Vikan


Vikan - 18.03.1971, Síða 29

Vikan - 18.03.1971, Síða 29
að komast hjá vandræðum og leið- indum, væri eins gott fyrir hana að fylgja ráðum hans og lúta vilja hans . . . Hin nýja villa Bergmans konsúls var enn uppljómuð í vetrarnóttinni, þegar þau héldu af stað heimleið- is. Mikaela hafði ætlað að setjast í aftursæti bílsins, en Börje hjálpaði henni upp í framsætið, og það var svo margt fólk þarna á bílastæð- inu fyrir utan villuna, að Mikaela þorði ekki að mótmæla af ótta við að það vekti eftirtekt. Það var víst jafn gott að það kæmist ekki á kreik neinn kvittur um missætti innan Rickardssons-fjölskyldunnar. — Skemmtirðu þér ekki vel, spurði Börje allt í einu. — Jú, þakka þér fyrir, svaraði Mikaela. Hún sat í pelskápunni sinni eins langt frá honum og hún gat. Þessi vingjarnlegi tónn í rödd hans róaði hana ofurlítið. Hana grunaði, að hann væri falskur, en hún þorði samt ekki annað en vera vingjarnleg við hann á móti. Hún fann skyndilega, hve þreytt hún var orðin og hversu mjög hún þréði að komast heim. — Ingvar getur sannarlega ver ið stoltur yfir því að hafa teiknað þessa stórkostlegu villu, sagði hún. — Þarftu alltaf að tala um Ingv- ar, sagði Börje og gat ekki leynt qremju sinni. — Getum við ekki heldur talað um, hvernig okkur tveimur muni koma saman í fram- tíðinni? Mikaela hrökk við. Svona stutt- ur hafði fresturinn sem sagt verið. — Við höfum nú ekki mikið til að tala um, sagði hún. — Það er víst ekkert fyrir okkur að gera ann- að en bera okkur vel. Það vitum við bæði. — En elskan mín góða, sagði Börje. — Þarftu alltaf að vera svona skelfilega köld í framkomu gagn- vart mér. Það liggur við, að maður frjósi, þá sjaldan þú lítur á mann andartak. Vertu nú svolítið skyn- söm, Micka. Getum við ekki verið vinir? Hann sleppti annarri hendi af stýrinu og dró Mikaelu nær sér í einu vetfangi. Það var ekki ætlun hans að gera neitt meira, en Mikaela brást reið v'ð, og þá varð Börje gagntekinn cmótstæðilegri girnd, sams konar girnd og hann hafði áður fengið svalað hjá Ingigerði í Stokkhólrri. Tak hans um Mikaelu harðnabi. Hann vissi varla lengur, hver hún var. Hann vissi það eitt, að hún var ung kona, sem hann vildi kom- ast yfir. — Slepptu mér strax! Rödd Mikaelu var hvöss eins og eggjárn, en innst inni var hún dauðhrædd. Hún var á valdi hans. Hann gat gert við hana hvað sem hann vildi. Og nú var ekki aðeins um ham- ingju og framtíð hennar og Ingvars að ræða, heldur einnig barnsins, sem hún átti von á. Hún fylttist ólýsanlegum viðbjóði á Börje. Hann skyldi aldrei fá að hafa neitt með hana að gera og því síður barnið hennar, ekkert fram yfir hið kalda hlutleysi, vopnahléð, sem hafði ríkt á milli þeirra í nokk- urn tíma. Hún hefði getað sagt sér sjálf, að það mundi ekki geta staðið yfir til eilífðarnóns. Hversu heimsk hafði hún ekki verið að láta sér detta í hug, að hún gæti verið ein í bíl með honum, án þess að eitthvað kæmi fyrir, og það þegar hann hafði drukkið talsvert. — Slepptu mér, hrópaði hún og reyndi að slíta sig lausa. Það var rangt af henni að berj- ast gegn honum. Það var of hættu- legt. En hún gat ekki annað. Nú þrýsti hann andliti sínu að hennar og kyssti hana. Hann hafði kysst hana oft á kinnina, án þess að hún fengi rönd við reist, en þetta var heitur og ástríðuþrunginn koss. Henni varð óglatt. Hún ýtti honum frá sér af alefli og sló hann síðan með berum hnefa beint i andlitið. Við höggið varð Börje frávita af bræði og jós úr sér svívirðingum og ókvæðisorðum. Hann tók fast um stýrið með báðum höndum og reyndi að halda bílnum á vegin- um, en það var hægara sagt en gert. Mikil hálka var á veginum og auk þess fylltust augu Börjes af tárum vegna reiði og sársauka, svo að hann sá ekki vel út. Vegurinn lá í gegnum skóg. Bíllinn brunaði áfram og dansaði á veginum. Börje var fyrir löngu búinn að missa stjórn á honum. Trén, hugsaði Mikaela. Þau verða okkur að falli. Hún sá hvern- ig hver svartur stofninn á fætur öðrum rann framhjá