Vikan


Vikan - 18.03.1971, Síða 11

Vikan - 18.03.1971, Síða 11
Hinir fljúgandi furSuhlutir kváSu aS jafnaSi líta út eitthvaS í líkingu viS matarilát eSa höfuSföt, likt og þeir sem viS sjáum nú vikulega í sjónvarpinu. búinn og að ljósið í geimfarinu vildi eklci lifa. Karlmaðurinn skýrði svo frá að hann gæti ekki lesið á tækjaborðið og að útvarpssendingarnar til þeirra heyrðust illa. Þá var geimfarið þó ennþá á réttri braut. En eft- ir kvöldið tuttugasta og fjórða febrúar heyrðist ekki meira frá geimfarinu. Af opinberri hálfu sovéskri var fullyrt að ekkert geimfar hefði verið sent á braut um- hverfis jörðu á þessum tíma. Tveir ítalskir fjarslciptafræð- ingar, Achille og Gianbattista Judice frá Torre Bert fullyrða að þeir hafi sannanir fyrir því gagnstæða. Þeir hafa tekið á segulbandstæki brot úr send- ingunum tuttugasta og fyrsta febrúar 1961, ásamt hjartaslög- um og andardrátti geimfaranna tveggja. Frægur hjartasérfræð- ingur, prófessor Dogliotti, hef- ur vottað að þessi líffræðilegu hljóð séu ófölsuð. „EINS OG RISAKÖNGULÓ“ „Stórfurðulegur, hræðilegur hlutur fer rétt framhjá okkur. Þétt framhíá .. . það er eins og stórar lappir standi úr þessu öllumegin .. . það minnir á risa- könguló...“ Þessi fjarsending kom frá bandaríska geimfarinu Gemini 4 með geimfarana Edward White og James McDivitt inn- anborðs. Það var fimmta iúní 1965, og Gemini 4 var yfir Ha- waii í tuttugustu hringferð sinni um iörðina: allur sá leið- angur átti að taka fiögur dæg- ur. Eftir fimmtán sekúndur var þessi undarlegi hlutur horfinn út í myrkan geiminn, og í geimferðastiórnstöðinni í Hous- ton tóku menn heldur betur við sér. f flýti var rannsakað hvaða gervihnettir gætu verið í nám- unda við hið mannaða geimfar. Svarið fékkst nærri þegar í stað. Geimfararnir hlutu að hafa mætt áður uppsendum Peaasus-gervihnetti, sem er heilmikið flykki með „fætur“, sem felldir eru niður með sjálf- virkum útbúnaði. Pegasus þessi hafði það verkefni að kanna hversu mikið af smádrasli vm- isskonar fyrirfyndi sig í geimn- um, þar með tíðni loftsteina. Pegasus var álíka breiður og stór farþegaflugvél milli væng- brodda. En í Houston sást mönnum yfir mikilvægt atriði. Þegar Gemini 4 var á leið yfir Hawaii, var Pegasus að minnsta kosti í fimmtán hundruð kílómetra fjarlægð þaðan. Hluturinn sem geimfararnir sáu var hinsvegar aðeins nokkur hundruð metra frá þeim. í fjarskiptaviðtalinu tilkynnti McDivitt að hann hefði tekið mynd af „köngulónni“, en jafn- skjótt og Gemini 4 var lentur, gerði bandaríska geimferða- stofnunin NASA allar filmur úr ferðinni upptækar. McDivitt. og White var meira að segja bannað að ræða frjálslega við blaðamenn. Þegar pressan heimtaði filmuna með myndun- um af „köngulónni", gerði NASA loks opinbera aðeins eina myndanna. Hún sýnir lýsandi, ávalan hlut, og aftur úr honum stendur einskonar glóandi hali. Öðrum myndum af filmunni og ummælum geimfaranna heldur NASA leyndum. White var einn þeirra þriggja geimfara, sem fórst í Apollo- slysinu á skotpallinum á Kenne- dy-höfða í janúar 1967. SPRENGINGAR í APOLLO 13 Nóttina milli þrettánda og fjórtánda apríl í fyrra voru þrír geimfarar, James Lovell, Fred Haise og John Swigert á heljarbarmi, þegar sprenging varð í geimfari þeirra, Apollo 13. sem var á leið til tunglsins. Hvað orsakaði þessa spreng- ingu? Erik Tandberrg, geimferða- sérfræðingur sænska útvarps- ins, var spurður út úr um þetta atvik. — Hver er sennilegasta or- sökin til sprengingarinnar í Apollo 13? — Trúlegast er að hún hafi stafað af tæknilegum mistök- um. Apollofarið flutti með sér þriú hundruð kíló af fljótandi súrefni, sem skipt var á tvo geima. Það þarf að hita upp þetta súrefni til að hægt sé að nota það, og þessvegna eru sér- stakar hitaleiðslur lagðar um- hverfis geimana. Sennilega hef- ur orðið skammhlaup og ofhit- un í leiðslunum, þannig að súr- efnið hefur hitnað um of og sprungið. — Getur þetfa ekki hafa stafað af utanaðkomandi ástæð- um? — Ekki er hægt að útiloka að loftsteinn hafi hitt geimfarið. En hann hlýtur þá að hafa verið lítill. Stór loftsteinn hefði mal- að geimfarið í smátt. — Gæti Apollo 13 hafa rekist á áðuruppsendan gervihnött? — Gamlir gervihnettir í geimnum eru orðnir vandamál Bæði Bandaríkjamenn og Sov- étmenn hafa síðustu árin sent upp fjölda gervihnatta, og þeir eru orðnir að stórhættulegu drasli sem fer í hringi um- hverfis jörðina. En Apollo 13 var kominn svo langt út í geim- inn — meira en á miðja leið til tunglsins — að hann ætti að hafa verið úr allri hættu af gervihnöttunum. En þó er al- drei að vita ... — Hvað viljið þér sem tæknispekingur og vísinda- maður segja um svokallaða fljúgandi diska og kenningar um verur frá öðrum hnöttum? — Maður skyldi gæta þess að útiloka ekkert algerlega. En ég vil bíða með að segja skoðun mína á málinu uns öruggar sannanir liggja fyrir. Níutíu og fimm prósent allra svokallaðra sannana, sem meðhaldsmenn fljúgandi diska leggja fram, standast ekki nánari rannsókn. — En hvað um fimm pró- sentin, sem þó eru eftir? — Ég bíð átekta hvað þeim viðvíkur. Diskatrúarmenn um heim all- an álíta að Apollo 13 kunni að hafa orðið fyrir skoti frá ver- um úti í geimnum. í Pentagon, aðalstöðvum bandaríska hers- ins, hjá NASA og í bandaríska flughernum er hlegið að þeirri lcenningu. En Pentagon lagði nýlega hálfa milljón dollara í rannsóknir á diskafyrirbrigð- um, og þangað til nýlega hefur Bandaríkjaflugher haft sjálf- stæða deild til samskonar rann- sókna. Framhald á bls. 36. ll.TBL. VIKAN ll

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.