Vikan - 18.03.1971, Síða 21
hverfinu (Old Town) en varð
að spila eintómt twist. Allt vai
twist — meira að segja „Harni
á afmæli í dag. ... “
— Það næsta sem ég komst
til að kynnast blues-snillingum,
var í gegnum Mike Bloomfield.
Hann átti kaffihús í Chicago
um þetta leyti og var þar stund-
um með fólk eins og Big Joe
Williams og aðra sem höfðu
verið frægir en síðan gleymd-
ir. Þetta hús sitt kallaði hann
„Fickle Pickle“, og ég fór þang-
að einstaka sinnum og skemmti
mér. Allt annað í Chicago þá
var hundleiðinlegt. Allir voru
að stæla Elvis Presley og Bobby
Vee og heima í Texas voru all-
ir að stæla Ray Charles og
James Brown.
— Þá fór ég aftur heim til
Beaumont og stofnaði hljóm-
sveit, sem var til í nokkra
mánuði. Edgar bróðir hafði
stofnað jazzhljómsveit sem var
í Atlanta og þeir áttu ekki einu
sinni að éta. Þeir höfðu komizt
í kynni við einhvern umboðs-
mann þar, en hann vildi ekki
taka þá að sér nema þeir spil-
uðu eitthvað annað.
— Ég slóst í hópinn og við
spiluðum næri hvað sem var.
Rokk, soul, blues og meira að
segía lög frá Beatles og Rolling
Slones, sem voru þá að byria.
Ég hlustaði alltaf á blues og
gerði allt sem ég gat til að
koma blues inn í prógrammið
hjá okkur.
— Og svo fyrir um það bil
þremur árum síðan gerði ég
mér grein fyrir því að það var
til nóg af fólki sem vildi hlustn
á blues. Heima í Texas voru
engir hvítir menn í blues. En ég
stofnaði mína eigin blues-
hljómsveit og fékk með mér
bassaleikara og trommara. o«
í um það bil ár vorum við í
Texas. Svo hittum við Steve
Paul, sem er nafn í New Yoork.
og þegar hann hafði farið með
okkur þangað fórum við að
spila inn á plötur fyrir CBS.
— Við byrjuðum sem tríó, en
Edgar bróðir gekk í lið með
okkur fyrir hálfu öðru ári síð-
an. Hann spilar á píanó, saxó-
fón, svolítið á trommur og svo
syngur hann. Hann hafði þá
verið í Houston og gerði ekki
neitt, og þar sem við höfðum
verið þrír saman í heilt ár, datt
mér í hug að fá Edgar með okk-
ur. Það hefur reynzt vel. Hann
er svolítið klassískur í sér, svo
hver veit nema við förum eitt-
hvað út í það þegar fram í
sækir. -fr
\y ,
V' V:
"
iil
»1111
m
11. TBL. VIKAN 21