Vikan


Vikan - 18.03.1971, Page 31

Vikan - 18.03.1971, Page 31
Hús og húsbúnaður STÍLFEGURÐ OG NOTAGILDI Húsgögn, sem hægt er að breyta með einu liandtaki og þjóna þannig fleiri en einum tilgangi, eru liagkvæm, sérstaklega þar sem húsrými er lítið. Rauði sófinn neðst á síðunni hér til vinstri hentar til að mynda sérstaldega vel fyrir þá, sem búa í einni stofu og liafa ekkert svefnherbergi. Með því að taka sessurnar og raða þeim á gólfið er á augabragði komið hið þægi- legasta rúm. Ú.tdregnir svefnsófar liafa lengi verið yinsælir, en þessi aðferð er ekki síðri. Enn nýstárlegri eru stólarnir á stóru mynd- inni hér til vinstri, en þeir eru sundurdregnir og liægl að hafa þá á þrjá mismun- andi vegu, eins og myndin sýnir. Bæði húsgögnin eru frönsk og höfundarnir hafa haft i heiðri þær megin- reglur að hafa þau form- fögur og stílhrein, en jafn- framt gætt þess, að þau búi vfir fjölhreytilegu notagildi. SKRIFPÚLT Það var til siðs hér í gamla daga að skrifa standandi við púlt en elcki sitjandi við skrifborð eins og nú tíðkast. Til eru þeir menn sem enn kjósa helzt að skrifa við ])últ, til dæm- is Ilalldór Laxness. Einnig mun Ilemmingway alltaf hafa unnið á þennan hátt. Gamaldags húsgögn og munir eru nú mjög í tizku, eins og kunnugt er, og einn- ig skrifpúltið liefur gengið i endúrnýjun lífdaganna. — Hér til liægri sjáum við spánnýtt, þýzkt skrifpúlt, einfalt i sniðum og fyrir- ferðarlítið. Menn verða kannski ekki Nóbelsskáld af því einu að skrifa stand- andi, en svona skrifpúlt er frumlegt og skemmtilegt húsgagn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.