Vikan


Vikan - 18.03.1971, Page 46

Vikan - 18.03.1971, Page 46
íslendingasögurnar og aðrir flokkar fornrita útgáfu okkar er bezta og þjóðlegasta fermingjargjöfin. □ 1. íslendingasögur 1—13 kr. 6.500,00 kr. □ 2. Biskupasögur og Sturlunga 1—7 — 3.500,00 — □ 3. Riddarasögur 1—6 — 3.000,00 — □ 4. Eddur 1-4 - 2.000,00 - □ 5. Karlamagnússaga 1—3 — 1.500,00 — □ 6. Fornaldasögur Norðurlanda 1—4 — 2.000,00 — □ 7. Þiðrekssaga af Bern 1—2 — 1.000,00 — □ 8. Konungasögur 1—3 — 1.500,00 — Samtals kr. 21.000,00 kr. □ Ef heildarútgáfan 1—42 er keypt, bjóðum við sérstakt verð kr. 19.200,00 og 10% afslátt gegn staðgreiðslu Allar bókaverzlanir taka við pöntunum og veita upplýsingar. ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN Kjörgarði - Sími 14510 Pósthólf 73 - Reykjavík Klukkan var 1.52 þegar ég beygði inn í Heerstræti. Tíu mínútum síðar nam ég staðar fyrir framan hús Tatjönu í Súdwestkorso. Ég sat enn nokkra stund við stýrið og leit frameftir götunni. Allt var með kyrrum kjörum, og enginn á ferli. Það fyrsta sem ég sá í íbúð- inni var fataskápurinn sem Al- exandra hafði sagt mér frá, hægra megin alveg við inn- ganginn. Vetrarkápa Tatjönu með skinnkraganum, sem Al- exandra hafði lýst nákvæmlega fyrir mér, var ekki þar. Eg lauk upp dyrum fyrsta herbergisins og kveikti á ljós- inu. Það var dagstofan. Ég tók eftir að rúllugardínurnar voru dregnar niður. Það var gott. Það hlytu þær líka að vera í hinum herbergjunum, og ekk- ert ljós sæist utan frá til að koma upp um nærveru mína. Næstu dyr sem ég opnaði voru að svefnherbergi Alex- öndru. Þar var allt í frönskum stíl. Stóra rúmið var umbúið, og hlífðarteppi breitt yfir silki- rúmteppið. Ég fékk hjartslátt þegar ég lauk upp næstu dyrum og fálmaði eftir slökkvaranum á veggnum. Ég kveikti ljósið. Eina raskið sem ég sá í þessu herbergi voru drengjaföt og nærföt, sem fleygt hafði verið í hrúgu á hægindastól. Þá fyrst tók ég eftir þústinni undir rúm- teppinu. Á verlausum rauðum koddanum lá hvítur nakinn drenglíkami. Hann var á að gizka fjórtán eða fimmtán ára gamall. Á andliti hans var svip- ur æðstu veraldlegu sælu. Hann var dáinn. Ég lokaði hálfopnum augum hans, lyfti honum upp úr rúm- inu og bar hann á legubekk- inn. Ég þvoði honum og klæddi hann í. Fötin hans lágu á hæg- indastólnum: Nærföt, skyrta, sokkar, skór, vesti og jakki. Undir jakkanum lá eitthvað annað í sætinu: Vetrarkápa Tatjönu. Ég bjó vandlega um rúmið. Síðan tók ég líkið í fangið. „Vertu nú ekki svona þung- ur, drengur minn,“ sagði ég. „Ég ætla að setja þig á ein- hvern bekk í lystigarðinum, þar sem einhver mun finna þig innan tveggja stunda, og eng- inn grunur mun falla á ástmey þína. Það myndirðu þó ekki vilja, eða hvað? Ég bar hann fram í anddyri og setti hann þar á stól. Ég gekk enn einu sinni gegnum öll herbergin til að fullvissa mig um, að engin ummerki sæjust, og slökkti ljósið. Síðan fór ég fyrst einn frá dyrunum og að bílnum. Allt var hljótt og autt. Þetta tók mig aðeins tiu sekúndur. Á þeim