glugganum. Fyrr eða síðar mundi bíllinn fara út af veginum. Þess varð heldur ekki langt að bíða. Skerandi brothljóð ásamt þungum dynk var hið síðasta sem Mikaela heyrði, áður en hún missti meðvitund. Myrkrið umlukti hana. Henni fannst eins og það kæmi í bylgjum á móti henni. Stundum sá hún rauða flekki. En skyndilega rofaði til. Skær birta streymdi til hennar og skar hana í augun. Það er lampinn, hugsaði húri gröm. Slökkti ekki Ingvar á hon- um, þegar við fórum að hátta í gærkveldi? Hún þreifaði við hlið sér, en þar var enginn. Aðeins ís- kaldur snjór og tunglskin. Hún lá ekki í rúmi sínu við hlið manns síns. Hún lá í hlíð fyrir neðan veg- kantinn, og eitthvað skelfilegt hafði gerzt. Varlega reisti hún sig upp á olnbogann, en allt hringsnerist fyrir augum hennar. Andartak hélt hún, að hún gæti ekki staðið á fætur, en hún harkaði af sér og neytti allra þeirra krafta, sem hún bjó yfir. Loksins tókst henni að komast upp á hnén, og þá gat hún staðið upp. Hún virtist vera óbrotin. Hún gat staðið og hún gat hreyft handleggi, fætur og höfuð. Ottaslegin og skjálfandi tók hún að svipast um í kringum sig. Bíllin lá nokkru neðar, eins og svört klessa ( tunglskininu. Og skammt frá gat hún greint eitthvað sem líktist mannleqri veru. Það var eins og einn skuggi á meðal ótal annarra skugga þarna í skóginum. Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún mundi eftir sam- tali þeirra í bílnum. Hún mundi eftir hinum viðbjóðslega, raka kossi Börjes. Og síðan allt þetta. Var hann lifandi? Eða var hann látinn? Tennurnar skulfu í munni hennar, á meðan hún gekk hægum og reikandi skrefum nær bílflak- inu. Börje Rickardsson lá grafkyrr. Annar handleggur hans var beygð- ur undir honum og andlft hans var allt skrámað og afskræmt. En það var ekki það, sem gerði það að verkum, að hún fór að skjálfa öll frá hvirfli til ilja. Það var hinn handleggurinn, eða öllu heldur það, sem einu sinni hafði verið handleggur hans. Hann var allur sundurtættur, og blóðið fossaði úr honum. Hún varð að gera eitthvað. Honum mundi blæða út, nema ein- hver kæmi honum þegar til hjálp- ar. Hún varð að hjálpa honum. En hvernig átti hún að fara að því? A aðra hönd var þéttur og dimmur skógurinn. Ekkert Ijós sást f honum. Átti hún að reyna að fara aftur til villu Bergmans kon- súls? Ef til vill mundi hún mæta öðrum gestum sem væru á heim- leið. Þeir gætu sent þegar í stað eftir lækni og sjúkrabíl. Þeir gætu ef til vill náð strax í einhvern, sem vissi hvað hægt væri að gera fyrir mann, sem var á sig kominn eins og Börje nú. En var hann lífs eða liðinn? Allt í einu sá hún sér til skelf- ingar, að augu hans voru opin. Hann leit á hana og varir hans bærðust ofurlítið. — Mikaela, heyrði hún, að hann hvíslaði veikum rómi. Hann kallaði hana ekki Micku núna, heldur Mikaelu. Hún beygði sig yfir hann og hlustaði milli von- ar og ótta eftir frekara lífsmarki. En ekkert heyrðist meira frá hon- um, og hann hreyfði hvorki legg né lið. Hún varð að reyna að binda um handlegginn. Hún varð að gera eitthvað, sem gæti stöðvað blóðrás- ina. Annars mundi hann deyja Og skyndilega heyrði hún rödd, sem kallaði innra með henni: Láttu hann deyja! Það er lausn- in. Þá losnarðu við hann f eitt skipti fvrir öll. Þá þarftu ekki fram- ar að óttast neitt. Þá geturðu loks- ins orðið hamingjusöm . . . í sama bili blygðaðist hún sín. Hver var hún eiginlega? Hver var þessi illi andi, sem hafði hvísl- að slíkum hugsunum að henni? Hún varð að hjálpa honum. Hún lagði af stað. Með miklum erfiðismunum tókst henni að klöngrast upp hlíðina og á veginn. Síðan hófst eilífðarganga hennar eftir veginum í leit að hjálp. Hún nekk og gekk eins og kraftarnir leyfðu. Stundum hrasaði hún og datt. Stundum var hún orðin svo máttfarin, að hún varð að hvíla sig lengi, áður en hún gat hafið göng- una á ný. Loksins sá hún bflljós í fjarska og heyrði vélarhljóð færast nær og nær . . . (Niðurlag næst). ll.TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.