Vikan


Vikan - 18.03.1971, Síða 44

Vikan - 18.03.1971, Síða 44
^Fataverzlun fjölskyldunnar c^Austurstræti lestinni var hún svo aðfram komin, að hún sofnaði, og það sóttu á hana illir draumar. Þegar ég sótti Tatjönu á járn- brautarstöðina í Kolberg, þekkti ég hana varla aftur, hún var náföl og í mikilli geðs- hræringu. Til allrar hamingju gat ég róað hana útaf nótun- um. Ég hafði fundið þær í stóru töskunni, meira að segja í hólfi, þar sem Tatjana hafði sjálf lagt niður dótið sitt.“ „Og róaðist hún við fréttina um nóturnar?“ spurði ég. „Auðvitað! Samt sem áður hrópaði hún nokkrum sinnum upp um nóttina. f morgun var hún á æfingu með hljómsveit- inni. Eftir æfinguna heimtaði ég að hún færi í rúmið. Þá fendurtóku sig hræðsluköstin hennar, og hún var komin með óráð, svo að ég vildi láta hana hætta við hljómleikana. Þegar hún heyrði það, reis hún upp og — það sem á eftir fór, vitið þér. Hún lék yndislega, fannst yður ekki?“ Við fórum í næsta herbergi. Löng augnhár Tatjönu gáfu ekki til kynna hvort augun væru alveg lokuð eða hálf-op- in. Hún lá hreyfingarlaus. „Hún er falleg eins og eng- ill,“ sagði ég við Alexöndru. „Hún er flón,“ leiðrétti hún mig. „Auk þess, Boris Michail- owitsch, eruð þér ekki hér til að virða fyrir yður fegurð hennar.“ Ég settist við rúmið, þreif- aði á púls Tatjönu og beygði mig yfir hana. „Hafið þér hitamæli?“ spurði ég. Alexandra fór í hina stofuna til að sækja hann. Púls Tatjönu var daufur en reglulegur, og engin alvarleg einkenni. É'g efaðist um að hún væri meðvitundarlaus. Ég horfði rannsakandi á andlit hennar, en mér var ómögulegt að vita, hvort hún liti á mig undan augnhárunum eða ekki. Ég virti fyrir mér fallegu and- litsdrættina. Mér varð starsýnt á munn hennar. Hann var þroskaðri en umhverfið sem hann var í, og virtist kæra sig kollóttan um, að hann skyldi tilheyra hálfvöxnu barni. Hann var aðlaðandi, ögrandi, skip- andi, „Hvernig líður þér, Tatjana Ivanovna Petrova?“ spurði ég á rússnesku. Augnlokin lukust hægt upp. Undrunarsvipur var í augun- um — sennilega vegna rúss- neskunnar. Þá lauk hún aug- unum alveg upp. „Vel,“ sagði hún og renndi augunum athug- andi yfir andlit mitt. Allt í einu komu spékopparnir í ljós: „Þú sazt á fyrsta bekk, er það ekki?“ „Jú, og ég hef heyrt í lista- konu af guðs náð, sem mun verða mesti cellóleikari allra tíma. Og ég skal hundur heita ef ég hef ekki gert þig albata á morgun.“ Hún lokaði augunum aftur. Með örlitlum þrýstingi fingr- anna gaf hún mér til kynna, að Alexandra væri komin inn í herbergið með mælinn. „Sefur hún?“ spurði Alex- andra. „Já,“ sagði ég, til þess að gera Tatjönu það til hæfis að vera með henni í samsærinu. „Ég held að hún verði bráð- um mjög svöng,“ sagði ég. ,.Á ég að steikja handa henni litla dúfu?“ „Frekar tvær, Alexandra Petrova." „Gott.“ Við vorum aftur ein. „Opnaðu litla munninn," sagði ég og stakk mælinum upp í hana. Hún lá hreyfingar- laus. Ég var búinn að sleppa púlsinum en hún hafði lagt fingurna yfir hendina mína. Allt var hljótt. Á meðan ég virti Tatjönu fyrir mér hugsaði ég um ósam- ræmið í því, sem Alexandra 44 VIKAN ll.TBl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.