tíma myndi enginn koma. Og það kom enginn. Ég kom litla vini mínum fyrir í bíln- um og gleymdi heldur ekki vetrarkápunni. f lystigarði þar rétt hjá setti ég litla dauða vin minn á bekk í þannig stellingu, að hann virtist sofa. Eg fór aftur að bílnum mínum, og var mótor- inn í gangi. Það vottaði fyrir morgunroða þegar ég komst í Heerstræti til þess að fara frá Berlín eftir sömu leið sem ég hafði komið þangað. Aftur hafði ég tíma til yfir- vegunar. Það þyrfti engan Sherlock Holmes til að gera sér ljóst hvað hefði gerzt í mannlausri íbúðinni. Tatjana hafði beitt því bragði að þykj- ast hafa gleymt nótunum, til þess að geta hitt litla elskhug- ann sinn. Þau höfðu ekki gefið sér tíma til að skilja yfirhafn- irnar eftir í anddyrinu. en höfðu dengt sér inn í svefn- herbergið, höfðu rifið fötin ut- an af sér og skriðið undir ver- lausu rauðu sængina. Og hér hafði drengurinn dáið hinum fegursta dauða. Hjarta hans hafði ekki þolað unaðsleg faðm- lög Tatjönu.... Tatjana hafði orðið viti sínu fjær . . . hún hafði klætt sig og þotið út... . Hún hafði ekki getað fundið vetrarkápuna sína og gripið einhverja kápu í skápnum og lagt á flótta. Hvað samvizku minni við- víkur, herra minn, þá var hún hrein. Því miður gat ég ekki gert meira fyrir Tatjönu en að vanrækja læknisskyldu mína að tilkynna látið. Enginn glæp- ur hafði verið framinn. Ekkert vottorð hefði getað endurvakið piltinn til lífsins. Og Tatjana. Fjandakomið að hún hafi fall- ið nokkuð í áliti hjá mér. Hvað hugsið þér? Maður situr þarna á fremsta bekk heillaður af töfrum hennar og getur varla gert sér grein fyrir því undri, hversu langt þetta barn er á undan aldri sínum. Og ætti hún þá ekki eins að vera langt á undan sínum aldri í mannleg- um frumhvötum? Haldið þér að nokkur geti leikið þetta Andante á þennan hátt nema að hafa átt kynlíf? Og hví skyldi maður kalla það að vera á undan sínum aldri? Þrettán ár er rómantískur aldur. Aldur forvitni. Hættulegur aldur. Ég komst til Kolberg klukk- an 7 að morgni, fékk mér heitt bað og rakaði mig. Síðan stillti ég vekjaraklukkuna á 9 og sofnaði, ekki lengi, en fast og vel. Klukkan hálftíu kom ég á fund Alexöndru, hreinn og strokinn, færandi kápu Tatjönu og öskju af saklausum töflum. „Þér ætlið þó ekki að segja mér, að þér hafið verið í Ber- lín og séuð kominn aftur?“ spurði hún mig. „Jú,“ sagði ég. „Hvernig lið- ur sjúklingnum okkar?“ „Sjúkling? Þegar ég sagði henni að þér hefðuð farið til Berlínar til að gera hana fríska, borðaði hún dúfuna sína og lagði sig og hefur sofið eins og steinn í alla nótt.“ Tatjana lá vakandi í rúm- inu. „Hér er vetrarkápan þín, Tatjana,“ sagði ég og lagði hana við fótagaflinn. „Senni- lega stafaði þetta allt af kvefi sem þú hefur náð þér í í þess- ari þunnu flík. Til öryggis er bezt að þú takir inn þessa töflu og sofir í tvo klukkutíma enn. Þegar ég setti töfluna milli vara hennar kyssti hún á fing- urbrodda mína. Framhald á bls. 50. 46 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.