Vikan


Vikan - 18.03.1971, Qupperneq 26

Vikan - 18.03.1971, Qupperneq 26
STEFNIR AÐ HBMSMETI afreksmenn á sviði íþrótta eru góð landkynning, sem ekki má vanmeta. Vissulega er hinn dýri ferðakostnaður Þrándur í Götu. Mér finnst rikja of mikið skipu- lagsleysi og tilviljun í þessum málum. Það vantar öruggar á- ætlanir, sem hægt er að treysta. íþróttamaðurinn þarf oft mán- uði og jafnvel ár til að undir- búa sig fyrir stórátök og þá verður hann að geta treyst því að áætlanir um ferðir og undir- búning standist, annars er allt unnið fyrir gíg og hann gefst upp. Brýn nauðsyn er að fá að reyna sig við erlenda toppmenn nokkrum sinnum á ári. Þetta hefur stundum viljað bregðast. Þjálfun og tæki eru af skornum skammti, þó að stöðugt sé þetta að batna og ólíkt betri er að- staðan nú, en hún var t.d. fyrir fimm árum eða svo. En betur má ef duga skal. — Æskufólk á margra kosta völ nú á dögum, og hætturnar og freistingarnar eru einnig miklar. Telur þú að iðkun íþrótta, hvort sem það er í eins ríkum mæli og hjá þér eða minna, geri unga menn og kon- ur hæfari til að takast á við vanda lífsins og lífsbaráttunn- ar? — Það er vissulega rétt, að margar freistingar og jafnvel hættur í því sambandi steðja að ungu fólki í dag. Að mínu áliti er fátt betra en íþróttir, til að gera unga fólkið fært um að mæta þessum hættum. íþróttaiðkun er eitt bezta og hollasta tómstundastarf fyrir ungt fólk nú á dögum. Ungt fólk verður að fá útrás og fátt er betra en íþróttir í þeim efn- um. Vinnan verður stöðugt létt- ari og vinnutíminn styttist og þörfin fyrir tómstundastörf eykst jafnt og þétt. í íþróttun- um skiptist á mótlæti og með- byr, menn læra að taka tillit til annarra og fara eftir settum reglum. Þessir þættir eru einn- ig i lífinu sjálfu og sannur íþróttamaður er að mörgu leyti hæfari til að aðlaga sig eðli lífsins en flestir aðrir. — Kapphlaupið um met og 26 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.