Vikan


Vikan - 18.03.1971, Qupperneq 41

Vikan - 18.03.1971, Qupperneq 41
þann að ekkert bendi til að myndirnar séu falsaðar. I Gautaborg er maður, sem sennilega er mesti sérfræðingur Norðurlanda um fljúgandi furðuhluti. Hann heitir Björn Högman og er formaður GICOFF (Göteborgs Informa- tionscenter för Oidentifierade Föremál), sem er aðili að hinu alþjóðlega UFO (Unidentified Flyging Objects, óþekktir fljúg- andi hlutir). í fyrra rannsakaði stofnun þessi í Gautaborg allar frásagnir af fljúgandi diskum, sem komið höfðu upp á diskinn síðan 1950. Flestar frásagnanna stóðust ekki prófið. Einn „disk- urinn“ reyndist . hafa verið rússneskur gervihnöttur, sem fór í mikilli hæð og sólin upp- ljómaði. Högman var nýlega spurður um málið af blaða- mönnum og fer það viðtal hér á eftir: — Björn Högman, þú heldur því fram að fljúgandi diskar séu til. En hvaðan heldur þú að þeir komi? — Frá öðru sólkerfi, hugsa ég. — En þangað eru fjarlægðir, sem erfitt er að gera sér í hug- arlund. — Já, næsta stjarnan, sem hugsanlegt er að hafi plánetur, er Alfa Centuri. Hún er fjögur ljósár frá jörðu. Það tekur sem sagt ljósið, sem fer þrjú hundr- uð þúsund kílómetra á sekúndu, fjögur ár að komast frá Alfa Centuri til jarðarinnar. Á þeim hraða væri hægt að fara átta sinnum kringum jörðina á einni sekúndu. Til tunglsins frá jörðunni er ljósið hálfa aðra sekúndu og milli sólar og jarð- ar átta sekúndur. Ferð frá jörðu til Plútós, fjarlægustu stjörn- unnar í sólkerfi okkar, tælci hálfan sjötta klukkutíma á ljós- hraða. Fjarlægðin til Alfa Centuri og annarra stjarna, sem eru enn fjær, virðist því óviðráðanleg, ekki síst þar sem Einstein og aðrir vísindamenn hafa haldið því fram að ekki sé unnt að slá hraðamet ljóssins. En Einstein bætir raunar við: Að því til- skildu að menn gangi út. frá aðstæðum á jörðinni! Verur frá öðrum hnöttum geta kannski ferðast á þúsund sinnum meiri hraða en við. — Hvaða orku nota þeir þá til að knýja áfram geimför sín? — Það er trúlegast að þær hafi komist upp á lag með að hagnýta hin ótrúlega sterku segulsvið í geimnum. — Heldur þú að þessar fram- andi verur geti haft bækistöðv- ar í sólkerfi okkar? — Já, það er trúlega nauð- synlegt fyrir þær. — Og hvar myndu þá þær bækistöðvar vera? — Trúlega á Mars. En diska- fararnir geta líka hafa komið sér upp geimstöð fjarri öllum plánetum. Bandaríkjamenn og Rússar eru nú í fullum gangi með að undirbúa gerð slíkra stöðva. — Gætu diskastöðvar verið á tunglinu? — Það veit ég ekki. En reynst hefur erfitt að fá skýringar á ýmsu í sambandi við tunglið. Til dæmis stóra, lýsandi kross- inum, sem Robert Curtiss frá Nýju Mexíkó ljósmyndaði við hliðina á gígnum Frau Mauro. Appollo 13 átti einmitt að lenda rétt hjá þeim gíg. Menn hafa Ijósmyndað undarlegar breið- ur af rauðum ljósdeplum á tunglinu og furðulega turna, sem kasta löngum skuggum. — Heldur þú að Apollo 13 hafi orðið fyrir skoti frá geim- verum, og að af því hafi spreng- ingin stafað? — Nei, það held ég varla. En ég er sannfærður um að þessar verur í geimnum eru langt á undan okkur í tæknilegum efn- um. Kannski þúsund ár eða meira. Það er alveg áreiðanlegt að þær hafa vopn, sem þær geta notað til að eyðileggja hluti í ótrúlega mikilli fjarlægð. — Heldur þú að diskaver- urnar séu fjandsamlegar okkur? — Nei, til þess bendir ekkert. í langflestum þekktum tilfell- um hafa furðuhlutirnir fljúg- andi ekki valdið neinu tjóni. — Heldur þú að gáturnar um diskana fliúgandi verði ráðnar? — Fyrst verða yfirvöld og sérfræðingar að viðurkenna til- vist ■fljúgandi furðuhluta. Það hafa nokkrir sérfræðingar þeg- ar gert. Sir Bernhard Lovell til' dæmis. Hann er yfirmaður hinnar miklu Jodtell Bank- skoðunarstöðvar í Englandi og einn af þekktust stjörnufræð- ingum í heimi. Lovell segir: „Ég er sann- færður um að jörðin er eina plánetan í okkar sólkerfi þar sem æðra líf hefur náð að þró- ast. En ég er jafnsannfærður um að lengra úti i geimnum eru aðrir heimar, sem fóstra líf og menningu. Sumar af verunum þar standa okkur langt framar,. aðrar eru kannski milljónum ára á eftir okkur. Þar eru kyn- þættir, sem kannski eru enn á apastiginu, og . aðrir, sem kannski hafa náð slikri tækni- kunnáttu að þeir eru búnir að sprengja plánetuna sína í smá- stykki. Eins og við erum kom- in að því að gera.