Vikan - 25.03.1971, Page 12
Harry vinur minn var mjög smekklegur maður. En
smekkur hans kostaði líka mikla peninga.
Hann var maður sem aldrei gaf hvað sem var, ef hann
þurfti að gefa tækifærisgjafir . . .
tzi) mi
SMÁSAGA eftir roma sherris
Harry vinur minn hafði auga fyrir fögrum hlutum og
hann átti líka næga peninga til að láta eftir sér að kaupa
þá. En þegar um mannlegar tilfinningar er að ræða, þá
er liann nánast eins kaldur og fiskur, dauðhræddur við
að einhver verði honum of nákominn. Alla þá umhyggju
og ástúð, sem aðrir menn helga konum sinum og hörn-
um, helgaði liann listmunum sínum og fögru umhverfi.
Harry er ekki tilfinningalaus maður, en hann dregur
sig inn i skel, sem liann ber eins og brynju. Ekki einu
sinni ég, sem hef þekkt liann svo lengi, hcf nokkurn tíma
getað séð í gegnum þá skel. . . .
Að sumu leyti er hann ekki hra'ddur við að láta í ljós
þennan veikleika sinn. Hann viðurkennir hiklaust að liann
vcrði hókstaflega veikur, ef hann þvrfti að húa innan um
ljóta og ósmekklega muni. Þess vegna hýr hann aldrei á
hóteli og gistir aldrei i annarra manna liúsum. Einstaka
sinnum reyni ég að henda honum á að liann sé alltof við-
kvæmur, svo viðkvæmur að það jaðri við taugaveiklun.
En ég er kannski ekki réttlát. Það eru til ótal rólegheita
12 VIKAN 12.TBL.