað var það sem
orsakaði hina skyndilegu reiði,
sem hann hafði látið í Ijós
gagnvart Nick Halthrop. reiði,
sem Sir Jocelyn fannst vera
einhver þörf til að svala sér á
einhverju? Hvað gat það verið?
Hatur! Nick var vinur skip-
stjórans. Gat það verið afbrýði-
semi? En það eina sem piltur-
inn hafði gert, var að sýna að
hann var ástfanginn af systur
hans. Þar við bættist sagan um
gullna pardusinn. Það var aug-
ljóst að Kit Brandon bjó yfir
mörgum leyndarmálum, og Sir
Jocelyn, sem var mjög forvit-
inn, hafði líka á tilfinningunni
að hann yrði á einhvern hátt
flæktur í þessi mál.
Þessi tilfinning var svo ste.rk
hjá honum, að þegar hann
nokkru síðar varð einn með
Blair lækni, reyndi hann að
veiða einhverjar skýringar upp
úr hinum raunsæja Skota. Hann
sagði við lækninn að hann von-
aði að björgun hans hefði eng-
ar alvarlegar afleiðingar fyrir
Brandon skipstjóra.
— Það er ekki yður að kenna
Sir Jocelyn, svaraði Alex Blair
alvarlegur í bragði. — Einstaka
menn eru dæmdir til að verða
svarnir óvinir frá fyrstu fund-
um, og þannig varð það með
Kit og Renard. Þeir hafa ætíð
litið hvorn annan óhýru auga,
en fyrir ári síðan kom það fyr-
ir, sem bar eld að glóðinni. Það
var raunalegt að því var ekki
lokið þá, Renard hefði verið
betur kominn með nokkrar
tommur af stáli gegnum sitt
svarta hjarta.
— Um hvað deildu þeir?
spurði Wade, en bætti við í
skyndi: — Ef það er þá ekki
trúnaðarbrot að segja mér frá
því?
Alex hristi höfuðið og brosti
hörkulega. — Nei, það var á
allra vitorði. Það getur Hka
hjálpað yður til að skilja bet-
ur aðstæður hér. Renard sýndi
þá frekju að gefa Damaris hýrt
auga. Hann beið þar til við vor-
um komnir til sjós, þá fór hann
að laumast kringum þetta hús,
með allskonar fagurgala. En
hún er rösk og ákveðin stúlka,
þrátt fyrir allt skvaldrið, að
hún sagði honum hreinlega að
hún vildi ekki sjá hann eða
heyra. Hann hefir mjög háar
hugmyndir um sjálfan sig sá
góði herra, og þessi afneitun
kom honum í versta ham. Hann
sat fyrir henni, þegar hún var
í útreiðartúrum, — þér getið
ímyndað yður hvað hann hafði
í huga ,og hann sló niður reið-
sveininn, sem fylgdi henni, en
sem betur fór, var stúlkan
vopnuð og hún kunni að beita
vopni sínu. Hún skaut hann í
fótinn og komst undan. En dag-
inn eftir var sagan á milli tann-
anna á fólki í Port Royal. Ren-
ard varð að athlægi fyrir að
verða þannig fyrir barðinu á
unglingsstúlku, sem rétt var
komin af skólabekknum.
Sir Jocelyn hló nú líka,
mjög hrifinn.
— Já, ungfrú Brandon veit
hvað hún syngur! En hvað
skeði svo?
— Þegar við komum í land
og Kit heyrði söguna lét hann
strax leggja á hest og reið til
Port Royal, til að hafa uppi á
Renard. Við Nick fórum með
honum og við vorum viðbúnir
morði, því að hafi djöfulleg
reiði nokkurn tíma skinið út úr
augum manns, þá var það þá.
Renard var orðinn sæmilegur í
löppinni og við fundum hann á
knæpu með jafningjum sínum.
Kit dró ekki sverð sitt úr slíðr-
um, en lét svipuna dynia á
skrokk Renards, þangað til
hann féll til jarðar. Svo fleygði
hann svipunni frá sér, eins og
hún væri eitruð og gekk út úr
knæpunni, en þögnin var svo
þung að það var næstum hægt
að þreyfa á henni. Alex þagnaði
'og virti fyrir sér áheyranda
sinn. — Þarna siáið þér, finnst
yður það undarlegt þótt Kit sé
dálítið órólegur?
Wade hristi höfuðið.
— Ég er yður sammála, Blair
læknir. Það væri betra að þessi
Renard væri dauður. En eftir
framkomu hans í gær, datt mér
ekki í hug að hatur hans til
Brandons skipstjóra væri svona
gífurlegt.
— Það er eins og ég hefi
sagt áður, Sir Jocelyn, hann er
ekki kallaður „refurinn" að
ástæðulausu. Það er nefnilega
sannmæli, hann er kaldur,
slóttugur refur, sem bíður í ró-
legheitum eftir tækifæri til að
koma hefndum yfir þá sem
hann hatar. Ég viðurkenni að
ég er órólegur sjálfur. Öll
áhöfnin á „Albatross" hefir ill-
ar bifur á Kit, vegna þess að
hann hafði af þeiim mestan
hluta af ránsfengnum, og með-
an Renard er foringi þeirra ...
— En er það ekki Maryte
sem er foringinn? tók Sir Joce-
lyn fram í. — Ég var viss um
að hann væri skipstjórinn.
— Ja, — hann er kannski
skipstjóri, svaraði Alex og hló
við, — en það er Renard sem
ræður öllu um borð. Hann hef-
ir siglt með þrem skipstjórum,
sem hafa aldrei verið annað en
trjónumyndir, valdir af Ren-
ard, til að verða bitbein, ef
eitthvað óhentugt kæmi fyrir.
Það er aðeins einn maður sem
heldur að hann sé skipstjóri, og
það er Marayte sjálfur.
— Já, Renard er líklega mjög
hættulegur maður, sagði Sir
Jocelyn, alvarlegur í bragði. —
Þér segið að hann sé Frakki,
en hann talar ensku mjög vel.
— Og spænsku og hollensku,
en hann er nú samt sem áður
franskur. Það er það eina sem
maður veit um hann með vissu,
því að hann heldur sínu raun-
verulega nafni vel leyndu. Sag-
an segir að hann hafi eitthvað
verið tengdur við prestastéttina
og hann er sannarlega nógu
lymskulegur til að vera jesúíta-
fjandi, það verð ég að segia.
Alex stóð upp og lagði frá sér
löngu krítarpípuna.
— Jæja, það er orðið fram-
orðið, ég fer að dotta úr þessu.
Góða nótt, Sir Jocelyn.
— Aðeins ein spurning enn-
þá, Blair læknir, sagði Sir Joce-
lyn rólega, um leið og hann
stóð upp. — Hafið þér nokkurn
tíma heyrt Brandon skipstjóra
tala um gullna pardusinn?
— Gullinn pardus? Svipur
læknisins var svo skilningsvana
að það var nægilegt svar. —
Nei, það hefi ég ekki. Mér
finnst það líka vera nokkuð
furðulegt dýr, tæplega húsdýr.
— Það er skjaldarmerki,
svaraði Sir Jocelyn brosandi.
— Hluti af skjaldarmerk.i jarl-
anna af Chelsham, sem eru með
stærstu kaþólsku fjölskyldum
Bretlands.
Framhald í næsta blaði.
6. tbi. VIKAN 4?