Vikan - 18.03.1971, Page 33
GULLNI PARDUSINN
Framhald af bls. 16.
berginu. Chelsaham stóð graf-
kyrr og pírði augunum. Hvað
var hann að hugsa. Um æðis-
legan eltingarleik í tunglskini,
skammbyssuskot og hatursfull
orð manns, sem hrósaði sigri /
dauðanum. Jarlinn dró djúpt
andann og skaut þessum hug-
renningum frá sér.
— Hvaða vitleysa, sagði
hann stuttaralega. — Hvernig
gæti dóttir Margaretar verið
hér, það var í Englandi sem hún
hvarf fyrir fimmtán árum.
— Mér skjátlast ekki! sagði
Martin þrjózkulega. — Hún er
ekki eingöngu lík henni í útliti,
heldur hefir hún líka rödd
hennar og fas. Þessutan er það
nokkuð annað sem ég byggi
þetta á. Jocelyn Wade hafði
fengið hugboð um eitthvað slíkt
áður en ég kom til Jamaica.
Jarlinn hlustaði á ákafa rödd
bróður síns. Andlitið var svip-
laust en á bak við grímuna
hugsaði hann hratt. Hann fann
að þessar upplýsingar gátu ekki
túlkast nema á einn hátt. Dóttir
Lady Margaret var þá að lokum
fundin, og hann hafði ekki fyrr
meðtekið þessar upplýsingar en
hann var farinn að hugsa sér
leið til að komast að hinu sanna
og yfirvega hvernig hann gæti
sem bezt notfært sér þessa stað-
reynd til eigin þarfa.
— Jæia, sagði hann, þegar
Martin þagnaði, — það er þá
þessvegna sem leit mín bar ekki
árangur, þegar ég kom aftur til
Englands. Þessi Brandon hefir
þá tekið barnið með sér til
Jamaica. Hann hrukkaði ennið.
— En hversvegna? Hvað gat
iegið til grundvallar flótta hans
frá Englandi?
— Það getur verið að hann
og móðir hans hafi verið búin
að taka svo miklu ástfóstri við
hana að þau hafi verið hrædd
um að missa hana, sagði Martin.
— Það sem ég er mest hissa á er
að Tremayne skildi láta dóttur
sína í hendur konungsinna.
— Hann hefir ekki haft tíma
til að kanna stjórnmálaskoðan-
ir Brandons, þar sem ég var á
hælum hans. Það getur verið
að hann hafi haft von um að
leiða mig á villigötur, og sækja
svo barnið, þegar hann væri
búinn að hrista mig af sér. En
hann dó.
— Og þau héldu barninu og
ólu hana upp sem sitt eigið
barn, sagði Martin hugsandi. —
Það getur húgsast að það hafi
ekki gert svo mikið til að fað-
NY
LAUSN
STUÐLA-
SRILROM
Lóttur veggur með
hillum og skápum,
sem geta snúið
á báða vegu.
Smiðaður i eimngum
og efftir máli, úr
öllum viðartegundum
Teikning: Þorkell G
Guðmundsson
húsgagnaarkitekt.
SOLUSTAÐIR:
Sverrir Hallgrimsson
Smíðastofa,
Trönuhrauni 5.
Simi: 51745.
Hus og skip
Sími: 84415.
Hibylapryði,
Hallarmúla.
Simi: 38177.
ir hennar dó, hún hefir verið
alin upp í trú á konungsríkið,
þótt hún hafi ekki verið alin
upp í réttri guðstrú.
Chelsham var svo sokkinn
niður í sínar eigin hugsanir að
hann heyrði ekki hvað bróðir
hans sagði. Það hafði verið
ákaflega einfalt mál að leyna
fjölskylduna ódæðinu. Hann
hafði sagt að hesturinn hefði
sprungið og riddarinn dottið
af baki og hálsbrotnað. Og þeg-
ar fjölskyldan kom aftur til
Englands eftir útlegðina, var
svo margt að athuga að þetta
hafði fallið í gleymsku. John
Tremayne lá í nafnlausri gröf
og maðurinn sem hafði myrt
hann stóð í þeirri trú að enginn
vissi um þetta ódæði.
Rödd Martins truflaði hugs-
anagang hans. — Hvernig eig-
um við að haga okkur í þessu
máli, Ralph? Ég hefi elcki trúað
neinum fyrir þessu, vegna þess
að Brandon er fjarverandi og
ég er viss um að stúlkan hefir
ekki hugmynd um annað en að
hún sé systir hans.
Chelsham fingraði við lokk
í hárkollu sinni. — Fyrst verð
ég að hitta stúlkuna og tala við
hana, sagði hann lágt. — Þú
segir að hún hafi erft fegurð
móður sinnar?
— Já, og ríflega það! Hún er
lifandi eftirmynd systur okkar,
en hún hefir heilmikið þar að
auki. Það er eitthvað lifandi og
hressilegt við hana, sem ekki
er svó gott að skilgreina, en það
kemur strax í ljós, þegar hún
talar.
Ánægjulegt bros lék um varir
Chelsham. Það var þá ekki til
einskis að hann hafði hrökklast
í þennan afkrók veraldar, ef
það skildi nú verða til þess að
færa honum í hendur það vopn,
sem hann hafði leitað að í Eng-
landi. Ung fstúlka, fögur og
fjörleg, sem þar að auki átti
litríka ævisögu, var sannarlega
til þess fallin að auka vinsældir
hans sjálfs. Mótmælendatrúar í
ofanálag, það gæti vegið upp á
móti óvildinni sem oft kom sér
illa fyrir hann og aðra kaþó-
likka. Ef dóttir Margaretar var
bæði greind og fögur, yrði það
á valdi hans að vinna aftur
völd sín og hefna sín á Lady
Castlemaine. Það vissu allir hve
kvennakær konungurinn var og
þegar frænka Chelshams hafði
komið í hennar stað, sem ást-
mær konungsins, þá fengi hann
— Chelsham — ótakmarkað
vald.
Mylord hafði gleymt reiði
sinni. Hann sat þarna með dul-
arfullt bros á vörum og lét sig
dreyma um að gullni. pardus-
inn yrði jafn valdamikill og áð-
ur.
Morguninn eftir reið Chels-
ham jarl með bróður sínum til
Fallowmead. Þá hafði fréttin
um komu hans borizt til bæjar-
ins og allra plantekranna í ná-
grenninu og Regina og Sir Joce-
lyn Wade höfðu flýtt sér til
Fallowmead til að segja henni
fréttir, allar nema þá einu, sem
þau þorðu ekki að tala um við
Damaris. Á leiðinni lét Jocelyn
þá skoðun í ljós, að ef Chels-
ham yrði ekki farinn frá Port
Royal, þegar Brandon kæmi til
baka, þá væri öruggt að spá-
dómur Reginu myndi rætast, að
ýmislegt óþægilegt væri fram-
undan.
Damaris hafði heyrt margar
sögur af Chelsham jarli og hún
var áköf í að hitta hann. Hún
fékk ósk sína uppfyllta fyrr en
varði. Þegar tilkynnt var koma
jarlsins og bróður hans, horfðu
þau Regina og Jocelyn hvort á
annað með skelfingarsvip, en
ll.TBL. VIKAN 33