Vikan


Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 50

Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 50
— — — — — — í næstu viku Baksvipurinn á Laugaveginum Laugavegurinn er sannarlega glæsilegur, þeg- ar við göngum eftir honum og skoðum girni- legar útstillingar í búðargluggunum. En allir Hlutir eiga sér að minnsta kosti tvær hliðar, eina sem er falleg og snýr fram og svo aðra, sem ekki er eins fögur, af því að minna ber á henni. Hafið þið séð baksvipinn á Lauga- veginum? Hann verður til sýnis i næstu Viku. Nóbels- skáld- konurnar Við höldum áfram að birta sögur eftir skáldkonurpar sex, sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun. I næsta blaði er röð- in komin að hinni vinsælu, sænsku skáldkonu, Selmu Lagerlöf. Tvær vikur á hafsbotni Fimm konur dvöldust í hálfan mánuð i fjögra herbergja hylki, sem komið hafði verið fyrir á þrjátíu metra dýpi í sjónum. Þetta eru fyrstu konurnar, sem unnið hafa slikt afrek, sem gert var í vísindalegum tilgangi. Það segir frá ævintýri þeirra í næsta blaði. Ekki í giftingarhugleiöingum Ethel Kennedy, ekkja Roberts Kennedys, seg- ist ekki vera í neinum giftingarhugleiðingum og allar fréttir þess efnis séu eintómur upp- spuni. Hún segist heldur ekki hafa tima til að skipta sér að stjórnmálum. Við birtum spán- nýja grein um Ethel í næstu Viku. LítiS biaó fyrir börn Lestrarhesturinn, lít- ið blað fyrir börn á aldrinum 6—9 ára, birtist aðra hverja viku. Persónurnar Hrossi og Mússa koma þar við sögu og eiga áreiðanlega eftir að verða vinir margra barna. HITTUMST AFTUR - í NÆSTU VIKU Pennavinir Maria Jónatansdóttir, Laxárvirkjun, Aðaldal, óskar eftir bréfaskiptum við 13—15 ára pilta. Árnína Sigtryggsdóttir, Laxárvirkj- un Aðaldal, óskar eftir bréfaskipt- um við pilta á aldrinum 17—19 ára. Farrarie Giuseppe, Via A. Saffú 26, 20081 Abbiategrasso-Milano, Ital- ia. Tuttugu og tveggja ára háskóla- stúdent, sem ætlar að koma til íslands í sumar, óskar eftir bréfa- skiptum við ísl. pilt eða stúlku. David Holmes, 116 Bedford Hill, Balham, London SW 12, England. Tuttugu og tveggja ára piltur, sem óskar eftir bréfaskiptum við (sl. pilta eða stúlkur. Miss Marianne Valkenburg, Bad- huiskade 14A, 2016 Scheveningen (Z.H.) Holland (Netherlande). Hoi- lenzk stúlka sem gjarnan vill kom- ast í bréfasamband við Islendinga af báðum kynjum. Hún skrifar þýzku, frönsku og ensku. Miss Autje Börck, 10A Brackwell Golus, London N.W.3, England. Þýzk stúlka, búsett um tíma í Eng- landi, vill gjarnan skrifast á við ísl. pilta eða stúlkur. Skrifar bæði ensku og þýzku. Mrs. M. Matthee, „The Willows", Flat No. 11, 4th Avenue, FLORIDA. Transvaal, Republic of South Af- rica. Hún hefur mikinn áhuga á íslandi, landi og þjóð og vill gjarn- an fá upplýsingar á ensku. Mr. Dennis D. Schiitzler, No. 17 2nd Ave, Kieserville, Lichtenburg, South Africa, óskar eftir bréfasam- bandi við stúlkur á aldrinum 16— 30 ára. Mr. Paul De Saedeleer, Brede- straat 99 9300 Elast, Belgium, vill skrifast á við ísl. pilta eða stúlkur, sem hafa áhuga á þjóð- fræði, hljómlist og fþróttum. 50 VIKAN 6- tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.