“ ER HÚN HÆTTULEG? Framhald af bls. 9. og raunar í meira lagi hæpið, að þeir hafi nokkra hugmynd um innihald þeirra. En það að Angela Davis varð „hættulegasta kona Bandaríkj- anna“ hefur sínar eðlilegu or- sakir. Fyrir rúmu ári lýsti Nixon forseti yfir stríði á hendur glæpalýð Bandarikjanna, eins og komizt var að orði. Það sýndi sig þó fljótlega, að því stríði var ekki fyrst og fremst stefnt gegn Mafíunni og eitur- lyfjahákörlunum, eins og mað- ur hefði kannski í sakleysi sínu geta haldið. Mafían og eitur- lyfjahákarlarnir hafa nefnilega engan áhuga á neinum veru-- legum breytingum á banda- ríska þjóðfélagskerfinu; þeir eru hæstánægðir með það eins og það er. Og fyrst svo er, láta bandarísk yfirvöld sér í nokk- uð léttu rúmi liggja, þótt millj- ónir bandarískra ungmenna fari í hundana árlega fyrir til- stilli þessa viðbjóðs í manns- mynd. Stríðinu gegn „glæpa- öldunni" er fyrst og fremst ætlað að kremja hina róttæku æsku Bandaríkjanna. Meira að segja háborgaraleg tímarit eins og Newsweek halda þessu blá- kalt fram. Enginn vafi er á því, að í Bandaríkjunum eru mjög rót- tæk námsmannasamtök, sem hafa ofbeldi á skrá sinni yfir baráttuaðferðir. Og það er held- ur enginn vafi á því, að sam- tök þessi hafa til þessa skotið FBI ref fyrir rass. Alríkislög- reglan er sjaldnast í neinum vandræðum við að komast í færi við venjulegan afbrotalýð, ef hún hefur verulega áhuga á því; þar er hún í gamalkunn- ugu umhverfi. Það er alltaf hægt að múta einhverjum þjófnum, smyglaranum eða leigumorðingjanum til að kjafta frá, og auk þess getur hvaða lögreglumaður sem er smyglað sér inn í klíkur af- brotalýðsins og látizt vera einn af þeim, án þess að þekkjast úr. En lögreglunjósnari, sem alla sína daga hefur klæðzt nost- urslegum jakkafötum og geng- ið stuttklipptur, væri álika vel settur og þorskur á þurru landi ef hann reyndi að leynast í neðanjarðarhreyfingu ungra anarkista og marxista. í hysterískri skelfingu sinni gripu bandarísk stjórnarvöld til þess ráðs að ráðast að einni táknpersónu hinnar nýju bylt- ingar, Angelu Davis, með forn- legum refsilögum. Sú grágás var eina hálmstráið, sem Nix- on og FBI komu auga á innan seilingarfæris. dþ. TATJANA Framháld af bls. 15. upphrópun, leit hann til henn- ar. Hún hristi höfuðið og sýndi um leið tvo yndislega spé- koppa, sem hægt væri að skrifa heilar sögur um. Fiðlararnir lyftu bogunum. Dr. Schmidt leit aftur til Tat- jönu. Hún kinkaði kolli. Og Allegro kaflinn brunaði fram. Á meðan hljómsveitin lék hinn langa inngangskafla, fékk ég tækifæri til að virða Tat- jönu fyrir mér. Augun voru ljós-músagrá að lit, augnstein- arnir ekki mikið dekkri en sjálfur augnaliturinn. Ég veit ekki hvaða áhrif slík augu hafa á yður. Þau heilla mig. Svo, þegar þrír taktar voru eftir þar til hún ætti að byrja, vaggaði allur líkami hennar í takt við hljóðfall hljómsveit- arinnar, hún opnaði varirnar aðeins, og síðan. . . . Með löngum, ákveðnum bogadrögum lét hún dásamlegt stefið sveiflast yfir hljómsveit- ina eins og á vængjum. Síðan liðu tónarnir hratt áfram, enn- þá haldið í skefjum, en þó leit- andi fram af ógnvekjandi krafti. Og hraðinn i flutningi hennar var þannig, að ég var í huganum farinn að kvíða kaflanum næst á eftir, þeim kafla sem ég hafði í þrjátíu ár árangurslaust reynt að ná tök- um á. Þarna — nú kom hann. Hún lyfti vinstri augabrún að- eins og — hókus pókus — fing- urnir flugu eins og vofur yfir strengina. Hún varpaði þessum kafla yfir til áheyrenda eins og maður myndi kasta beini að hundi. Eftir þetta vissi ég tæplega lengur af mér. Ég var eins og i vímu. Ég rankaði ekki við mér fyrr en upphófst slíkur gaura- gangur eins og húsið væri að hrynja, og Dietz gaf mér kröft- ugt olnbogaskot og öskraði; „Klappið þér, maður!“ Eftir hléið kom Tatjana aft- ur, og var ákaft fagnað af áheyrendum. Á siðari hluta 40 VIKAN ll.TBL. FUTURO FUTURO Alltaf -^ó^Heildsölubirgðir Símar: 24418 ». 19040 FUTURO

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.