Vikan


Vikan - 18.03.1971, Síða 22

Vikan - 18.03.1971, Síða 22
SITT AF HVORU TA6I SÚRMJOLKUR- ábætir 5 dl súrmjólk 3 msk. sykur 2V2 dl rjómi ca. 3 msk. saxaðar hnetur eða möndlur ca. 3 msk. rúsínur 1 tsk. vanillusykur eða romessens 8 bl. matarlím Þeytið súrmjólkina vel með sykrinum. Þeytið rjómann. Blandið súrmjólkinni, rjómanum, möndl- unum, rúsínum og bragðið til með essens. Matarlímið sem áður hefur verið lagt í bleyti í kalt er brætt yfir gufu. Ylvolgu er því hellt saman við hræruna og hrært stöðugt í. Hellt í form eða skál sem áður er skoluð með köldu vatni, þá er hægt að hvolfa ábæt- inum, þegar hann hefur náð að stífna. Dröfn H. Farestveit vikunnar DOMATOSALATA ME POTATIS (tómatsalat með kartöflum) 500 gr tómatar 300 gr kaldar soðnar kartöflur 3 laukar % dl olívuolía 1 msk. smjör sósa: V2—% dl olívuolía 1V2 msk. sítrónusafi ostur salt, pipar, oregano Kartöflur og tómatar skorin í þykkar sneiðar. Laukurinn flysjað- ur, skorinn í hringi og brúnaður í blöndu af olíu og smjöri. Tómat og kartöflusneiðar settar til skiptis á kringlótt fat. Sósunni blandað vel saman og hellt yfir. Látið salatið standa í ca. V2 klst. áður en það er borið fram. Setjið að síðustu steikta laukinn í hrúgu á mitt fatið. Laukurinn þarf ekki að vera heitur. Stráið oregano, salti og pipar yfir. Berið fram með fisk og kjötréttum. KJÖTBÚÐINGUR MEÐ HRÍSGRJQNUM 3 dl fíntsaxað kjöt, steikt eða soðið (afgangar) 1 meðalstór laukur lV2msk. smjör eða smjörlíki V2—% tsk. salt pipar 1 dl hrísgrjón 2 dl vatn 4 dl mjólk 1 stórt egg 1—1V2 msk steikarsoð eða teningasoð Sjóðið hrísgrjónin í vatninu við vægan hita í 15 mín. Hellið síðan mjólkinni saman við og sjóðið áfram í ca. 25 mínútur eða þar til grjónin eru orðin meyr og vökvinn soðinn upp. Látið kóina. Fíntsaxið laukinn og steikið hann linan í smjöri. Bætið fint- söxuðu kjötinu útí og kryddið með salti og pipar. Blandið með hrísgrjónunum og eggjunum. Þynnið með kjötsoði eða teninga- soði. Setjið í smurt form. Bakið við 225° í ca. 1 klst. Berið fram með smjöri og soðnu grænmeti. KJÖTBOLLUR ÁANNAN HÁTT 400 gr saxað kjöt 1 stór laukur 4 msk. hveiti 1V2 dl kalt vatn salt, pipar Smjör eða smjörlíki til að steikja úr Hrærið mjölið út með vatninu 22 VIKAN ll.TÐL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.