Vikan - 25.03.1971, Page 10
Þessi óbrotni lyftikrani, sem gerður er úr
viði, er upplögð jólagjöf handa starfsömum
dreng. Hann verður að stjórna honum sjálfur.
Sjálfvirkar rennibrautir geta verið spennandi,
meðan þær eru ennþá nýjar.
Þessi gestaþraut, sem er eftirlíking af sölu-
búð, er ágæt fyrir ung börn.
Þeim mun einfaldari sem
leikföngin eru, þeim mun
meira gaman hafa börnin
oftast af þeim.
Böm eru fljót að verða leið á
sjálfvirkum leikföngum.
Þetta Apollohylki gat sjálft stillt sér á skotpall,
þegar það var sett í gang. En þegar það bilaði
eftir skamma hríð, reiddist drengurinn eigandi
þess og lamdi það í smámola.
Vond leikföng eru oftast
dýrari en góS.
Leikfangamarkaður nútímans
er fullur af rokdýrum, sjálf-
virkum tryllitækjum, sem
höfða hvergi til starfs- og
sköpunarþorsta barnsins og
bila þar að auki fljótlega.
Börnin verða dauðleið á þeim |
áður en varir og áhrif þessara
leikfanga á þroska barnanna
eru yfirleitt neikvæð.
Eins og að líkum lætur er leik- j
fangaiðnaðurinn meðal stærstu iðn-
greina heimsins. Venjulega endur-
speglar hann fyrir börnin heim
þeirra fullorðnu, á hvaða tíma sem
er. Það þarf því engan að undra
þótt leikföng nútímans séu há-
tæknilegs eðlis. Jólin eru eins og
hver maður veit aðalvertíð leik-
fangaframleiðenda, og í grein, sem
við sáum nýlega í vestur-þýzku
tímariti, var látinn í ljós ákveðinn
efi um að helgi jólahaldsins yrði
meiri við þetta. Kringum þýzka
jólatréð um síðustu hátíðar, stóð
þar, óku lögreglubílar á stærð við
vindlakassa, og segulbönd í þeim
tilkynntu árás ræningja og kölluðu
á hjálp. Þar suðuðu þyrlur og eld-
flaugar, fjarstýrðar flugvélar,
steypubílar og auðvitað geimför.
Tæknin drottnar í barnaherbergi í
velferðarríkisins.
En ekki verður þetta alveg af <
sjálfu sér. Leikfangaiðnaður nú- |
tímans er þrautskipulagður á alla »
lund og kemur sér inn á neytend-
urna með útspekúleruðum, sál-
fræðilegum áróðri. f september síð-
astliðnum héldu vestur-þýzkir leik-
fangaframleiðendur þing, til að
skipuleggja jólaherferðina. Kjörorð
ráðstefnunnar var „að vekja lyst
„den satten Affen (sadda apans)““.
Með því var átt við að vestur-þýzk-
ir neytendur séu orðnir svo belg-
saddir á allri velferðinni að farið
sé að draga úr kaupþorsta þeirra,
á leikföngum sem öðru. Og svo var
hleypt af stað gríðarlegri auglýs-
ingaherferð til að fá pabba og ,
Framhald á bls. 50.
Þessi ryksuga, sem kostaði sem svarar sex
hundruð krónum, bilaði eftir einnar klukku-
stundar notkun. Þá var gamanið af henni búið.
Þessi stældúkka er bandarísk framleiðsla. Hún
er skreytt slæðum og skartgripum og er ætlað
það hlutverk að vekja neytandann í barninu.
10 VIKAN 12. TBL.