Vikan - 25.03.1971, Qupperneq 6
NYJA
M
Y
N
D
A
S
T
0
F
A
N
Allt tilheyrandi á stofunni
*
Pantið tímanlega
Nýja myndastofan
Sími 15-1-25.
A li T1
SKARTGRIPIR
U Ub=1tJ=3
Modelskartgripur er fermingargjöf
sem ekki gleymist.
- SIGMAR 06 PÁLMI -
Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og
MIG ÐRBYMOI
Piparrót og
karamellubráð
Kæri draumráðningamaður Vik-
unnar!
Mig dreymdi fyrir nokkru tvo
drauma sem ég ætla að biðja
þig að birta og ráða. Hér kem-
ur sá fyrri:
Ég var að vinna í búð og af-
greiddi konu sem ætlaði að
kaupa piparrót er var ( litlum
kössum. Ég stimplaði í kassann
kr. 85.90, en út kom 5.908.
2. Ég var í matreiðsluttma (
Austurbæjarskóla, en það var
karlmaður sem kenndi okkur.
Hann kenndi okkur að búa til
karamellubráð. Þegar við vorum
búin í matreiðslu fórum við
niður einhverja götu. Þá sáum
við kennarann þar og var hann
með barnavagn. Við tókum eft-
ir því að hann datt og vagninn
rann niður götuna. Við reynd-
um að stöðva hann en ég rann
bara niður götuna, því það var
hálka og snjór. Vagninn tók þá
beygju inn í kirkjugarð. Og nú
man ég ekki meira.
P.S. Hvernig er skriftin og hvað
lestu úr henni?
V.R.
Fyrri draumurinn er þér fyrir
mótlæti einhvers konar, mjög
smávægilegu þó, og verður viS
engan aS sakast nema sjálfa
þig, eins og sjá má af því aS
þú hefur einfaldlega stimplaS
vitlaust í kassann.
SíSari draumurinn er j>ér heldur
hagstæSari en er þó vísbending
um aS fara varlega í einu og
öllu.
P.S. Skriftin er ekki Ijót og ekki
falleg en hún, ásamt stílnum,
segir manni aS þú sért ung —
lambiS mitt.
Kóngulær
Kæri Draumráðandi!
Þennan draum dreymdi mig fyr-
ir nokkru og þætti mér vænt
um ef þú réðir hann fyrir mig.
Ég vil taka það fram, að ég bý
í sama húsi og mágkona mfn og
svili og er hurð á ganginum
sem aðskilur (búðirnar. í
draumnum fannst mér ég koma
að þessari hurð og voru á hennl,
á víð og dreif, 8 kóngulær, sem
mér er mjög illa við.
Berdreymin.
Svo augljós sem þessi draumur
nú er þá er hann heldur ógreini-
legur og torráSin. Allavega boS-
ar hann þér hamingju og er
ekki með öllu útséS um nema
þaS verSi allt kompaníiS, þaS
er aS segja þiS mágkonurnar
og menn ykkar. Þá er einnig
margt sem bendir til þess, aS
þú munir komast aS leyndar-
málum, en talan 8 er nokkuS
hulin og satt aS segja óvíst hvort
hún kemur málinu nokkuS viS.
Rykpöddur
Kæri Draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig eftirfarandi
draum, en mig dreymdi hann
nýlega. Mér fannst ég eiga
heima, eða vera nýflutt, í íbúð
sem ég átti heima f fyrir nokkr-
um árum og bjó þar ( 6 ár. Þar
fannst mér vera rykugt og katt-
arskítur út um allt. Svo fannst
mér litlir snákar koma á glugg-
ann, en þetta er í kjallara, og
segja mér að allt væri fullt af
pöddum. Þá var ég með úðara
og sprautaði um allt sem fyrir
var en aldrei sá ég neina pöddu.
Mér fannst þetta vera meinlaus-
ar rykpöddur, en samt hreins-
aði ég allt út.
Þökk fyrir svarið sem ég vona
að ég fái fljótlega.
Húsmóðir í Garðahreppi.
Þú átt eftir aS fá mörg stórkost-
leg tækifæri til aS verSa auSugl
En — þaS verSur þú aldrei og
þarft ekki aS sakna þess.
Rafmagnsleysi
Kæri Draumráðandi!
Mig langar til að fá ráðningu á
draumi sem mig dreymdi aðfara-
nótt 13. dags jóla. Draumurinn
er svona:
Mér fannst ég vera stödd heima
hjá mér að borða kvöldmatinn.
Það var sams konar matur og ég
vaeri í jólafríinu. Mamma sat
líka við borðið og var að borða,
en pabbi sat inni ( stofu og
horfði á sjónvarp. Þá dofnuðu
Ijósin allt í einu og fóru svo al-
veg. Leit ég þá inn í gang og
sá birtu leggja frá sjónvarpinu
og heyrði ég í því líka. Mamma
spurði þá hvort ekki hefði
slokknað á sjónvarpinu.
Þá vaknaði ég. Með fyrirfram
þakklæti fyrir ráðninguna.
R.S.
Þessi draumur er, eftir þvf sem
við komumst næst, merkingar-
laus meS öllu.
6 VIKAN 12. TBL.