Vikan - 18.03.1971, Síða 19
HUGSIÐ VEL UM
EIGINMANNINN
2. GREIN
Mönnum hættir við að fitna með aldrinum. En áður en þér farið að
gera einhverjar ráðstafanir, verðið þér að ganga úr skugga um raun-
verulegt ástand heilsu hans.
EN GLEÐJIÐ HANN SJÖUNDA DAGINN
skynsamlegt að ganga of langt.
Það er hægt að ná góðum ár-
angri með litlum breytingum
á maíseðli mannsins þíns, t. d.
að nota jurtafeiti eða jurta-
olíu við steikingu. Það er mjög
líklegt að maðurinn taki ekki
einu sinni eftir því.
Það er líka athyglisvert að
margar grænmetis- og ávaxta-
tegundir eru nokkuð hitaein-
ingaríkar og þess vegna er
ekki einhlítt að borða
eins mikið af ávöxtum og
mann lystir. Til dæmis er bezt
að fara varlega í að borða of
mikið af næpum, rauðrófum og
öðrum rótarávöxtum. Meðal-
stór banani inniheldur 100 hita-
einingar, eitt glas af appelsínu-
safa jafngildir einu glasi af
öli!
Magurt kjöt og fuglakjöt
getur maðurinn borðað eftir
vild. Það sama er að segja um
ofnbakaðan, glóðarsteiktan fisk.
Margar ostategundir eru líka
hitaeiningasnauðar og salat er
hættulaust. En það er um að
gera að forðast mjölmat og
majonessósur.
En þú verður nú að vera
mannleg á sumum sviðum. —
Eileen Fowler, þekktur sér-
fræðingur í næringarefna-
fræði, mælir með því að setja
manninn á megrunarfæði sex
daga vikunnar, en gera sunnu-
daginn að hátíðisdegi hvað
matinn snertir. Þá á eiginmað-
urinn að fá að njóta þess mat-
ar, sem hann hefur dálæti á,
jafnvel þótt það sé rjómarönd
með karamellusósu.
— Það fyrirkomulag hefur
tekizt, segir hún. — Og mundu
að það verður að takast ef þú
vilt að maðurinn þinn lifi jafn
lengi og þú. Er ekki líka
hugsunin um það að fá að eld-
ast saman og halda heilsu þess
virði að reyna allar leiðir?
☆
11. TBL. VIKAN 19