Vikan - 18.03.1971, Page 9
í tvo mánuði hundeltu þef-
arar bandarísku innanríkis-
leyniþjónustunnar (FBI) hana
fram og aftur um ríkin. Hún
var á lista þessarar sömu lög-
reglu yfir tíu hættulegustu
glæpamenn Bandaríkjanna. —
Hún var eini kvenmaðurinn á
þeim lista.
Angela Davis, tuttugu og sex
ára að aldri, varð þannig
heimsþekkt sem „hættulegasta
kona Bandaríkjanna".
Enginn hafði búizt við, að
þetta ætti eftir að liggja fyrir
þessari ungu, stórgreindu konu,
jafnvel ekki þótt heyrzt hefði,
að hún hefði verið rekin úr
stöðu sinni sem dósent í heim-
speki í Los Angeles af stjórn-
málalegum orsökum. Engum
hafði komið til hugar, að hún
yrði nokkru sinni hundelt sem
hættulegur glæpamaður.
Brot hennar var fólgið i því
að vera eigandi að vopnum
þeim, sem notuð voru er þrír
svertingjar brutust út úr rétt-
arsal í San Rafaele í Kalifor-
níu í ágúst. Frá þeim atburði
muna margir eftir myndum af
hræddum, hvítum dómara, sem
útbrotsmenn tóku sem gísl,
sendiferðabíl, lögreglumönnum
sem skutu og líkum, sem borin
voru á brott.
Einn þeirra vegnu, piltur
sem smyglað hafði vopnunum
til þeirra ákærðu, var „líf-
vörður" Angelu Davis. örfá-
um klukkustundum eftir at-
burðinn hafði lögreglan kom-
izt að því hvaðan skotvopnin
komu og farið heim til Angelu
Davis.
En hún var á bak og burt.
Hún fannst ekki fyrr en eft-
ir tvo mánuði; var gripin á
mjög svo millistéttarlegu mó-
deli í New York í október. f
New York fékk hún að vera
um kyrrt í mánuð eða svo —
illgjarnar tungur herma, að
Nelson Rockefeller ríkisstjóri
hafi talið vissara að koma
haustkosningunum af áður en
hann framseldi hana til Kali-
forníu.
Nú er hún fyrir rétti í San
Rafaele. Samkvæmt kalifor-
nískum lögum er hægt að dæma
hana til dauða fyrir meðsekt
um morð og mannrán.
Þannig er þá í sem fæstum
orðum sagan af Angelu Davis.
En hún skýrir þó varla hvern-
ig þessi kornunga blökkustúlka
og fágaði háskólaborgari gat
allt í einu komizt á lista með
skotóðum geðsjúklingum, leigð-
um atvinnurr.orðingjum og
rugluðum eiturlyfjahrökum. —
Flótti hennar undan lögregl-
unni getur verið nokkuð
spennandi saga út af fyrir sig,
en hefur þó litla þýðingu mið-
að við hina táknrænu merk-
ingu réttarhaldanna gegn
henni, sem koma ef til vill til
með að vekja meiri athygli en
nokkur önnur réttarhöld þetta
árið.
Angela Davis er í þennan
heim borin í Birmingham, Ala-
bama. Birmingham er ein
þeirra suðurríkjaborga sem
komu talsvert við sögu á hin-
um heitu sumrum sjötta ára-
tugsins. Negrar strækuðu á að
ferðast með strætisvögnum,
sprengjur sprungu í kirkjum
þeirra, menn í hvítum kuflum
vöfruðu umhverfis brennandi
krossa á næturþeli. Martin
Luther King var að verða
heimsfrægur, hin gömlu bar-
áttusamtök negranna NAACP
nutu enn verulegrar virðingar
og enginn hafði ennþá heyrt
minnzt á Svarta Panþera.
Móðir Angelu var verknáms-
kennari, faðirinn eigandi að
stórri bensínstöð og sæmilega
efnum búinn. Angela hafði það
eins gott og hugsanlegt var fyr-
ir negrastúlku í Birmingham,
Alabama, fyrir fimmtán árum.
í skólanum kom fljótt í ljós,
að hún var óvenjulegur lestr-
arhestur. Fimmtán ára að aldri
komst hún í skóla í New York.
Hún stóð sig vel, valdi frönsku
sem aðalgrein og fékk styrk til
að nema í Brandeis-háskóla,
sem er meðal þeirra fínustu í
Bandaríkjunum.
Þar tók hún sitt fyrsta próf
í bókmenntasögu, og lokarit-
gerð hennar fjallaði um franska
rithöfundinn Alain Robbe-
Grillet. Kennararnir voru orð-
lausir af aðdáun.
En síðasta árið í Brandeis
tóku framtíðaráætlanir hennar
að breytast. Fram til þessa
höfðu allir haldið, að hún yrði
frábær prófessor í bókmennt-
um, en nú hitti hún prófessor
í heimspeki, sem kom til með
að breyta framtíðaráætlunum
hennar og áhugamálum.
