Vikan


Vikan - 18.03.1971, Page 27

Vikan - 18.03.1971, Page 27
sigra í íþróttum er sífellt að harðna, æfingar og tækni er út- reiknað vísindalega af sérfræð- ingum. Er ekki hægt að ganga of langt í þessum efnum, jafn- vel það langt, að íþróttamaður- inn gleymist? — Flestir toppmenn í frjáls- um iþróttum í dag eru að mínu áliti atvinnumenn, þó að þeir fái að keppa á Olympíuleikum, sem teljast leikar áhugamanna í orði kveðnu. Segja má, að sá tími sem fer til æfinga og keppni hjá toppfólkinu sé slík- ur, að frá leitt sé að flokka það undir núgildandi áhugamanna- reglur í þeim skilningi orðsins. Satt að segja óttast ég ekki að neiri hætta sé á því, að íþrótta- maðurinn gleymist í hinu mikla kapphlaupi um met og sigra. Ég tel jafnvel meiri hættu á því að það gleymist að veita íþrótta- mönnum margra þjóða þau tækifæri, sem þeir þarfnast til að komast í fremstu röð. At- vinnumennskan ryður sér nú stöðugt meira til rúms í ýmsu formi, á ég þar við allskonar stuðning, bæði í formi greiðslna og ýmiskonar fyrirgreiðslu, ég álít slíkt framtíðina í íþróttun- um. Ekki er að sjá, að atvinnu- menn njóti minni ánægju af íþróttunum og þá er þó hægt að gera til þeirra ákveðnar kröf- ur. Áhorfendur koma ekki á kappmótin, nema iþrótamenn- irnir standi sig vel. Mér finnst stefnan í íslenzku íþróttalífi alltof einstrengingsleg og ekki í samræmi við nútímann. — Hvert er svo takmark þitt í náinni framtíð? — Eg stefni að því að setja nýtt heimsmet í kringlukasti. Slíkt kann að þykja nokkurt sjálfsálit, en án þess nær íþróttamaðurinn ekki langt. Varla æfði ég 2 til 3 klukku- tíma á dag, ef ég væri ánægður með árangurinn. Það var vissu- lega ánægjulegt að sigrast, á 60 metra takmarkinu í sumar, en næst stefni ég að heimsmetinu. ★ ll.TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.