Vikan - 18.03.1971, Qupperneq 34
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX
Neðstu þrepin slitna örar-
en lausnin er á efsta þrepinu!
HAFIÐ ÞÉR TEKIÐ EFTIR ÞVÍ — að leppið á neðstu stigaþrepunum slitnar örar en á hinum. Sandur, stein-
korn, glersalli og önnur gróf óhreinindi, se/n berast inn af götunni, þurrkast af skónum á neðstu þrepun-
um, setjast djúpt í teppið, renna til, þegar gengið er á því, sarga sundur hárin við botninn og slíta þannig
teppinu ótrúlega fljótt. Og grófu óhreinindin berast líka inn á gólfteppin í sjálfri íbúðinni, inn um opna
glugga og á skónum, því ekki er alltaf gengið um teppalagðan. stiga.
En æðrist ekki - lítið bara upp hinn tæknilega þróunarstiga - þar blasir lausnin við - Á EFSTA ÞREPINU:
NILFISK - heimsins bezta ryksuga!
NILFISK VERNDAR GÓLFTEPPIN — því ekki skortir sogaflið, og afbragðs teppasogstykkið rennur mjúk-
lega yfir teppin, kemst undir lágu húsgögnin (mölur!) og DJÚPHREINSAR fullkomlega. NILFISK slítur ekki
teppunum, hvorki bankar né burstar, en hreinsar mjúklega með nægu, stillanlegu sogafli.
FJÖLVIRKARI — FUÓTVIRKARI — VANDVIRKARI — ÞÆGILEGRI — HREINLEGRI — TRAUSTARI
• fleiri og betri fylgistykki • fjöldi aukastykkja: bónkústur, fatabursti, málningarsprauta, hitablás-
ari, húsdýraburstar, blástursranar o.m.fl. # meira sogafl • stöðugt sogafl • stillanlegt sogafl •
hljóður gangur • hentug áhaldahilla • létt og lipur slanga • gúmmístuðari • gúmmíhjólavagn,
sem eltir vel, en taka má undan, t.d. í stigum • hreinlegri tæming úr málmfötunni eða stóru, ó-
dýru Nilfisk pappírs-rykpokunum • áratuga reynsla • dæmalaus ending • ábyrgð • traust vara-
hluta- og viðgerðaþjónusta • gott verð og greiðsluskilmálar.
SÍMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10
Damaris varð mjög glöð og bað
þjóninn að vísa þeim inn.
Hún gekk á móti aðalsmönn-
unum tveim, með útrétta hönd-
ina í áttina til hins yngri, sem
hún hafði alveg sérstakt dálæti
á. Martin Farraniourt kynnti
bróður sinn og jarlinn hneigði
sig hæversklega fyrir henni.
Hún hneigði sig líka og þegar
hún leit upp mætti hún haf-
bláum augunum, sem virtu
hana fyrir sér með miklum
áhuga, eins og hann væri að
meta hana frá hvirfli til ilja.
Hún kastaði höfðinu aftur á bak
og mætti augnaráði hans.
Þegar þau stóðu þarna and-
spænis hvort öðru, þá var
greinilegt hve lík þau voru.
Regina saup hveljur og Jocelyn
sá að hann hafði átt kollgátuna.
Damaris hafði ekki hugboð
um þá spennu sem ríkti í kring-
um hana. Hún gleymdi ekki
húsmóðurskyldum sínum og
sinnti þeim með sinni eðlilegu
háttvísi. Chelsham heilsaði
Reginu og Jocelyn og óskaði
þeim til hamingju með trúlof-
unina og síðan fóru þau öll að
tala um almælt tíðindi. Martin
tók lítinn þátt í samræðunum,
en Chelsham ýtti undir Damar-
is að tala og sá, sér til ánægju,
að málið virtist liggja ljóst fyr-
ir!
Skyndilega þögnuðu samræð-
urnar við það að í fjarska
heyrðust fallbyssudrunur. Þá
stökk Damaris upp með ljóm-
andi augum.
— Kit, sagði hún lágt. Og
áður en hitt fólkið hafði áttað
sig, var hún rokin upp í sitt
eigið herbergi, þar sem hún
hafði útsýni yfir höfnina.
Jocelyn sagði snöggt: — Þetta
hlýtur að vera Brandon. Regina
stóð upp og fylgdi eftir Damar-
is. Martin leit til bróður síns og
það var ótti í augnasvipnum, en
Chelsham leit niður á hönd sína
þar sem hringurinn með par-
dusinum ljómaði.
Þegar Regina kom upp, stóð
Damaris á svölunum með sjón-
auka fyrir augunum og svo
sneri hún sér að vinkonu sinni,
rjóð og glöð. — Hann hefir unn-
ið sigur, sagði hún. — Hann
hefir náð silfurskipinu! Hvern-
ig datt mér líka í hug að efast
um það? Ó, Regina, hann er
engum líkur!
Hún stakk sjónaukanum í
hendur Reginu og benti henni
út á sjóinn. Regina kom loksins
auga á skipin. Þau runnu hægt
inn á höfnina, „Loyalist" á und-
an og „Jane“ á eftir og að balci
þeirra hin stóra spænska skon-
norta. Öll báru skipin vott um
mikil átök, en jafnvel Regina
gat séð að þetta var ennþá einn
sigur Lucifers skipstjóra.
Hún fékk Damaris aftur sjón-
aukann, sem grandskoðaði allt
sem hún kom auga á, en fann
sig að lokum knúða til að fara
niður aftur. að var greinilegt að
þjónaliðið þurfti ekki neinar
fyrirskipanir, eftir að það hafði
heyrt fallbyssudrunurnar. Bryt-
inn var nýbúinn að bera vin
inn í stofuna, þar sem herra-
mennirnir biðu. Damaris bað
hann að skenkja í glösin og
sneri sér svo að gestunum, rjóð
og ljómandi í framan.
— Nýr og hetjulegur sigur,
sagði hún. — Bróðir minn kem-
ur heim með spænska freigátu
hlaðna dýrgripum frá Mexico
og Perú. Slæmt fyrir Spánverja
en sigur og björg i bú fyrir
England. Hún sneri sér því næst
að Chelsham jarli og hafi hann
áður verið hi-ifinn af fegurð
hennar og framkomu, þá sá
hann núna fullvaxna konu, sem
var gjörbreytt, ljómaði af ham-
ingju og henni hafði sýnilega
létt mikið. — Herra minn, bað
líður ekki á löngu þar til ég get
kynnt bróður minn fyrir yður,
þá skuluð þér fá að sjá hve
mikið hans hátign hefir hinum
svokölluðu sjóræningjum að
þakka.
Chelsham hneigði sig og það
34 VIKAN 11. TBL.