Vikan - 25.03.1971, Side 3
12. tölublað - 25. marz 1971 - 33. árgangur
Vikan
Synduga
nunnan
frá Monza
Saga syndugu nunnunnar
frá Monza gerSist á
sautjándu öld og er ótrú-
leg, en sönn. Hún segir
frá stúlku, sem var neydd
til að ganga í klaustur og
var múruð inni i áraraSir
vegna siSferðisbrota.
Sjá blaSsíðu 16.
Vinna
í stað
ástmeyjar
Greinaflokkurinn „Hugsaðu
vel um eiginmanninn"
heidur áfram. Nú er röSin
komin að stöðugri vinnu,
streitu og skorti á tóm-
stundum. Eiginmenn eru
margir hverjir svo hart
keyrðir, að þeir hafa ekki
einu sinni tíma til að eiga
ástmey!
Sjá blaðsfðu 14.
Forheimsk-
andi
leikföng
Þátturinn „Við og börnin
okkar“ færist í aukana I
þessu blaði. Birt er fjög-
urra siðna grcin um
leikföng barna og þá sér-
staklega þau leikföng nú-
tfmans, sem sannað er að
gcri börn heimskari.
Sjá blaðsíðu 8.
KÆRI LESANDI!
Það er ekki á hverjum degi,
sem Reykvíkingar flykkjast í
leikhús til að horfa á ballet. Þetta
gerðist þó hér á dögunum, þegar
Helgi Tómasson kom í heimsókn
til landsins ásamt konu sinni og
barni. Með í förinni var ballet-
dansmærin Elisabeth Carrol, og
sýndi hún ásamt Helga fimm
sinnum í Þjóðleikhúsinu við hús-
fylli og geysigóðar undirtektir.
Miðar seldust upp á fjórar sýn-
ingar í einu vetfangi, og var þá
bætt við þeirri fimmtu.
Ekki var að undra, þótt marga
fýsti að sjá Helga Tómasson
dansa. Okkur hafa borízt fregnir
af velgengni hans erlendis smátt
og smátt undanfarin ár. Og þeg-
ar hinn kunni balletfrömuður,
Jerome Robbins, lýsti því yfir, að
hann teldi Helga beztan af þeim
karldönsurum sem nú væru uppi,
þá var ekki lengur um að villast,
að nýr lslendingur sigldi hrað-
byri upp á efsta tindinn í heimi
listarinnar.
Þeir íslendingar, sem mega
heita heimsfrægir og bera hróð-
ur landsins úr einu landi í ann-
að eru sannarlega teljandi á fingr-
um annarrar handar. Kannski
eru þeir bara þrír: Halldór Lax-
ness, Friðrik ólafsson — og Helgi
Tómasson.
EFNISYFIRLIT
GREINAR bts.
Leikföng, sem gera börnin heimskari: ViS og börnin okkar 8
HugsaSu vel um eiginmanninn, 3. grein 14
Saga syndugu nunnunnar frá Monza 16
VIÐTÖL
Fólk þyrstir í aS sjá eitthvaS fallegt. Vikan heimsækir Helga Tómasson, balletdansara 24
SÖGUR
Gjöf handa Harry, smásaga eftir Roma Sherris 12
Gullni pardusinn, framhaldssaga, 10. hl. 22
Gleymdu ef þú getur, framhaldssaga, sögul. 28
Tatjana, smásaga, síSari hluti 31
ÝMISLEGT
Lestrarhesturinn, IftiS blaS fyrir börn umsjón: Herdís Egilsdóttir, kennari 29
FASTIR ÞÆTTIR
Pósturinn 4
Mig dreymdi 6
[ fullri alvöru 7
Heyra má 20
Stjörnuspá 32
Myndasögur 34, 41 og 42
Krossgáta 33
í næstu viku 50
FORSÍÐAN
Helgi Tómasson hélt fimm balletsýningar ( ÞjóS-
leikhúsinu viS húsfylli og geysigóSar undirtektir.
Hann dansaSi viS Elisabeth Carrol. Þessa mynd
af þeim tók Ijósmyndari Vikunnar, Egill SigurSs-
son, á æfingu.
VltVAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorieifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning:
Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður
Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn,
auglýsingar, afgreiösla og dreifing: Skipholti 33.
Simar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa-
sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu-
blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð
misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram.
Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst.
12. TBL. VIKAN 3