Vikan


Vikan - 25.03.1971, Síða 13

Vikan - 25.03.1971, Síða 13
 manneskjur, sem taka til fótanna í ofboði ef þær lieyra lmíf brýndan og fólk, sem sleppir sér algerlega. þegar það snertir fjöður eða loðskinn. Harry verður að hafa sína sérvizku, en hamingjan veit að stundum getur það orðið æði þreytandi. Þegar ég hef lengi þurft að umgangast Han’y, er það reglulegur léttir að hitta Svante, bróðurson minn, sem er sjö ára. Hann er heilbrigður og frjálsleguf drengur, sem ég hef miklar mætur á. Svante hefur mikinn áhuga á hraðskreiðum bilum og hraustum hetjum og hann tekur kúrekamyndir fram yfir allt annað. Stundum, þegar ég hef talað lengi við Harry, hvarflar það að mér að í raun og veru hef ég meiri ánægju af samræðum við Svante. Eftir sumarleyfi á Gotlandi kom Svante með gjöf handa mér. Hamingjan má vita hvað ég hafði hugsað mér, en það var að minnsta kosti ekki þessi glettnislega rauð- klædda álfamey, sem þeysti á höfrungi. Og til frekari áherzlu var letrað með gullnu letri: „Ég er galdrafiskur, feldu mig i höndum þér og nudd- aðu mig með fingrunum, þá færðu óskir þínar uppfylltar“. — Þetta er stórkostlegt, Svante! hrópaði ég upp, með nokkuð yfirdrifinni hrifningu. — Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt! Hann ljómaði af ánægju. — Nuddaðu liann þrisvar og óskaðu þér! sagði hann ákafur. Ég hlýddi. — Hvar ætlarðu að setja hann? spurði liann ákafur. — Hérna, á heiðursplássið milli fallegustu hluta minna. Ég setti fiskinn liátíðlega á hilluna, þar sem ég liafði dýr- gripi mína, milli pennateikningar og hirðmeyjar úr Dres- denarpostulini. Nokkrum dögum síðar kom Harry í heimsókn. Ég fór fram í eldhús til að sækja handa okkur eitthvað að drekka og þegar ég kom inn aftur stóð hann eins og steinrunn- inn, fyrir framan álfameyna. — Hvað i ósköpunum er þetta? Hann var venjulega rjóður og hraustlegur, en nú var hann náfölur. Framhald á bls. 39. 12.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.