Heimspekiprófessor þessi
heitir Herbert Marcuse.
Þessi þýzkfæddi marxisti
hafði á gamals aldri hlot-
ið heimsfrægð í sambandi við
stúdentaóeirðirnar og kenning-
ar sínar um hinar fáguðu að-
ferðir kapítalíska samfélagsins
til að halda frelsinu niðri eða
ganga af því dauðu, hið svo-
kallaða undirokandi umburð1-
arlyndi.
Angela Davis fór til Þýzka-
lands. Hún kom til Frankfurt
og las Kant, Hegel og Fichte í
Angela handtekin í New York, þá
slétthærð og meS gleraugu, í þeim
tilgangi aS dyljast betur.
Goethe-háskólanum. Hún varð
heimspekingur og sökkti sér
sérstaklega í rökfræði Kants.
Hún var aðeins tuttugu og
þriggja ára, þegar hún sneri
aftur til Bandaríkjanna 1967
og hún fór heim vegna þess,
að hún gat ekki hugsað sér að
vera víðsfjarri kynþætti sínum,
þegar hin sársaukafulla og
átakasama frelsisbarátta hans
tók að hleypa skjálfta í Banda-
ríkin.
Það þýddi þó ekki, að hún
yfirgæfi sína akademísku
framabraut. Hún lagði leið sína
til Kaliforníuháskóla í San
Diego, þar sem Marcuse varð
aftur kennari hennar, og eftir
tvö ár hafði hún reiðubúna
doktorsritgerð sem fjallaði um
„skilgreiningu Kants á ofbeld-
inu í frönsku stjórnarbylting-
unni“.
Háskólinn tók henni opnum
örmum. Hún var stórsnjall
ungur heimspekingur og þar á
ofan svört. Hún átti að verða
dósent og kenna.
Nú var sumarið 1969 og þá
hófst sá þáttur í ferli Angelu
Davis, sem átti eftir að leiða
til áreksturs hennar við banda-
ríska samfélagið. Fram til þessa
hafði hún aðeins verið lítt þekkt
blökkustúlka, sem notið hafði
þess bezta, sem háskólar Vest-
urlanda geta gefið gáfnaljósun-
um sinum.
Þegar áður en skólamisserið
hófst var hún rekin fyrir
kommúnisma. Hún hafði sem
sé gengið í bandaríska komm-
únistaflokkinn, sem er að vísu
ósköp lítill fyrir flokk að sjá
og hefur fengið margan skell-
inn, en virðist óþreytandi, því
að aldrei hverfur hann alveg.
Brottrekstrinum var mótmælt,
og dómstóll vísaði á bug ástæð-
um yfirvalda háskólans fyrir
að víkja henni úr skólanum.
Svo kenndi hún heimspeki í
eitt misseri. Fyrirlestrar henn-
ar voru allir óvenju vel sóttir,
þar á meðal af njósnurum frá
FBI, sem höfðu með sér segul-
bönd. En aldrei tókst þeim að
finna hjá henni neitt, sem nota
mætti til áð flekka með henn-
ar akademíska skjöld.
En hún hélt einnig nokkrar
ræður utan fyrirlestrasalarins.
Ekki voru þær ræður sérstak-
lega herskáar, en dugðu þó.
Hún var rekin á ný frá háskól-
anum, þá tuttugu og sex ára
og þegar þekkt og velvirt sem
dósent í heimspeki.
Jafnvel henni hafði ekki
reynzt unnt að sameina það
bezta úr tveimur heimum, þeim
hvíta akademíska og hinum
svarta og mótmælasinnaða. Al-
varlegri árekstrar voru á næsta
leiti.
Og svo kváðu við skotin í
San Rafael. Næstum engir, sem
þekkja Angelu, trúa því að
hún hafi skipulagt verknaðinn.
— Hún er kyrrlát og for-
sjál, bókaormur sem hrundið
hefur verið fram í sviðsljósið,
segja starfsbræður hennar. —
Og þar að auki hefði Angela
aldrei farið að gera neitt svo
kauðalegt og blóðugt.
Hvers vegna flýði hún þá?
— Vegna þess að hún, líkt
og aðrir róttækir blökkumenn,
gerir sér enga von um að fá
réttláta málsmeðferð fyrir
bandarískum dómstólum, segja
vinir hennar. — Angela er
dæmd fyrirfram, sérstaklega í
því íhaldsbæli sem Kalifornía
er.
Margir bæta því við, að hinn
frábæri menntaferill hennar
verði henni trúlega til ills eins
frammi fyrir dómstólunum.
Kalifornískir dómarar og FBI-
snatar hafa engan smekk fyrir
siðfræðilegum boðum Kants,
Framhald á bls. 40.
ll.TBl. VIKAN 9